25.10.2024 | 18:09
Viljum við breytingar eða stöðnun? Lýðræðisflokkurinn boðar breytingar en ekki VG, sem stóð fyrir stöðnun í 7 ár.
Lýðræðisflokkurinn mælist með rúm 1% en Vinstri græn með rúm 2%. Hvernig hegðar fjölmiðlafólkið sér? Fær Lýðræðisflokkurinn jafn mikla athygli og hinn löngu útbrunni flokkur, Vinstri grænir? Nei. Fjölmiðlafólk er í afneitun. Það sést með því að athyglin er á botnfrostnum flokknum VG. Fjölmiðlafólk vill því að það verði engar afleiðingar af (mis)gjörðunum í pólitíkinni, að sömu óhæfu pólitíkusarnir megi riðlast á fólkinu endalaust.
Ég skil ekki þessa athygli sem Vinstri grænir fá. Þeir eru fortíðin - hvað sem verður eftir 4 ár, ef þau tóra svo lengi og leysa ekki flokkinn upp, sem væri kannski bezt.
Nú er reynt að punta uppá flokkinn með skrautfjöðrum, og Katrín Jakobsdóttir á að verða ein helzta skrautfjöðurin! Þetta er aumkunarvert.
Lýðræðisflokkurinn hinsvegar sem fær litla sem enga athygli er gullið í þessari kosningabaráttu sem á vonandi eftir að skína með mikið fylgi, ef ekki núna þá síðar.
Vill fólk láta mata sig? Vill fólk láta fjölmiðlafólkið mata sig og segja sér fyrir verkum með óbeinum auglýsingum af þessu tagi?
Sjálfstæðisflokkurinn mætti alveg minnka niður í 5%. Það myndi kannski kenna Bjarnabófaklíkunni eitthvað.
Ef fólk vill fá flokk sem stendur fyrir gildi Sjálfstæðisflokksins, þá er rétt að kjósa Lýðræðisflokkinn, Flokk fólksins eða Miðflokkinn.
Listar VG í Reykjavík: Katrín skipar heiðurssæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 30
- Sl. sólarhring: 52
- Sl. viku: 605
- Frá upphafi: 132936
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 440
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við verðum að losna okkur við "fjórflokkinn" ef einhverjar alvöru breytingar eiga að eiga sér stað en Samfylkinging er með það mikið fylgi (núna) og svo er framsókn allt til ef einhver vill fá hann og þá er helmingur fjórflokksins komin með völd plús einhver "hækja" t.d. Viðreisn! Eina sem getur veikt Samfó er að Dagur B. er mættur á sviðið!
Sigurður I B Guðmundsson, 25.10.2024 kl. 20:42
Alveg rétt. Þetta gerist hratt þessa dagana. Kannski veikir innkoma Ölmu og Víðis Samfylkinguna líka.
Ingólfur Sigurðsson, 25.10.2024 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.