Vonlaus ráðherra, Þórdís Kolbrún - kvenvæðing Sjálfstæðisflokksins er að eyðileggja flokkinn

Er ekki Þórdís Kolbrún jafn vonlaus ráðherra og Katrín var eða Svandís í VG? Það heyrast nú þær raddir að hún sé versti utanríkisráðherra Íslands í allri okkar sögu. Þarf ekki Sjálfstæðisflokkurinn að losa sig við slíkar fraukur?

Það ömurlegasta við Sjálfstæðisflokkinn er að þar ræður meiru af hversu ríkri ætt maður er en ekki hvaða mann eða kvenkosti maður hefur.

Sú stefna hefur gengið sér til húðar, nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er kominn niður í 12% fylgi. Eitt sinn fylgdi þeirri stefnu krafa um að hafa hægriskoðanir, en Þórdís Kolbrún lætur meira bera á femínískum skoðunum, sem lita alla hennar utanríkismálapólitík, þótt ég greini einnig hjá henni hefðbundnar hægriskoðanir.

En þessar femínísku skoðanir hennar eru komnar frá vinstrinu, og þar eiga þær heima en ekki í hægrinu.

Ég held að Þórdís Kolbrún sé með óvinsælustu ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Stór hluti þjóðarinnar telur hana hafa gert óleik með að sýna Rússum óvirðingu, þrátt fyrir að þeir séu umdeildir.

Enginn gengur erinda nema sinna eigin, en ef Þórdís rekur erindi vinstrimanna, þá þurfum við ekki vinstriflokka, þá er hann í Sjálfstæðisflokknum, þessi vinstriflokkur sem allir vilja.

Ég hef ekki sett mig inní þessa Bókun 35. En manni er sagt að það sé sjálfstæðismál að hún sé ekki samþykkt. Veit að afi minn Jón hefði verið á móti þessu. Jú, ég hef lesið svo mikið um þetta að hér er enn verið að auka við ESB regluverk og EES regluverk.

Sumir segja að hér sé verið að fullgilda EES samninginn.

Það er orðið löngu tímabært að segja upp EES samningnum og Schengen-samningnum. Við eigum að styrkja ríki eins Bretland sem vilja vera fyrir utan, og gera sjálfstæða samninga.

Það er nefnilega búið að koma í ljós að þar sem eru samsteypur og alþjóðasamvinna, þar er spilling og viðbjóður.

Samfélag frjálsra þjóða, lítilla og stærri, að er gegnsærra, og ætti að vera framtíðin. Líka sjálfstæðir gjaldmiðlar og slíkt, eins og var.


mbl.is Fleiri á móti bókun 35 en með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 109
  • Sl. sólarhring: 120
  • Sl. viku: 568
  • Frá upphafi: 121707

Annað

  • Innlit í dag: 96
  • Innlit sl. viku: 466
  • Gestir í dag: 92
  • IP-tölur í dag: 91

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband