24.10.2024 | 02:17
Megnar einhver?, ljóð frá 9. október 2020.
Eins vélar áfram ganga,
allt það mennska hyggur þó,
nemur skilur, elskar ætíð
annað mig samt sló.
Veiti aðeins eftirtekt,
að yndi kannski býr,
þar sem árin öðru týndu,
einhver gæti brotizt nær svo skýr.
Legg á djúpið, leiðinn er
líka að bíða og skaði.
Eitthvað þar er einhversvert,
alveg tætt hjá blaði.
Þegar hún svo minnir mig
á mætar hreyfingar,
amma þar í eldhúsinu,
allar þokkafullar.
Eins og verði ungur sérhver
aftur, skipuleggi margt.
Sjaldgæft kannski, gæfan góða,
getur tapað vart.
Eins og hending ef hún finnst,
uppi fátt ég læt.
Gott að eiga gleðidrauma,
girnast eitthvað, hana kannski er bræt.
Veit ei hvort það verður mitt,
víst er rétt að hika,
láta tímann leiða það
í ljós, svo kemur vika.
Yngri kannski, ýmislegt
ætti að virka þó.
Vil ei bara eitt sem er
ekki að fullu nóg.
Einmitt þegar eitthvað lokast
opnast veröld smá og stór.
Vísar stúlkur, varla aldnar
vilja drekka bjór.
Veit hún að ég vil svo margt?
Víst ei segi neitt.
Einsemd mín er augljós kannski,
elska vil ég kannski þessa heitt.
Aldursbilið brúa þær
bara ef þær vilja.
Þessi er svo þrifleg, sæt,
þarf ei mitt að hylja.
Missir, tap og mæða öll,
megnar einhver því
hér að ýta alveg frá,
og elska himins ský?
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 50
- Sl. sólarhring: 117
- Sl. viku: 658
- Frá upphafi: 133129
Annað
- Innlit í dag: 39
- Innlit sl. viku: 507
- Gestir í dag: 37
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.