Kyrrstaða á RÚV og í ríkisstjórninni, valdagræðgi, stöðnun

Stór hluti þjóðarinnar er sammála því að breyta þurfi RÚV, og margir vilja annan útvarpsstjóra en Stefán. Það er nú eitt.

Hitt er annað mál að ég tel að miklu róttækari breytingar þurfi á rekstri RÚV en að fá annan en Stefán til að gegna þar stöðu útvarpsstjóra.

Rakel Þorgbergsdóttir og fleiri hafa flúið RÚV undanfarin ár og sumir gera því skóna að Byrlunarmálið sé ástæðan. Það kann vel að vera.

En Stefán Eiríksson mun hafa verið lögreglustjóri áður. Vinstrimenn ganga með þá samsæriskenningu í maganum eða kollinum að Sjálfstæðisflokkurinn stjórni dómskerfinu, lögreglunni, dómurum, og svo framvegis. Það gæti hafa verið rétt fyrir nokkrum áratugum, en það stenzt tæplega í nútímanum.

Ef Stefán er hægrimaður, þá er hann í hópi Gísla Marteins og fleiri, sem eru vinstrimenn í hægriklæðum.

Skyldi það ekki vera ástæðan fyrir 12% fylgi Sjálfstæðisflokksins, að þar fylgir ekkert innihald lengur, bara umbúðir?

Femínistar og vinstrimenn hafa nefnilega haft andlega valdið á Íslandi og á Vesturlöndum býsna lengi. Kirkjan er eins og tuska, og frjálshyggjumenn líka. Eva Hauksdóttir skrifaði vel um þetta fyrir nokkrum árum.

Satanismi Kvennakirkjunnar er hin nýja trú, og satanismi jafnaðarstefnunnar, sem boðar trúna á EGÓ, hver maður er sinn eigin guð, og hver kona.

Útvarp og sjónvarp allra landsmanna þarf að vera þannig að sjónarmið grasrótarinnar komi þar fram líka, ekki bara sjónarmið sem elta erlendar sjónvarpsstöðvar undir Sorosar stjórn.

Ég hef nokkra trú á Lilju Alfreðsdóttur. Hún er klárari en margir finnst mér. Sennilega þorir hún ekki að bylta RÚV frá A-Ö, eins og gera þarf.

Slíkir góðir hlutir gerast hægt. Fyrst þarf að koma fram hugmyndin og svo framkvæmdin. Oft þarf fleiri en eina ríkisstjórn til.

Stefán Eiríksson er svo æpandi merki um stöðnun innan RÚV að það er ömurlegt.

En það þarf miklu meira en að losna við einn svona útvarpsstjóra.

Það þarf reglur um óháða nefnd eða eitthvað slíkt sem kemur að rekstri og starfsmannahaldi á RÚV.

Slík nefnd þarf að vera þannig að alltaf sé skipt reglulega um fólk á RÚV, þannig að raddir úr öllum kimum samfélagsins heyrist.

Það er andstaðan við ríkjandi kerfi, Stefán Eiríksson og fleiri.

 


mbl.is Stefáni útvarpsstjóra snýst hugur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 165
  • Sl. viku: 701
  • Frá upphafi: 133247

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 504
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband