15.10.2024 | 00:06
Silfur gærdagsins sýndi að Bjarni er að reyna að stjórna - með því að sýna að hann fékk nóg, og það vonandi stækkar flokkinn
Maður hefur haft það á tilfinningunni undanfarin 7 ár að Sjálfstæðisflokkurinn sé fórnarlamb, og ráði ekki við neitt.
Já, loksins sér maður grilla í það að vinstrisjónarmið hætti að stjórna Sjálfstæðisflokknum vegna sálfræðihernaðar vinstrimanna, sem er þeirra sérgrein, að koma inn samvizkubiti og minnimáttarkennd hjá fólki, að kúga fólk andlega. Frankfurt skólinn hefur haft sín áhrif, þjóðfélagsverkfræðin.
Í kvikasilfursþætti kvöldsins kom sterklega í ljós að Vinstri grænir sprengdu stjórnina faktískt með því að vilja ekki starfa undir hans forystu, þótt það kæmi ekki fram í fjölmiðlum og væri í leynum.
Einnig kom það fram í dagsljósið að kosningabaráttan er ekki að hefjast núna, hún hófst fyrr, og með þeim orðum Vinstri grænna í haust að þeir væru að sækja í ræturnar, sérstöðuna. Já, Vinstri grænir vildu útúr stjórninni fyrir allnokkru, vegna minnkandi fylgis, en orð Svandísar eru meira til þess ætluð að varpa skömminni á Bjarna að hafa svikizt um og ekki staðið við skyldur sínar. Það er þessi venjulegi sálfræðihernaður kommúnista og jafnaðarmanna.
Það er ekki hægt að svara því hér hvað hefur valdið minnkandi fylgi flokkanna.
Hér eru þó nokkur atriði sem vert er að íhuga.
Það eru til allmargir þjóðernisinnar á Íslandi. Því fólki finnst andstyggilegt að gangast við að vera rasistar. Sumir eru þannig, aðrir ekki.
Þegar þessi stjórn komst á laggirnar fyrir 7 árum þá töldu margir að ákveðinn rasismi væri í spilunum og glöddust þessvegna. Það vita allir um rasískar rætur Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Eiríkur Bergmann og fleiri hafa skrifað bækur um þær rætur og tengingar, og útskýra þannig að ekki hafi komið fram almennilega harður hægriöfgaflokkur á Íslandi, því þetta sé hluti af stefnu Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins.
Að vísu ýkir Eiríkur Bergmann kannski eitthvað í þessum bókum, en sannleikskorn er í þessu. Þegar flokkurinn var lagður niður sem helzt tengdist Hitler áður en seinni heimsstyrjöldin brauzt út, þá lá leiðin inní Sjálfstæðisflokkinn hjá flestum.
En Vinstri grænir sem gáfu sig mest út fyrir fjölmenningu og öfgafemínisma uppúr 2000 eins og Samfylkingin, þeir áttu rætur í Alþýðubandalaginu. Sá flokkur var nú mjög þjóðernissinnaður, taldi Kanasjónvarpið hið versta mál út af erlendum áhrifum, og margt annað sem kom frá öðrum löndum.
Það er oft sagt að þjóðernisöfgarnar mætist í flokkum sem eru lengst til vinstri og hægri.
En það sýndi sig ekki í þessari ríkisstjórn. Í tíð þessarar ríkisstjórnar flæddu útlendingar inní landið og reistu hús fyrir sig á meðan Íslendingar af norrænum ættum hættu að fjölga sér nóg og fluttu margir úr landi.
Fjölmenningin var semsagt í yfirgír þessi 7 ár. Jafnvel er það svo að ef eignarhald á landi og fyrirtækjum er skoðað, eða stóreignum, nýbýlum og húseignum verðmætum, þá kemur í ljós tenging við Davos og Elítuna, og sú tenging verður alltaf skýrari. Skömm sé þessari ríkisstjórn Andskotans sem er loksins að fara frá!
Manndómur, mannvirðing, mannkostir og sjálfsvirðing, allt var þetta á sölu fyrir Davosauðævi. Verstu lestirnir hjá Framsókn, Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum komu í ljós.
Flissandi Katrín var andlitið út á við, ábyrgðarleysið.
Betri sönnun er ekki til fyrir þeirri skoðun eða kenningu að konum hæfi ekki að stjórna, að þær hafi ekki skaplyndið í það, að þeim hætti frekar við ábyrgðarleysi.
Flokkur fólksins og Miðflokkurinn tala fyrir þessari mannvirðingu og þjóðerniskennd og skoðanakannanir hafa sýnt að landsmenn kunna að meta það.
Bjarni Benediktsson hrökklaðist frá völdum með skömm vegna þess að hann og hans fólk sveik hugsjónir Sjálfstæðisflokksins.
VG missti fylgi sitt af sömu ástæðu.
Jafnvel Framsókn missti fylgi sitt af sömu ástæðu.
En þetta eru merkilegir tímar.
Þenslan og verðbólgan, þetta sem allir vilja losna við, það er afleiðing af alþjóðavæðingunni sem fráfarandi ríkisstjórn hefur keyrt í hæstu hæðir. Það er ekki hægt að selja sál sína til Andskotans til eilífðar, eins og Fástus komst að.
Arnar Þór Jónsson hefur talað enn skýrar um þetta en Sigmundur Davíð. Ótti almennings er svo mikill við Elítuna að hann mun kannski ekki uppskera í nægilegu fylgi strax. Þó má búast við að hann og flokkur hans fari uppávið með tímanum, og fái verðugan sess, því veruleikinn á eftir að sýna þetta enn betur, að arðrænandi öflin tengjast ESB og demókrötum, og kerfisvæðingunni, alþjóðastofnunum þar sem reglur eru settar ofar en mennskan.
Þræll Elítunnar hefur verið Sigurður Ingi jafnvel enn frekar en aðrir. Framsóknarflokkurinn er andstæðan við það sem hann var stofnaður til að vera, þegar Jónas frá Hriflu skrifaði að "allt sem gert væri á Íslandi ætti að vera til að efla og styrkja íslenzka kynstofninn".
Þessi ríkisstjórn hefur verið að skipta um þjóð í landinu, reka suma í burtu en fá aðra inn, allt fyrir Mammon, George Soros, Bill Gates og þannig auðjöfra.
Smám saman er þróunin í öðrum löndum að koma hingað. Fólk er að fá nóg af siðleysinu.
Forystumenn koma og fara. Flokkar fæðast og deyja, jafnvel gamlir og grónir flokkar eins og Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn.
En þegar ég sá Bjarna roðna af reiði í kvikasilfursþætti gærdagsins undan orðum Svandísar, þá fór ég að íhuga hvort hann sé kannski ekki tilbúinn að láta öðrum eftir að stjórna flokknum alveg strax, og þá gæti orðið spennandi að fylgjast með hvað gerist.
Össur segir söguna munu endurtaka sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 30
- Sl. sólarhring: 130
- Sl. viku: 638
- Frá upphafi: 133109
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 488
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.