22.10.2024 | 01:42
Nótt hinna löngu hnífa
Þórdís Kolbrún var heillandi í Silfrinu, sem rökvís og hvöss manneskja sem ekkert bítur á, sigurvegari sannur.
Engu að síður, aðdragandinn var ekki tilviljun og ekki tímaleysi eins og hún og fleiri vilja halda fram, heldur ásetningur forystunnar um að losna við gagnrýni og fólk sem var of erfitt, og sjálfstætt, með aðrar skoðanir.
Við þessir óháðu bullarar, við viljum endilega halda öðru fram en stjórnmálaskýrendur sem hafa verið keyptir til að móta söguna með rangri söguskoðun.
Þetta hugtak í yfirskriftinni er orðið fast hugtak yfir pólitískar hreinsanir. Staða Hitlers styrktist til muna eftir þau dráp, frá enda júní 1934 til 2. júlí, tóku yfir þrjá daga.
Eftir að hafa horft á Silfrið í gær efast maður um að Bjarni eða flokkseigendur aðrir hafi haft með atburðarás helgarinnar að gera, að menn hurfu sem eru holdgervingar hinnar klassísku sjálfstæðisstefnu.
Sú Þórdís Kolbrún sem þarna talaði kannaðist ekki við "nótt hinna löngu hnífa", og flestir álitsgjafar í fjölmiðlum telja þetta tilviljanakennda atburðarás. Jafnvel Sóley Tómasdóttir, sem er eins mikill erkikommúnisti og hægt er, miðað við hvursu mjög kommúnisminn í dag er öðruvísi en þá, femínismi helzt.
Þórdís Kolbrún talaði um hraðann í atburðarásinni og að ekki hafi það verið ætlun hennar að ýta Jóni Gunnarssyni frá, hún hafi einfaldlega "þurft sitt rými".
Orðalag hennar minnir á uppáhaldsorðalag Hitlers, sem talaði aftur og aftur um það í sínum ræðum til að afsaka hatur sitt á gyðingum að Þjóðverjar þyrftu "lífsrými". Að plássið tækju hinir gróðafíknu gyðingar af innfæddum Þjóðverjum og að nauðsynlegt væri að bregðast við því. Þannig að þótt smáatriðin í þjóðernishreinsunum þeirrar ríkisstjórnar hafi ekki orðið ljós fyrr en eftir stríðið, þá duldist engum að ýmislegt yrði gert til að koma óæskilegri þegnum landsins burt, jafnvel fyrir fullt og allt.
Píratar sýna lýðræðisvilja sinn í verk með opnu prófkjöri en hinir velja uppstillingar á lista, fljótlegri leið en einræðislegri. Kjördæmaráð og uppstillingarnefndir eða flokkseigendafélög ráða of miklu þegar uppstilling er valin, en skýrari línur myndast og sterkari forysta brýnir sinn vilja. Tímaskorturinn er afsökunin.
En það er sama hvernig Þórdís Kolbrún eða aðrir - í sama flokki eða öðrum flokkum - reyna að sverja af sér "nótt hinna löngu hnífa", þetta hefur sennilega verið undirbúið og ákveðið með löngum fyrirvara. Bjarni Benediktsson veit það vel að hvöss gagnrýni hefur verið að beinast að honum frá hans eigin flokki og ýmsum utan flokksins líka, og Ásmundur Friðriksson var kannski beittastur áður í henni, Birgir Þórarinsson kom úr Miðflokknum og var varfærinn í yfirlýsingum, en með skýra stefnu. Jón Gunnarsson var kannski fremstur í flokki af þessum þremur, sem ráðherra sem bar ábyrgð og skar úr um mál, en rökfastur og gat skákað óvinum með snjöllu orðfæri.
Eftir "nótt hinna löngu hnífa" höfum við nýjan Sjálfstæðisflokk, og Þórdís Kolbrún er leiðtogi útí gegn, fæddur leiðtogi, ennþá beittari en Áslaug Arna, en óvinsælli af mörgum þó, því hún er jú stríðsmálaráðherra.
Þessi nýi Sjálfstæðisflokkur er ESB-vænn og Elítu-vænn, jafnvel enn meira en Samfylkingin. Hnífurinn gengur ekki á milli þriggja náskyldra flokka eftir breytinguna, það eru Viðreisn, Samfylking og Sjálfstæðisflokkurinn. Áherzlumunurinn í að ganga inní ESB er hverfandi, og helzt á yfirborðinu í Sjálfstæðisflokknum.
Eftir glæsilega frammistöðu Þórdísar Kolbrúnar í Silfrinu í gær, þar sem ég sá að hún er leiftursnjöll og miskunnarlaus, og með metnað sem kemur henni víða, þá er það ljóst að hún gæti orðið arftaki Bjarna, og spurning hvort Áslaug Arna á roð í hana.
Formenn hegða sér helzt eins og Bjarni þegar þeir verða hræddir um stöðu sína. Bæði eru það skoðanakannanir og kúgunin af hendi VG sem vekja grimmd formannsins, og því er auðvelt að beina reiðinni að óþægum flokksmönnum sem eru ekki 100% sammála.
Elítur nota ýmsar aðferðir til að stjórna og halda völdum.
Ein aðferðin er sú að útskýra ekki breytingar sem verða og afneita þeim, eins og gert er með "nótt hinna löngu hnífa" innan Sjálfstæðisflokksins.
Getur einhver sagt það við sjálfan sig að ENGINN vilji hafi verið innan Sjálfstæðisflokksins til að losa sig við þessa óþægu og sjálfstæðu einstaklinga?
Hvað með pistla Björns Bjarnasonar?
Hann er jú innsti koppur í búri.
Hann hefur gagnrýnt þessi sjónarmið sem þessir menn standa fyrir, og hefur gagnrýnt Miðflokkinn. Stundum finnst mér Björn Bjarnason vera stjórnandi Þórdísar Kolbrúnar R. G., í utanríkismálum og fleiri málum.
Það er sjálfsblekking að halda því fram að einhverjar tilviljanir hafi ráðið þessum breytingum.
Auðvitað var þetta skipulagt. Gott og vel, þetta er þeirra flokkur.
Þá víkur sögunni til útlanda.
Ef Kamala Harris verður næsti forseti Bandaríkjanna þá mun þessi nýi Sjálfstæðisflokkur fá stuðning frá slíkri Elítu.
Ef Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna, þá verður Miðflokkurinn helzti boðberi sömu stefnu á Íslandi, á meðan Lýðræðisflokkurinn hefur ekki fengið sömu stærð og hann.
Bjarni Benediktsson er búinn að rígbinda Sjálfstæðisflokkinn á klafa Natóhyggju, stefnu demókrata í Bandaríkjunum og ESB aðildar í laumi, ekki alveg í orði eða á borði, nema allir vita að það er þeirra næsta skref, til að elta Elítuna enn frekar.
Skýringar Þórdísar Kolbrúnar um að tímaleysi og tilviljun hafi valdið því að þessir menn hurfu á braut, þær eru kannski hluti af sannleikanum.
En eins og gott er að muna, veruleikinn hefur mörg andlit og það er hægt að nálgast hann á margan hátt. Fólk kýs einatt ákveðið sjónarhorn til að styðja sína nálgun og skoðun.
Í grunninn má segja að þeir sem kusu á listana hafi hlýtt Bjarna og öðrum sem mestu ráða í flokknum, um að styðja Þórdísi Kolbrúnu frekar en Jón Gunnarsson.
Sjálfstæðisflokkurinn er einmitt svona flokkur, þar sem styrk forusta ræður úrslitum.
Því miður er RÚV einnig samlit hjörð.
Nema var kosning Þórdísar Kolbrúnar byggð á þrælsótta og valdaótta frekar en öðru? Jú, það má gera því skóna.
Þetta er það Ísland sem við höfum tilheyrt síðustu árin. Fólk er kannski margt fífl eins og Botnleðja söng um, en hin seinni ár kannski færri og færri fífl og fleiri sem fatta og eru ekki alveg fattlausir.
Þessvegna, vegna þess að fólk er farið að þreytast á því að vera fífl, hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið að minnka í skoðanakönnunum, niður í 12% jafnvel.
Bjarni Benediktsson og dúkkulísurnar hans ætla sér hægt en örugglega inní ESB. Þar er ekkert sjálfstæði á stefnuskránni, heldur valdagræðgi hrein og ómenguð.
Ég þekki nú ýmsa í Samfylkingunni og mín föðurætt er þar. Þrátt fyrir fagurgalann um að vilja hjálpa fólki er það sama innihaldið og hjá Bjarna og dúkkulísunum, elskan til sjálfs sín og heimsins, og til valdanna.
Þetta "góða fólk" er alltaf fyrst til þess að vilja sýna góðmennsku sem aðrir þurfa að greiða fyrir.
Þar af leiðandi, eins og í Evrópu, flokkar eins og Miðflokkurinn, Flokkur fólksins og Lýðræðisflokkurinn stækka, sem sverja af sér hægriöfga, en reyna líka að sverja af sér jafnaðarfasismann, sem hitt snobbliðið starfar eftir.
Hvað með Frelsisflokkinn og Íslenzku þjóðfylkinguna? Bjóða þau ekki fram? Hafa þau gefizt upp?
Fólk vill skjól fyrir helvítis jafnaðarfasismanum. Fólk flýr því í skjól allra annarra, sem jafnvel reyna að sverja af sér það sem hjálpar.
Við vitum að við Íslendingar erum alltaf á eftir.
Áður var sagt að við værum 30 árum á eftir? Kannski 10-15 árum á eftir núna.
Áður en Sjálfstæðisflokkurinn springur eins og sú bóla sem hann er, þá á hann kannski eftir að stækka núna fyrir þessar kosningar.
Á meðan getur liðið góða myndað enn eina hrunstjórnina, Samfylking, Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og kannski Píratar.
Eða fáum við Miðflokkinn inn? Þá aðeins til að þeir gera lítið úr sér og hverfi eins og aðrir í mykjuhauginn sem er sterkasta aðdráttaraflið?
Ekki gott fyrir stuðningsfólk fyrir hvalveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 178
- Sl. sólarhring: 198
- Sl. viku: 747
- Frá upphafi: 127183
Annað
- Innlit í dag: 108
- Innlit sl. viku: 558
- Gestir í dag: 100
- IP-tölur í dag: 100
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mjög fín greining.
Guðjón Bragi Benediktsson, 22.10.2024 kl. 19:09
Þakka þér fyrir, Gunnar Rögnvaldsson hefur verið góð fyrirmynd, hann hefur skrifað djarflega og hugsað út fyrir boxið, en einnig ótalmargir aðrir. Sumt er nauðsynlegt að skrifa þegar aðrir gera það ekki. Þegar fjölmiðlar draga upp ranga mynd er það sérstaklega nauðsynlegt að tjá sig á annan hátt og efast um sérfræðingana þeirra. Þeir höfðu til dæmis sérfræðinga í hruninu, sem sögðu að allt væri í himnalagi og svo kom hrunið og sérfræðingar höfðu rangt fyrir sér. Já við sköpum betri heim ef við veitum aðhald.
Ingólfur Sigurðsson, 22.10.2024 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.