Kynlaust eða alkvenkyns mál er svo sannarlega rangt íslenzkt mál

Nýlega var Góði hirðirinn að gefa bækur eina vikuna, og þar gripu margir í feitt og fóru heim með helling af bókum. "Íslenzkt mál" er ritröð, bókaröð frekar en tímaritaröð, gefin út af Íslenzka málfræðifélaginu í samvinnu við Málvísindastofnun Háskóla Íslands.

Ég greip með mér tvö svona hefti eða smábækur. Annað þeirra var 41.-42. árgangur, 2019-2020.

Einn pistillinn þarna eða greinin heitir "Haf góðan dag", "Um uppkomu nýrrar kveðju út frá hugmyndum um talgjörðir". Höfundur er Sigríður Sæunn Sigurðardóttir.

Mér fannst áhugavert hvað háskólafólk segði um þetta.

Greinina hennar las ég næstum alla og fannst ýmislegt gott í henni.

Það er aðeins eitt í þessari ritgerð bókarinnar eða grein sem mér fannst virkilega óþolandi, og það var að hún notaði ekki "Vertu sæll" eða slíkt í karlkyni heldur kvenkyni, "Vertu sæl". Ég get tekið dæmi, þetta er úr greininni:"Báðar kveðjurnar hafa sama merkingarlega innihald en þeim er haldið formlega aðgreindum, rétt eins og kveðjunum "Sæl vertu" eða "Vertu sæl"."

Mín máltilfinning segir mér að allt slíkt eigi að vera í karlkyni. Það er bara sú íslenzka sem hefur verið töluð og rituð alla Íslandssöguna.

"Kynhlutlaust mál er pólitík, ekki málfræði", ritar Eiríkur Rögnvaldsson prófessor á vef sinn og Háskóla Íslands. Þar ritar hann einnig að karlkynið sé hlutlaust í málfræðinni, eigi við um alla, hins vegar sé það valkvætt að breyta þessu af pólitískum ástæðum.

En hversu heimskulegt er það og barnalegt?

Ég er þó sammála henni Sigríði Sæunni í því að vel sé hægt að þola setninguna "Eigðu góðan dag," og að hægt sé að finna henni stað í eldra máli, ef kveðjan "góðan dag" er stytting úr einhverri þannig setningu sem áður var til.

En hverskonar kvenrembupólitík er það að þola ekki að almennt mál sé í karlkyni og að gengið sé út frá því sem reglu? Enda segir maður þegar almennt er talað um eitthvað: "Maður er auðvitað orðinn þreyttur á þessari ríkisstjórn"... eða eitthvað slíkt.

Maður segir ekki:"Kona er auðvitað orðin þreytt á þessari ríkisstjórn"!!! Einnig konur segja:"Maður er orðinn þreyttur á þessari ríkisstjórn", enda eru konur líka menn.

Ég samdi ljóð sem heitir Sonnetta árið 1990.

Þarna nota ég "þau" í staðinn fyrir "þeir". Ingvar frændi var allt annað en sáttur við þetta og vildi að ég breytti því, sem ég gerði fyrir hann, en svo aftur til baka í útgáfunni 2000 á disknum.

Þarna var ég að vísa í "Hér sumir halir sjaldan finna ró", (fyrsta ljóðlínan). Ingvar frændi sagði að halir hafi aðeins verið notað um karlkynið, og vitnaði í þjóðskáldið Matthías, "Til hjálpar hverjum hal og drós sem hefur villzt af leið".

Ég gaf mig ekki og fór í orðabókina og fann þar merkinguna:"Halur merkir maður, eða frjáls maður". Þar með samdi ég jafntefli við frænda minn, sem viðurkenndi að kannski væri mögulegt að nota orðið þannig um bæði kynin, nema hitt væri algengara og hefðbundnara og var því enn á þeirri skoðun að ég ætti að vísa í orðið halur í fleirtölu með "þeir" en ekki "þau".

Ja, ég var ungur þegar ég orti þetta, ekki nema 19 ára. Síðan skipti ég um skoðun og fékk betri máltilfinningu, að "þeir" er hentugra í þessum sambandi.

Ég get tekið fleiri dæmi úr grein Sigríðar Sæunnar.

"Sæl vertu", skrifar hún, "Vertu sæl", "Blessuð", ekki "Sæll vertu", "Vertu sæll" eða "Blessaður". Auðvitað eru þessi orð alltaf notuð eftir því hvort maður talar við kvenmann eða karlmann í "kjötheimum", (daglega lífinu), en almennt eru þau notuð í karlkyni þegar ekkert kyn er tilgreint, því þannig er málið, karlkynið er alltaf í forgrunni, og kvenkynið aðeins notað þegar VITAÐ ER að maður er að tala til konu.

Síðan les maður aðrar ritgerðir og pistla í bókinni, og þar er karlkynið notað sem aðalkynið, eins og venjan er!

Mér finnst þetta sem sé vera lýti á annars ágætri grein hjá Sigríði Sæunni.

Ætli hún hafi verið í kynjafræðinámi og er þetta afleiðing af því?

Þetta heitir eiginlega að kasta stríðshanzkanum, og að fá virðulegt fræðimannasamfélagið á móti sér, sem þó sýnir þessu skilning og velvild, en kannski að ósekju.

Þetta er þó aðeins byrjunin á að fjalla um allt þetta mál. Ég sýni því meiri skilning að nota hvorugkyn þegar fólk vill skilgreina sig þannig. Mér finnst einnig gaman að læra nýyrði, þótt deila megi um nauðsyn þeirra vissulega og ekki eru allir sammála um hana. Það er þó eitthvað sem þarf að fara varlega í líka, helzt, til að varðveita íslenzkt mál. Athugum það að Jónas Hallgrímsson og Fjölnismenn náðu ekki árangri nema með því að vera harðir á málrækt og réttu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Menningarlega lifandi rðræða er höfð í karlkyni, því allir vita að konur kenna tungumálið, og með þessu hvílir málið í kjöltu beggja kynja.

Femínistar sjá ekkert og skilja minna. Karlaveldið hefur aldrei verið til, og það er fáránlega auðvelt að sýna fram á það.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 18.10.2024 kl. 18:20

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

rðræða --> orðræða :D

Guðjón E. Hreinberg, 18.10.2024 kl. 18:21

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir innlitið og athugasemdina, já þessi jafnréttistilgáta hljómar ágætlega.

Karlaveldið er jafnrétti þegar betur er að gáð. Konur hafa alltaf stjórnað miklu, með uppeldisáhrifum og móðurlegum kærleika. Þar er þeirra mesti styrkur og ættu þær að rækta þann hlut og ekki gleyma.

Beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 18.10.2024 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 8
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 728
  • Frá upphafi: 130394

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 539
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband