11.10.2024 | 01:17
Gervigreind
Í pappírsútgáfu Morgunblaðsins er fjallað um gervigreind þann 10. október, í gær. Sú grein heitir:"Ótti við gervigreindarbólu sem gæti sprungið." Höfundur er Guðmundur Sv. Hermannsson.
Ein setning stendur uppúr, að minnsta kosti um að talið er að tölvur verði ekki eins gáfaðar og mannfólk fyrr en í fyrsta lagið 2030, eftir ekki nema svo sem 6 stykki af árum, takk fyrir!
Í greininni sem vitnað er í er fjallað um hugsanlega oftrú tæknirisa á gervigreindinni og hversu mikið hefur verið fjárfest í henni, og að kannski sé þetta bóla sem muni springa.
Geoffrey Hinton, verðlaunaður frumkvöðull á þessu sviði telur það ekki ómögulegt að gervigreindin muni útrýma mannkyninu, aðspurður um það, eins og spennumyndir hafa fjallað um lengi.
Nú þarf fólk að staldra við.
Er ekki nóg af atriðum sem ógna þessu blessaða/bölvaða mannkyni okkar?
Segjum sem svo að tölvur nái mannlegri greind árið 2030. Mun þróun gervigreindar stöðvast þar? Nei, ábyggilega ekki.
Gervigreind mun þá taka fram úr mönnum eftir 2030 samkvæmt þessu.
Ef þetta gengur eftir er búið að auka flækjustigið í heiminum til muna.
Vélmenni sem eru gáfaðri en menn ráða ekki yfir okkur strax, en hvað með síðar?
Leti fólks er alveg fáránleg.
Hún er auk þess ein af dauðasyndunum 7 í kristninni.
Það er full ástæða til að berjast gegn gervigreind og þróun hennar, eins og sumir frumkvöðlar hennar eru farnir að gera. Það sama gerðu margir af þeim sem bjuggu til kjarnorkuna, börðust gegn henni eða vöruðu við henni það sem eftir var ævinnar hjá þeim.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 148
- Sl. sólarhring: 157
- Sl. viku: 756
- Frá upphafi: 133227
Annað
- Innlit í dag: 90
- Innlit sl. viku: 558
- Gestir í dag: 81
- IP-tölur í dag: 80
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottar hugleiðingar og vakna í rauninni spurningar; "ER ÁRTALIÐ 2030 TILVILJUN"???????
Jóhann Elíasson, 11.10.2024 kl. 07:24
Allt í sambandi við gervigreind er farið að minna óþarflega mikið á internet bóluna.
Þeir sem halda því fram að gervigreind verði vitrari en maðurinn átta sig ekki á hverju vit er meira en að vita. Þótt hægt sé að lesa trilljón skrilljón línur og sett eitthvað fram þá er það ekki endilega vit.
Rúnar Már Bragason, 11.10.2024 kl. 18:31
Þakka ykkur innlitið og athugasemdirnar félagar.
Já Gunnar vinur okkar Rögvaldsson er þessarar skoðunar, og hefur oft rétt fyrir sér, að þetta sé uppblásið. Það sem ég skil ekki er að ef þetta er hættulegt eins og kemur fram í vísindaskáldsögum, geti farið að vilja eigin réttindi og berjast gegn fólki, af hverju er þá verið að þessu? Er það bara græðgi, von um hagnað?
Þá segi ég bara þetta, að kapítalismi er jafn skaðlegur og kommúnismi eða jafnaðarstefna.
Alltaf gott að ræða um svona umdeild mál. Beztu kveðjur.
Ingólfur Sigurðsson, 11.10.2024 kl. 19:32
Er greind það sama og gáfa eða vit? það útskrifast fullt að greindum óvitum út úr skólum, -þeir eru stundum kallaðir ofvitar til að skýra út hversu ógáfulegir þeir eru.
Magnús Sigurðsson, 11.10.2024 kl. 19:45
Takk fyrir að líta hér inn Magnús og með djúpa spurningu að auki.
Nei, greind er ekki það sama og gáfa eða vit. Greindir eru flokkaðar niður í tugi hópa, verkgreind, rýmisgreind, tilfinningagreind, og svo framvegis. Vit er yfirleitt notað um þetta allt og meira til, eitthvað dulrænt og andlegt og mannlegt sem seint eða aldrei verður mælt. Gáfa er einnig óljóst hugtak sem Elítuvísindin hafa ekki rænt ennþá.
Já um ofvitana heyrði ég þegar amma ræddi við fólk sem kom í heimsókn. Það voru nokkrir ungir piltar ofvitar á Snæfellsnesi þaðan sem hún var ættuð. Hún hélt góðu sambandi við ættingja sína sem komu oft í heimsókn.
Hún og vinkonurnar ræddu um það að þeir hefðu lesið yfir sig, ofreynt sig á námi, farið yfir um á taugum og hætt öllu, bæði námi og vinnu og lagzt í kör. Í dag eru slíkir menn með allskonar greiningar á geðrófinu, og þær eru flóknar og margar.
Jú orðið ofviti hefur líka þá merkingu sem þú nefnir. Fólk sem er gott á bókina en plummar sig síður í daglega lífinu. Slíkt fólk nýtur þó verndar ef það er í starfi og á góðan og stóran vinahóp, á Fésbók og almennt. Það fær ekki á sig eins margar kjaftasögur og þeir sem standa einir eða þær sem standa einar.
Þetta er býsna skakkt allt saman. Vald og mannvirðing, þaðan er þessu deilt út, hverjir fá hæst laun og virðingu og slíkt.
En eins og þú segir, þjóðfélagið er troðfullt af óvitum. Verstir eru þeir sem ráða landinu, því andaktin gegn þeim er slík, að þar eru Nýju fötin keisarans algjörlega endursögð í lifanda lífi.
Eða eins og Megas söng um á plötunni "Fláa veröld" frá 1997: "Tíu fötin keisarans", þar margfaldaði hann heimskuna og lýsti veruleikanum og nútímanum eins og hann er. Því miður móðgaði hann fólk, og hætti að vera í náðinni eftir það og eftir fleiri góðar plötur nýlegar.
Verst er meðvirka fólkið, sem beygir sig og bugtar fyrir heimskunni, landráðunum, græðginni, löstunum, dauðasyndunum...
En þetta með vélmenni og gervigreind, þetta er hálfgerð véfrétt og mýta í neikvæðri merkingu, eitthvað sem enginn veit um með vissu.
Okkur er sagt þetta að gervigreindin sé að ná okkur, en hver veit?
Mér finnst þetta bara eins og svo margt annað. Ef þetta er rétt, þá á að stoppa þetta. Gróðinn er víst búinn að skemma nógu mikið og græðgin.
En þetta veit enginn með vissu. Menn gizka.
Takk fyrir innlitið og frábæra spurningu. Þú gætir vel spunnið út frá þessu líka...
Ingólfur Sigurðsson, 11.10.2024 kl. 20:30
Takk fyrir mjög gott svar Ingólfur, -ég ætla að hafa vit til að trúa því að gervigreindin nái aldrei þínum gáfum.
Magnús Sigurðsson, 11.10.2024 kl. 21:46
Tja, takk fyrir hrósið, en ég vil ekki fara útí það nánar hvílíkt víðfeðmi hún verður. Nei, mér gekk ekki vel í skóla því ég nennti ekki og lét allt annað glepja mig en námsefnið. En hitt kemur bara óvart, að maður drekkur í sig gagnslausan fróðleik - og nytsamlegan líka víst.
Beztu kveðjur.
Ingólfur Sigurðsson, 11.10.2024 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.