Spáin um friðarleiðtogann sem kemur frá Íslandi gæti átt við Ástþór Magnússon

Bricsfundurinn í Kazan 22.-24. október, núna þessa dagana fær minni athygli en vert er. Þó sýndi RÚV frá honum í tíufréttum í gær og markverð orð Xi Jinping Kínaforseta vöktu alveg sérstaklega athygli mína, og einnig það sem Pútín sagði reyndar. Maður þarf ekki að vera Rússasleikja þótt maður sé ekki sammála meginstraumnum í skoðunum á Rússum.

Pútín talaði eins og Vesturlönd væru hættuleg og óstöðug, og að Rússar væru að verða leiðandi í því að bjarga heiminum frá hættum og ógnum. Eða með öðrum orðum, Pútín talaði eins og Rússar væru hin nýja heimslögregla sem Bandaríkin hefðu verið áður fyrr.

Ef Kínaforseti hefði ekki tekið undir orð hans með sterkum og ótvíræðum hætti hefði verið auðvelt að kalla orð hans bull og þvælu.

Orð Kínaforseta fannst mér stórmerkileg, "Við aðstæður umbreytinga á flekahreyfingum, sem ekki hafa sézt í margar aldir, fara alþjóðamálin í gegnum mikið umrót. En þetta haggar ekki sannfæringu minni og friðhelgi áætlunar um að velja gagnkvæman stuðning, friðhelgi djúprar, aldagamallar vináttu milli landa vorra og friðhelgi skyldurækni þjóðanna, Kína og Rússlands sem stórvelda".

Ræða Kínaforseta var niðurskrifuð og hann las hana af blaði, og hefur greinilega verið vel skrifuð, eins og torræð véfrétt.

En í þessum orðum hans felst þó margt sem er merkilegt.

Þessar "umbreytingar á flekahreyfingum, sem ekki hafa sézt í margar aldir", það er þetta merkilega í ræðu hans, en margt annað er þar líka áhugavert.

Ég túlka þessi orð hans þannig, og flest bendir til að það sé hin rétta túlkun, að hann sé að segja að Bandaríkin, Evrópa og Vesturlönd séu að missa þá forystu sem hér hefur verið um langt skeið. Það er vissulega rétt.

Kínaforseti er að segja að Bandaríkin eru ekki lengur leiðandi, og ekki heldur Evrópa. Það er líka rétt.

Umrótið sem Kínaforseti talaði um í þessari merkilegu ræðu, sem jafnast kannski á við ræður Churchills sem rötuðu í sögubækurnar, það er auðvitað Úkraínustríðið og það sem gerist í miðausturlöndum nú og á sér fá fordæmi hvað hörku varðar og stigmögnun í þessum löngu átökum.

Já, ræða Kínaforseta er stórmerkileg. Hún gæti verið fyrirboði þriðju heimsstyrjaldarinnar jafnvel. Kína er rísandi stórveldi, og ofurstórveldi jafnvel, og sérstaklega í samvinnu við Indland og Indverja sem eru þeim nærri og mikið og rísandi stórveldi einnig.

Ræða Kínaforseta er einnig svar við þeirri staðreynd að bæði Donald Trump og Kamala Harris velja einhverskonar tegund af viðskiptastríði við Kínverja. Jafnvel er ESB að feta sig á slíkar brautir, virðist manni.

Ég tel að íslenzk stjórnmál þurfi að taka mið af þeirri nýju heimsmynd sem er að birtast okkur, og Kínaforseti lýsir þessu með hófsamari hætti en margir aðrir.

Það er ekki lengur hægt að láta öfgafólk eins og Þórdísi Kolbrúnu vera einrátt í utanríkismálum. Það er úrelt.


mbl.is Pútín býður vesturveldum birginn: BRICS-ríki funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.10.): 13
  • Sl. sólarhring: 141
  • Sl. viku: 825
  • Frá upphafi: 124224

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 637
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband