Ikea-geitin, Taranos og kvista-líkneskið

Stína á Stöð 2 sagði frá Ikea-geitinni í gær og fór með vísu eftir sig sem var bara býsna góð, þótt ofstuðluð væri á köflum, en skemmtileg var hún og gerð af nokkrum hagleik hjá stúlkunni þrátt fyrir allt.

En allt er þetta hið merkilegasta mál og snertir við mér sem heiðnum manni ekki síður en kristnum.

Eitt sinn kynnti ég mér drúízku býsna vel og mér finnst gaman að fjalla um hana, sem eina merkilegustu heiðnu trú sem ég veit um.

Eins og menn vita er það hefð að kveikja í Ikea-geitinni árlega sumsstaðar, og því ekki um skemmdarverk tóm að ræða.

Ég er mjög hrifinn af heiðnum siðvenjum og öllum trúarlegum siðvenjum raunar, þetta nær eins langt aftur og hægt er að ná í menningunni.

Þetta má rekja aftur til Taranosardýrkunarinnar evrópsku, sem er ævaforn. Fyrir þau sem ekki vita þá var og er Taranos heiðinn guð evrópskur, sem var tignaður fyrir Krists burð. Án þess að okkar norræni Þór sé sami guðinn þá eiga þeir margt sameiginlegt, og meðal annars nafnið, sem er eiginlega það sama, ef undan eru skildar málsögulegar breytingar á orðum á 3000 árum eða svo. Taranos merkir þrumuguðinn, eða sá sem gefur frá sér rosalega ískrandi hljóð og hvellt. Er þar vísað í geimskipin sem guðirnir komu í án efa.

Tar-stofninn merkir þruma eða drynjandi hljóð, eða hvellt og skært hljóð.

Terhr getur einnig verið í stofni þessa guðaheitis, en það orð þýðir að fara gegnum, fara yfir. Taranos er því guðinn sem með eldingunni fer yfir himininn. Þetta var líka sú mynd sem norrænir menn höfðu oft af guðinum Þór.

Það hafði ég lært í bókum heiðnum að fólki hafi verið fórnað fyrir þrumuguðinn Taranos með því að brenna það, eða dýr eða plöntur.

Kemur þar fyrir á ensku hugtakið "wicker-man", sem myndi útleggjast "tága-maður", eða "kvista-líkneski".

Fyrir kristið fólk á okkar tímum er þetta mikil grimmd, að fórna fólki á þennan hátt og yfirleitt að slíkt skuli hafa viðgengizt áður fyrr.

Þó má maður ekki dæma þetta fólk eða þess siði eftir okkar mælikvarða, því það gengur bara alls ekki upp.

Í "kvista-líkneskjunum" var algengt að glæpamönnum væri fórnað, samkvæmt heimildum, en stundum saklausu fólki.

Líkneskið var gert úr tágum og kvistum, jafnvel trjágreinum sterklegum, þar sem það þurfti. Inní líkneskið var fólk sett tugum saman. Heimildum ber ekki saman hvort fórnarlömbin voru brennd lifandi eða hvort þau voru aflífuð fyrst.

En til að skilja þetta sem er okkur svona fjarlægt þurfum við að skilja trúarbrögð Kelta og Gaulverja.

Taranos var einn þriggja meginguða þeirra. Hann samsvaraði Zeus hinum gríska og Júpíter hinum rómverska, en Brahma hinum indverska og hindúíska.

Brahma skapar en Shiva eyðir.

Esus eyðir heiminum en Taranos skapar hann.

Alla vega, mikil helgi hvíldi á Taranosi meðal Kelta.

Talið er að upphaflega hafi það verið talinn heiður að deyja fyrir guði og gyðjur. Þá var jafnvel stjórnmálafólki fórnað eða stríðsmönnum, dýrmætu fólki í samfélaginu, til að tryggja góða úrkomu, uppskeru og frjósemi fólks og dýra.

Síðan varð hnignun á hundruðum og þúsundum ára. Fólk fór að láta sér nægja að fórna glæpamönnum.

Kristilegur trúarhiti og heiðinn trúarhiti eru ekki óskyld atriði, heldur náskyld.

Júpíter merkir Dags-faðir. Djous varð að Jove og Jove að Jupi og ter bættist við sem merkir faðir, stytting úr pater.

Ikea-geitin og siðvenjan að brenna hana er án efa komin úr þessum heiðnu trúarbrögðum og ævafornu.

Það er erfitt að láta fólk skilja hvað hér bjó og býr að baki.

Fyrir það fyrsta var offjölgun meðal Kelta til forna. Engar getnaðarvarnir voru notaðar og kynhvöt allra var í hámarki, ekkert plast til að valda skaða eða önnur mengandi efni. Því voru konur óléttar stöðugt allt sitt líf. Margir dóu í hernaði, sumir úr smitsjúkdómum, eða á annan hátt.

En hugmyndir manna um Valhöll áttu sér eldri rætur.

Ásatrúin kennir að vopndauðir menn fari til Valhallar til fundar við Óðin og guðina almennt, en sóttdauðir og ellidauðir fari til Heljar og eigi þar ekki eins ánægjulega vist.

Gaulverjar og Keltar trúðu því að sál manna færi eftir dauðann yfir á annan hnött. Þetta er ekki vel þekkt, en til eru bækur og heimildir sem herma frá þessu eða einhverju mjög svipuðu sem ég hef lesið. Þessi kenning er talin koma frá Pýþagorasi, sem kenndi það sama, og það kenndi dr. Helgi Pjeturss einnig, og fjallaði um Pýþagoras og að hann hafi fyrstur kennt þetta, nema hjá honum er þetta óljósara en hjá Keltum, drúíðum, og dr. Helga Pjeturss. Giordano Bruno kom með svipaðar kenningar, og hann var brenndur á báli af kirkjunni fyrir villutrú árið 1600, eins og frægt er orðið.

Engir af þessum fyrirrennurum dr. Helga Pjeturss lögðu eins mikla áherzlu á þetta og hann sjálfur, Íslendingurinn í þessum hópi og mesti vísindamaðurinn, sennilega, sem á skilið miklu meiri frægð.

Þegar ég komst að því að Keltar voru nýalskir að nokkru leyti komst ég á þá skoðun að þeirra trúarbrögð hefðu verið merkilegri en þau rómversku og grísku, eða kristni og islam.

Til að skilja Kelta til forna þurfum við að athuga fáein atriði.

Keltar trúðu ekki á einn guð heldur marga guði.

Fyrir þeim voru trúarbrögðin vísindi, þekking. Önnur þekking var ekki til í þeirra samfélagi. Drúíðarnir, goðar og prestar hjá þeim, kenndu þeim og höfðu heimsmynd sem þeir kenndu um.

Enn fremur og kannski það sem skiptir mestu máli, Keltar ÞEKKTU EKKI SYNDINA EÐA SYNDARHUGTAKIÐ!

Fyrir þeim var það ekki rangt að brjóta boðorðin 10, þeir þekktu þau ekki. Kannski þekktu þeir eitthvað í sínum trúarbrögðum sem var líkt einhverjum af þessum boðorðum, en refsingar fyrir ódæði, það var eitthvað sem ekki var ljóst fyrir þá.

Keltar voru hundheiðnir aldirnar fyrir Krists burð, það er víst alveg óhætt að segja það.

Að sameinast guðinum Taranosi var því upphaflega mikill heiður og trúarleg athöfn fyrir Kelta. Það var jafnvel enn meiri heiður en að vera drepinn fyrir aðra guði eða gyðjur, því Taranos var samsvarandi Brahma, hann var sköpunarguðinn.

Þetta er þó flóknara en svo, því Keltar áttu fleiri sköpunarguði. Saga þeirra tekur yfir mjög langt tímaskeið, og mismunandi guðir og gyðjur voru tignuð á mismunandi stöðum og tímum.

Ekki er því ljóst hvenær Taranos kom fyrst fram og hvenær trúin á hann náði hámarki. Það er jafnvel mögulegt að hann hafi orðið meira áberandi vegna sambúðarinnar við Grikki og Rómverja, sem tignuðu Júpíter og Zeus.

En það má alveg fullyrða að þessar fórnir voru allt annað en einhver léttúð af hálfu þeirra sem aðhylltust þessi trúarbrögð.

Þetta sem hér kemur fram er ekki hægt að kalla óstaðfestan skáldskap þótt fólki finnist þetta kannski ótrúlegt. Ef menn skoða netið má sjá nægar heimildir fyrir þessu, þótt sumt af þessu sem ég skrifa um sé ekki nákvæmlega eins skrifað um þar, enda hef ég mitt heimildafólk á öðrum hnöttum.

Enn fremur er hægt að tengja þetta við jólin. Talið er að til forna hafi sá siður víða verið algengur að brenna greinar eða tré, og það hafi verið tengt við heiðið jólahald, allavega sumsstaðar og á einhverjum tímaskeiðum.

Menn höfðu ekki rafmagnsljós áður fyrr. Ekki var búið að finna upp rafmagnið, glóðarperur eða LED-ljós.

Geimverurnar sem komu á geimskipunum sem voru lýsandi. Þegar guðir og gyðjur voru farin heim til sín voru aðeins minningarnar eftir, sögurnar og einhverjir hlutir sem guðir og gyðjur skildu eftir.

Þar af leiðandi, þeir guðir sem voru tengdir við þrumur, eldingar, sólina eða eld af einhverju tagi, þeir voru taldir mikilvægir guðir, eða mikilvægar gyðjur.

Þetta er sagan um Ikea-geitina, eða fyrirmyndir hennar. Meira væri hægt að segja um þetta, en þetta nægir.

Hefðir eru sterkar. Kannski er það kynslóðaminnið. Ævaforn hegðun kemur aftur, og ævafornar hugmyndir sem lifðu með fornum kynslóðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Svei mér þá þessi góða grein hafði þó nokkuð mikil áhrif á mig, þakka þér kærlega fyrir Ingólfur....

Jóhann Elíasson, 11.10.2024 kl. 01:11

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér hrósið Jóhann, sérstaklega finnst mér vænt um að heyra það þegar ég er að fjalla um eitthvað sem mér finnst spennandi sjálfum, vísindi eða fræði af þessu tagi.

Já og þakka þér fyrir alla góðu pistlana um stjórnmál. Ég er yfirleitt sammála, en mér finnst leitt hvað fólk er orðið áhugalaust nú til dags um hin mikilvægustu mál.

Kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 11.10.2024 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 161
  • Sl. sólarhring: 163
  • Sl. viku: 769
  • Frá upphafi: 133240

Annað

  • Innlit í dag: 100
  • Innlit sl. viku: 568
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 88

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband