Tvær konur sem gætu orðið valdamestar á Íslandi næstu áratugina og mjög mikið áberandi í þjóðlífinu, Áslaug Arna og Kristrún Frostadóttir

Konur í stjórnmálum eru farnar að endast lengur. Þær eru farnar að haga sér eins og við karlarnir.

Ekki bara er stjórnin fallin, heldur telja margir að formannsskipti verði í Sjálfstæðisflokknum og kona taki við.

Mamma hefur stundum hrósað mér og það hefur mér þótt vænt um. Hún hefur sagt að ég sé góður mannþekkjari.

Þessar tvær rísandi stjörnur - önnur er að vísu ekki enn orðin formaður - þær eru Áslaug Arna og Kristrún Frostadóttir.

Ég er ekki einn um það að telja að Þórdís Kolbrún R. G. hafi tekið óvinsælar eða umdeildar ákvarðanir. Margir á DV eru sammála, sem skrifa athugasemdir.

Þar er nýlegur pistill þar sem því er haldið fram að Áslaug Arna hafi hannað þessa atburðarás, kosningar í nóvember. Ef það er rétt þá staðfestir það völd hennar og að hún geti verið hin nýja, rísandi stjarna flokksins.

Lýkur DV pistlinum svona, en hann var skrifaður áður en stjórnin féll:

"Orðið á götunni er að það kunni jafnvel að skýrast strax á þriðjudag hvort Áslaugu Örnu verði að þeirri ósk sinni að kosið verði til Alþingis í nóvember."

Henni varð að ósk sinni í dag, sunnudag. (Skrifað rétt fyrir miðnætti).

Þarna er sagt að hún líti á sig sem bjargvætt flokksins og að helzt sé það Guðlaugur Þór sem gæti ógnað henni með að verða formaður.

Höfundur DV pistilsins er þá á því að Þórdís K. R. G. hafi ekki hlotið nægar vinsældir hjá þjóðinni til að verða næsti formaður. Það má víst alveg vera sammála því.

Ég gagnrýndi það hvað Áslaug Arna getur verið fýluleg.

En burtséð frá því, þá finnst mér hún gætnari í orðum en Þórdís K. R. G. og ekki hafa tekið eins óvinsælar ákvarðanir.

Ég er því sammála höfundi DV pistilsins um það að hún er vænlegur næsti formaður.

Einnig er það rétt held ég að Guðlaug Þór er formannslegur eins og hún.

Þetta snýst ekki um mínar skoðanir, um að konur eigi að vera heimavinnandi, það er spennandi að spá í pólitíkina burtséð frá því.

Mér fyndist það eiginlega jákvætt og áhugavert ef Sjálfstæðisflokknum yrði stjórnað af konu næstu 10-20 árin.

Þá vaknar þessi stóra spurning: Er hún manneskja til að sameina íhaldsarminn og frjálslynda arminn? Sjálf hefur hún meira daðrað við frjálslynda arminn, en þó einnig talað út frá þessu klassíska.

Ég hef áhuga á að fylgjast með pólitík.

Mér finnst Áslaug Arna vera að fikra sig mjög hægt og rólega inná íhaldsama arminn í Sjálfstæðisflokknum, en það gerist bara svo hægt að maður tekur varla eftir því.

Fólk verður mjög oft íhaldssamara með aldrinum, og fólk þroskast með aldrinum.

Ég tek eftir því að Kristrún Frostadóttir er mikil skynsemivera. Það heyrir maður á tali hennar. Hún lætur ekki veiða sig með því að tala af sér. Hún segir eins lítið og hægt er.

Hún er ákveðin án þess að vera að drepast úr frekju, svona alveg passleg.

Maður veit samt ekki hvernig hún verður undir mikilli pressu. Sumir bugast þá.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn verður vígi femínisma af nýju tagi, sem er þjóðrækinn og þjóðernissinnaður femínismi, þótt sumir upphrópi slíkt rasisma, þá gæti hann orðið aftur 20-30% flokkur, sérstaklega er vöntun verður á slíku hjá öðrum flokkum.

Einnig yrði Sjálfstæðisflokkurinn að reisa upp lítil og meðalstór fyrirtæki, svipað og Trump hefur gert í Bandaríkjunum. Það kann Áslaug Arna, að einfalda regluverk og leyfa frelsinu að njóta sín. Maður hefur bæði séð það á tali hennar og verkum að hún er einlæg hvað það varðar, sem er gott.

Ég held að Áslaug Arna skilji það og skynji vel að öll okkar þjóð hefur verið í gíslingu wók-öfgafólks sem hefur talað eins og rétturinn sé allur þeim megin.

Hún hikar þó og dansar á línunni hvað varðar femínisma. Mun hann ná jafnvægi, eða verður hann æ meiri dólgafemínismi?

Það er aðdáunarvert hvernig Kristrún F. kom eins og ferskur vindur inní pólitíkina og er enn þannig.

Hún talar nefnilega eins og hún sjálf sé að tala, en ekki flokksmaskínan. Hún hefur persónulegar áherzlur og blæbrigði. Fólk telur því að hún muni láta verkin tala, ekki bara hugsa um að límast við stóla og að græða.


mbl.is Ríkisstjórnin sprungin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 68
  • Sl. sólarhring: 131
  • Sl. viku: 676
  • Frá upphafi: 133147

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband