Pólitíkin verður áhugaverðari með þessari ungu konu

Ég held að Lenya Rún sé mjög góður talsmaður Pírata, sem frjálslyndasta flokksins á Íslandi. Það verður að minnsta kosti skemmtilegt og spennandi að fylgjast með henni rökræða við þá sem eru ósammála henni í fjölmiðlum, það færir líf í pólitíkina. Vinstri grænir virðast vera sokknir í hafsins djúp vegna setu í óvinsælli stjórn og að hafa átt mjög stóran þátt í verkum hennar, vondum og góðum í bland. Píratar taka við sem frjálslyndasti flokkurinn, og lengst til vinstri ásamt Sósíalistunum.

Maður sér þetta teiknast þannig upp að Píratar hljóti að stækka, því ungt fólk á uppleið ber með sér ferska vinda. Jafnvel gæti verið að vinstriöflin í heiminum séu á svona vegferð, og að hægriöfgaflokkarnir svonefndu taki þá við því hlutverki sem var fyrrum þeirra, að sameina sumar vinnandi stéttir sem bera skarðan hlut vegna alþjóðavæðingarinnar.

Eftir sem áður þurfa að vera flokkar sem sjá um húmanismann og að efla hann, kærleikann á milli fólks, ef hægt er, og Píratar ætla að sjá um það greinilega í stað Vinstri grænna sem eru kannski að hverfa, þótt óhóflegt innstreymi á of skömmum tíma sé varasamt.

Kvenréttindi og mannréttindi virðast allavega meira áberandi hjá vinstriflokkum nú til dags en barátta gegn arðrænandi ofurríkum samsteypum, einstaklingum eða fyrirtækjum.

Lenya Rún er algjörlega ættuð frá Kúrdistan, og það er áhugavert ef hún verður áberandi í pólitík og sem opinber persóna, því hún kemur úr þessum heimshluta þar sem átök eru mikil, og nær kannski að gera okkur Íslendinga að meiri heimsborgurum í raun, því við þurfum ekki aðeins að skilja vestræn sjónarmið, evrópsk eða bandarísk, heldur þessi sjónarhorn sem tilheyra þjóðum sem sumar mæta mótspyrnu hér í vestrinu, vegna trúarbragða eða framandi menningar.

Ég er hlynntur því að fræðsla sé aukin. Þannig eykst kærleikurinn og fordómar minnka. Flestir ættu að vilja friðsamlegt og kærleiksríkt þjóðfélag þótt skoðanir séu skiptar á mörgu. Það að vilja vernda hið þjóðlega, rasa eða menningu, ætti ekki að tengjast fordómum heldur gagnkvæmri virðingu og áframhaldandi uppbyggingu og varðveizlu á því sem er menning.

Ég reyni að sýna bæði múslimum og gyðingum skilning eins og hægt er, en ég er ekki ríkur maður og get ekki hjálpað eins og ég vildi ef ég væri ríkur.

Auk þess er erfitt að taka afstöðu í þessum málum.

Kúrdar eru flóttamannaþjóð. Þeir eiga það sameiginlegt með gyðingum að lifa víða í brotum. Því finnst manni það skrýtið og rangt að gyðingar fái meiri athygli, stuðning og samúð en sumar aðrar þjóðir eða þjóðabrot sem eiga sér svipaða sögu í fortíðinni.

Mér finnst stundum að múslimar verði fyrir meiri fordómum en nokkrir aðrir hér á þessu landi okkar. Það er víst ekkert einsdæmi með ástandið hér á Vesturlöndum.

 


mbl.is „Ég er aðeins að jafna mig á spennufallinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 187
  • Sl. sólarhring: 191
  • Sl. viku: 756
  • Frá upphafi: 127192

Annað

  • Innlit í dag: 115
  • Innlit sl. viku: 565
  • Gestir í dag: 104
  • IP-tölur í dag: 104

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband