Þessi stjórn Katrínar og Bjarna byggðist á ómöguleikanum, gullgerðarlistinni, að reyna að gera hið ómögulega, búa til gull, sameina of ólíka flokka

Orðið gullgerðarlist þekkja margir en fæstir skilja það. Fólk veit jú að það er oftast notað í sambandi við miðaldir og Endurreisnina, þessar myrku og kristilegu aldir Vesturlanda þar sem þekking vék fyrir hjátrú og trúarofsóknum, er sagt.

Íslenzka orðið er gjörsamlega villandi, því alkemía náði yfir fleira en að reyna að framleiða gull. Orðsifjafræðin kennir að alkemía merki "samruninn", komið úr grísku og arabísku, al er ákveðinn greinir og khemeía umbreyting, umsköpun.

Á ensku og mörgum öðrum tungumálum eru til rit sem fræða um alkemíuna, en íslenzka orðið leiðir okkur á villigötur þannig að fordómar ráða misskilningi flestra Íslendinga á alkemíunni. Hvort það sé ástæðan fyrir því að ríkisstjórn Katrínar og Bjarna var hrein tilraun til alkemíu, eða samruna, það er spurning.

Ekki er ég að segja að alkemían sé annað en villufræði, hjáfræði og falsvísindi, en jafnvel þótt svo sé verður að skilja fyrirbærið ef maður ætlar að fræðast um það.

Lítil ástæða væri fyrir mig að skrifa þennan pistil nema til að fræða um ástæður og eðli ríkisstjórnar Katrínar og Bjarna núna síðastliðin 7 ár.

Sú umfjöllun varpar ennfremur ljósi á þróun vestræns samfélags og annarra samfélaga, og þess sem kallað er fjölmenning, alþjóðavæðing, þessi vegferð frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar þjóðernishyggjan féll í ónáð almennt.

Það eru hugmyndirnar sem stjórna fólkinu. Ríkisstjórn Katrínar og Bjarna er nokkurskonar endaskeið alkemíunnar, sem birtist í mörgum myndum.

Mér skildist þetta eftir lestur bókarinnar "Jung on Alchemy", eftir Nathan Schwartz-Salant frá 1995, en til eru miklu fleiri bækur um þetta og annað ítarefni.

Það sem raunar fyrst gaf mér skilning og vakti áhuga minn voru myndirnar sem Jung notaði úr ritinu Rosarium philosophorum, sem myndi útleggjast "Rósagarður heimspekinganna", eða "Bænaþula heimspekinganna", því "rosary" hefur margar merkingar. Talnaband er kannski upphaflegasta merkingin, bænir eru taldar eins og rósablöð, eða tölur á bandi. Bók sú var gefin út í Frankfurt 1550, en ekki er getið höfunda.

Launhelgar Hermeticusa, og tvíkynjunarfræði, gullgerðarlist og eilífðarsteinninn, allt eru þetta viðfangsefni bókarinnar og gullgerðarlistarinnar og hieros gamos, hið heilaga og fullkomna hjónaband, sem er hugtak sem nær aftur til miklu eldri tíma heiðindómsins.

Launhelgar Hermeticusa, þar er átt við nýplatónisma, frá fyrstu öldum eftir Krists burð einatt, Hermes Trismegistus er grískt heiti á egypzka vizkuguðinum Thoth, og nafnið á dulspekinni dregið af því heiti.

Einungis með því að sökkva sér niður í þetta skilur maður þetta.

Bob Dylan lét svo um mælt 1993 í hljómdiskakápu á "World Gone Wrong", að nútíminn væri hinar nýju miðaldir. Það má taka undir það, "Nýjar dimmar aldir", það voru hans orð.

Samruni konungs og drottningar er það sem gullgerðarlistin fjallar um í þessari bók frá 1550, og Jung reit um ýmislegt merkilegt.

Ekki er um venjulegar samfarir að ræða, heldur hvíla þau í brunni sem er fullur af kvikasilfri, og kvikasilfrið drepur þau bæði.

Drottningin er Katrín Jakobsdóttir og kóngurinn er Bjarni Benediktsson. Gullgerðarlist virðist hafa verið takmark þeirra, en að svipuðum samruna og gjöreyðingu hefur öll menning okkar stefnt, með því að þurrka út upprunalega menningu kynþáttanna og svo útlit þeirra líka, með samrunanum. Evrópusambandið er tilraun til slíks og Bandaríkin öll, en báðar tilraunirnar hafa misheppnazt, en ennþá er reynt eins og rjúpan við staurinn. Feigðarför er því heiti á okkar menningu.

Eftir dauða drottningar og kóngs í kvikasilfrinu í brunninum, þá verður til skrímsli, sem kallað er eitthvað djásn í bókinni frá 1550. Það er tvíhöfða, tvíkynja og stendur á tungli. Það heldur á bikurum fylltum af snákum.

Hin nýja gullgerðarlist er alþjóðavæðingin, fjölmenningin, jafnaðarstefnan, femínisminn. Hin gamla gullgerðarlist var að reyna að búa til málminn gull úr öðrum málmum. Hvort tveggja gjörsamlega ómögulegt í raun.

Gullgerðarlistin til forna og í nútímanum er eitt af þeim atriðum sem kom mér á þá skoðun að okkur sé stjórnað utanfrá, að við séum eins og peð á skákborði, með frjálsan vilja sem við notum ekki af hugleysi eða heimsku eða öðrum ástæðum, eins og ofþroskaðri félagsfærni og hlýðnispekt, áhrifagirni að auki.

Lesendur athugi að ég er ekki hrifinn af gullgerðarlist, og hún er eyðileggjandi afl sem byggist á misskilningi og rugli, en hún virðist enn vera driffjöður fólks.

Bezt er að lesa bókina "Jung on Alchemy" eða upphaflegu bókina frá 1550, sem hægt er að hala niður ókeypis á netinu, stutt rit í enskri þýðingu, en bókin var skrifuð á latínu, með merkilegum og lýsandi myndum.

Kannski er þetta ein af ástæðunum fyrir hruni kristninnar á sínum tíma eins og hruni kommúnismans.

Við getum deilt um hvenær kristnin hrundi til grunna, en allir hljóta að vera sammála um það að kristnin er ekkert nema rústir einar í nútímanum, þar sem allskyns veraldlegir þrýstihópar veifa kirkjunni og hennar þjónum í kringum sig eins og skopparakringlu barns.

Vissulega er það rétt hjá Sigmundi Davíð að þessi stjórn var stofnuð til að vera varðhundur kyrrstöðu og valdagræðgi. Samt var hún líka stofnuð til að búa til gull, fullkominn samruna ólíkra afla, sem mistókst eins og venjulega í allri gullgerðarlist, sama í hvaða formi hún er.

Óþolið er orðið slíkt á milli fólks í þessari stjórn, að hægt er að gizka á að það muni skaða samskiptin þeirra í milli í framtíðinni, sem átti aldrei að gerast.

Flissið í Katrínu fyrrverandi forsætisráðherra hélt saman stjórninni. Ábyrgðarleysið sem fylgdi léttlyndi hennar og flissi það smitaðist yfir á fólk og okkur leið öllum betur. Sælir eru fátækir í anda.

Ný stjórn gæti litið svona út:

Sigmundur Davíð fjármálaráðherra.

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra.

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra.

Þessi uppstilling er sennileg miðað við það sem við vitum, ef stjórnin springur á allra næstu dögum eins og talið er sennilegt.

Ég tel sennilegt að áherzlubreyting verði. Kristrún mun leggja áherzlu á mannleg mál, að bæta kjör öryrkja og ellilífeyrisþega, skattleggja þá ríkustu. Dauðafemínismi Vinstri grænna er ekki lengur spennandi.

Bjarni fær kannski að einbeita sér að því sem hann er beztur í, að sjá um fjármálin, ef hann verður fjármálaráðherra í stað Sigmundar Davíðs.


mbl.is „Ákaflega brýnt að það skapist vinnufriður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 111
  • Sl. sólarhring: 145
  • Sl. viku: 719
  • Frá upphafi: 133190

Annað

  • Innlit í dag: 68
  • Innlit sl. viku: 536
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 62

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband