Hnignun Vesturlanda - margar birtingarmyndir

Við höldum kannski flest að framfarir séu stöðugar og ekki verði afturför í okkar heimshluta. Við höldum kannski að gæðakröfum og hreinlætiskröfum geti ekki hnignað hér á Vesturlöndum. Samt hef ég persónulega smakkað á varningi sem er misferskur þar sem stórar keðjur eru selja skyndibita. Mér finnst það jafnvel orðið algengara á allra síðustu árum.

Ein kona í brekkunni á æskuheimili mínu sem var vinkona ömmu og er nýlátin hún var mjög kröfuhörð með þetta og kvartaði við starfsfólk ef hún var ekki ánægð. Ég veit um fleira fólk af hennar kynslóð sem kvartaði oft, og ég er hræddur um að margir af yngri kynslóðinni kvarti ekki heldur beini viðskiptunum annað.

Því miður er það svo að þetta er eins og með ríkið, það getur leyft sér að slaka á gæðakröfum eða að vera með lélega þjónustu á sumum sviðum, þar sem fólk er ekki nógu voldugt til að hafa áhrif, og á fólk er ekki hlustað.

Þegar alþjóðlegar mætvælakeðjur eins og aðrar keðjur eru orðnar mjög stórar, þá getur það gerzt að gæðum fari hnignandi. Til dæmis bara ef harka í eftirliti minnkar, og upp komi jafnvel sú sparnaðarstefna að nota hráefni sem ekki fullnægja ýttustu gæðakröfum.

Neytendur þurfa alltaf að vera á tánum og á varðbergi. Verkalýðsfélög og lífeyrissjóðir eru heldur ekki fyrirbæri hafin yfir gagnrýni, við þekkjum það hér á Íslandi.

Ég tel raunar hentugast að mikið sé um smá fjölskyldufyrirtæki en ekki risakeðjur, því þá hvílir ábyrgðin á einstaklingum, og minna er um reglur og tengiliði þar sem tjáskiptin týnast og undarlegir hlutir gerast, viljandi eða óviljandi, vegna spillingar eða samskiptaleysis.


mbl.is Einn látinn eftir skæða E.coli-sýkingu á McDonald's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 605
  • Frá upphafi: 132936

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 440
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband