16.10.2024 | 00:26
Ísland er ekki hlutlaus friðarþjóð, heldur púðluhundur sem geltir
Kastljós sýndi viðtal við æðsta yfirmann Bandaríkjahers, Charles Q. Brown, yngri. Rætt var um Nató, stríðin í heiminum, og Keflavíkurstöðina.
Það var eftirtektarvert hvað Brown var þögull og sagði fátt í mörgum orðum eins og pólitíkusa er háttur, en það er taktík sem mjög háttsettir menn verða að temja sér, því nóg er togað og teygt hvað þeir láta frá sér fara.
Þó var ýmislegt hægt að lesa á milli línana og svörin voru skýr hvað það varðaði sem hann lét ósagt og neitaði að svara beint ýmsum spurningum, og tók því ekki undir það sem spyrillinn gaf til kynna.
Baldvin á RÚV spurði og enskan hans var góð.
Merkilegt var að þegar Baldvin spurði hvort Bandaríkin ætluðu að draga sig mikið til út úr Nató, þá svaraði Brown að Nató væri nú þegar sterkara en fyrir nokkrum árum.
Í þessu svari fólst fannst mér óbein játun við spurningu Baldvins, eins og hann væri að segja að ekki yrði mikill skaði skeður þótt Bandaríkin drægju sig talsvert mikið út úr Nató.
Um Keflavíkurstöðina var svarið eins og oft áður að verið væri að skoða að efla hana og samskiptin við Íslendinga.
Af því svari var þó ljóst að efling Keflavíkurstöðvarinnar myndi aðeins raungerast ef það væri í hag fyrir stríðsvélina miklu, það væri aukaatriði hvað okkar þjóð væri fyrir beztu, heldur hvort sú stöð yrði þeim hernaðarlega mjög mikilvæg aftur. Af svörum hans mátti heyra glytta í að Bandaríkjamenn telja það möguleika að gæti orðið aftur. Áhuginn á að vera vakandi yfir ástandinu var þarna til staðar.
Síðan var spurt útí Rússa og stríðið í Úkraínu. Brown var svo loðinn í þeim svörum að það fannst mér sérlega eftirtektarvert, mér fannst hann ekkert gefa út um þetta, en sveigði talið í aðra átt stöðugt, nema þetta að áfram héldi stuðningur við Úkraínu.
Ekki vildi hann fara útí hvort spennan væri að aukast hér vegna Úkraínustríðsins.
Rússnesk rúlletta er nafnið yfir það sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur verið að leika með því að loka sendiráðinu í Rússlandi, á meðan aðrar þjóðir gerðu það ekki.
Í DV er fjallað um það að það eina sem ákvörðun Þórdísar utanríkisráðherra gerði var að drepa blómlegt fyrirtæki á Akranesi, Skagann 3x, sem lifði á viðskiptum við Rússa. Þetta var hennar gamli heimabær og ekki allir hrifnir af því.
Sannleikurinn er sá, að ef stigmögnun heldur áfram þá er sú ákvörðun hernaðarlega framar að láta Ísland hverfa af landakortinu en margar aðrar fyrir Rússa. Ekki þarf annað en einhvern slatta af kjarnorkusprengjum til að láta landið hverfa og alla Íslendinga með. Að vísu yrði það sennilega byrjunin á heimsendi, því mengunin útí hafið og andrúmsloftið, ásamt gjörðinni væri þannig að Bandaríkjamenn yrðu að svara því. Svo ekki er það líklegt nema allt fari til Andskotans, eins og getur reyndar gerzt miðað við heimsmálin og stigmögnun á því sviði sem varðar okkur öll.
Þórdís Kolbrún er búin að gera Ísland að skotmarki, með því að verða aðalóvinur Pútíns á Vesturlöndum. Hvílík stjórnkænska! Hvílíkur gróði fyrir landið og þjóðina!
Nei, sannleikurinn er sá að Charles Q. Brown veit það ekki frekar en Bandaríkjamenn aðrir hvernig þetta þróast, fólk er að leika sér að eldspýtum og sprengiefnum.
Já hlýnunin gerir það líka að verkum að Grænland getur nýtt sér málma sem áður voru undir ís. Áður en næsta ísöld byrjar, sem getur orðið hvenær sem er, þá fjölgar skipakomum hingað og Kínverjar fá meiri áhuga á okkur með peningaglampa í augum.
Gamli boðskapurinn er enn við lýði, sem Bubbi Morthens söng um, í Segulstöðvarblús, og fleiri lögum.
Fyrsta heimsóknin til Íslands í áraraðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 56
- Sl. sólarhring: 134
- Sl. viku: 720
- Frá upphafi: 130305
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 536
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mjög góður pistill Ingólfur en það er hætt við því að einhverjum "sárni" að lesa sannleikan um sig (það er kannski best að nefna engin nöfn en fyrsti stafurinn er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir), "en sannleikanum verður hver sárreiðastur".....
Jóhann Elíasson, 16.10.2024 kl. 03:18
Tek undir með Johanni. Góður pistill Ingólfur. Hvað kostaði það íslensku þjoðinni þegar rússneska rúllettan sleit ölll sambönd við Rússland? Setti fyrirtæki á hausinn á Akranesi og fjöldi manns misstu vinnuna, svipað og Svandís gerði með hvalveiðarnar. Við eigum ekki að vera með þetta mikilmennskubrjálæði og bara haga okkur eins og Færeyingar. Island er ekkert nema puðluhundar á hliðarlínunni , eða eins og þeir segja í Ameríku ... Yabby dog!
Haraldur G Borgfjörð, 16.10.2024 kl. 13:38
Já, sú ríkisstjórn sem var með flestar konur sem ráðherra, fráfarandi, og konur í áberandi valdastöðum er í hópi verstu ríkisstjórna allrar Íslandssögunnar. Út frá hagsmunum þjóðarinnar, ekki út frá hagsmunum séraðila sem sjálfir segja þetta hafa verið beztu stjórn í heimi.
Takk fyrir ágætt innlegg félagar. Tilgangur minn er ekki að styggja Þórdísi K. R. G. eða neinn annan en bara úr því að þetta voru hennar verk er það óhjákvæmilegt að það komi út. Aðrir gera það sama. Fólk ber ábyrgð á því sem það gerir.
Ingólfur Sigurðsson, 16.10.2024 kl. 15:03
Aæveg rétt hjá þér Ingólfur. Því miður ber þetta fólk í ríkisstjórninni enga ábyrgð. Það gerir bara það sem það dettur í hug án þess að tala við kóng ne prest. Þetta fólk hagar sér eins og einræðisherrar og gerir bara það sem því dettur í hug án þess að virða stjornarskranna Verst af öllu, það kemst up með það án nokkurs afleiðinga og það er ekki rétt.
Haraldur G Borgfjörð, 16.10.2024 kl. 16:06
Eina afleiðingin er að almenningur hætti að kjósa flokkana sem þær eru í. Maður sér á skoðanakönnunum að það er trendið. En hvaða foráttuheimska er það í Bjarna og öðrum sem þykjast flokkseigendur að hafa óreyndar konur efstar sem gera óskunda?
Það er eins og ýmsir segja, þetta eru ómerkileg umbúðastjórnmál - til að fylla uppí kynjakvóta frá útlöndum. Stjórnmálin eru í fullkominni (niður) lægð.
Ég þakka þér fyrir að benda mér á að þau komast því miður upp með þetta.
Ingólfur Sigurðsson, 16.10.2024 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.