Ef Vinstri grænir taka upp stuðning við Rússa, andóf gegn NATÓ og almenna friðarstefnu, þá munu þeir fá tilgang í íslenzkri pólitík á ný. Þennan boðskap þurfum við á þessum stríðstímum!

Það er undarlegur áhuginn í fjölmiðlum á VG og þeirra landsfundi. Kannski skiljanleg óskhyggja hjá hægrisinnuðum blaðamönnum á Morgunblaðinu, að með því að veita þessum örflokki athygli stækki hann og stjórnin springi ekki. Er það sama óskhyggja á RÚV og víðar, óttinn við breytingar?

Hvers vegna reyna hvorki Vinstri grænir né blaðamenn að spyrja sig hversvegna fylgi þeirra er hrunið eins og Sjálfstæðisflokksins?

Fylgi Sjálfstæðisflokksins er komið niður í 12% samkvæmt nýrri könnun. Þær eru raunar margar og menn efast um trúverðugleika þeirra, en eitthvað er að marka slíkt samt.

Sumir myndu kalla örvæntinguna í VG núna dauðateygjur, eða óttann við að þurrkast út. Já, þau tala eins og þau vilji leita aftur í gömlu gildin, en er það bara í orði en ekki á borði? Maður heyrði ekki gamla slagorðið, "Ísland úr Nató og herinn á brott."

Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrverandi þingmaður VG var skólabróðir minn úr MK, og auk þess fannst mér VG sá flokkur sem helzt væri verðugur að kjósa hann þarna á tímabili, 2003 um það bil. Það var áður en Frjálslyndi flokkurinn fékk meiri athygli frá mér, rétt fyrir hrunið 2008.

Um 2003 upplifði ég kommúnískt skeið í lífi mínu á ný, eftir að hafa losnað við það með aðstoð Sverris Stormsker 1987 og dr. Helga og annarra.

Þá samdi ég lagið "Konur þurfa miklu hærri laun", og "Jafnréttið er framtíðin", og fleiri slík.

Þá kynntist ég Þorvaldi Þorvaldssyni, Birgittu Jónsdóttur, Stefáni Pálssyni og fleirum, er ég spilaði "Blowing In The Wind" fyrir framan Stjórnarráðið í mótmælaskyni árið 2003, vegna Íraksstríðsins. Já, ég er enginn dæmigerður stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins, ég gef mér frelsi til að kjósa það sem ég vil hverju sinni, og að vera sammála eða ósammála stefnumálum flokkanna þvert á allar hefðir og venjulega flokkspólitík eða flokksaga.

Við Stefán Pálsson höfum báðir áhuga á myndasögum, og Þorvaldur kom mér fyrir sjónir sem einstaklega heiðarlegur og traustsverður kommúnisti, og það kann ég að meta í fari manna, þótt ég sé ekki 100% sammála þeim. Ég átti ágætt spjall við Birgittu í símtali því ég sagði henni að mamma hennar hefði hvatt mig áfram á Vísnavinakvöldi eitt sinn árið 1987, og kunnað vel að meta lögin mín sem ég spilaði þar, "Snjórinn", "Hér er..." og nokkur fleiri.

Já, Bergþóra Árnadóttir ræddi örlítið við mig og sagði mig efnilegan tónlistarmann, og notaði þessi fleygu orð, sem ég notaði í pistli mínum um Sverri Stormsker, hún sagði við mig að skilnaði eftir stutt spjall":Haltu áfram á sömu braut!"

Það hef ég vissulega gert og þakka henni hlý orð. Ég átti plötur með Bergþóru, og því var þessi hvatning hennar mér enn meira virði á þessum tíma, þegar ég var 17 ára.

En þannig er með mig, að sumt situr alltaf í mér og fer ekki úr mér frá kommúnistaárunum mínum, sem unglingur, eins og andúðin á NATÓ og óþörfum og heimskulegum stríðum, náttúruverndin og stundum femínismi, en þar hef ég mikið sveiflazt um dagana.

Mark Rotta, nýr framkvæmdastjóri NATÓ hefur engar áhyggjur af Trump. Sagt er að hann hafi verið valinn sem framkvæmdastjóri þarna því hann hati Rússa sérlega mikið.

En mikið má gleðjast yfir því að nýr framkvæmdastjóri Nató ber heiti sem minnir á hatað nagdýr og hættulegt, en minnir ekki á stolt, sem er andstæða alls þess sem Nató stendur fyrir, eða sjálfstæði þjóða.

Um Bandaríkin og Nató má segja þetta: Gríðarlegar vopnasendingar til Ísraels og Úkraínu hafa verið ástæðan fyrir fjölmörgum dauðsföllum og ekki er hægt að afneita því. Okkar þjóð er samsek, og stjórnvöldin okkar þó alveg sérstaklega.

Það sem verndar mannslífin í stríði er skjótur sigur, það sem veldur mestu mannfalli er oft að stríðin dragast á langinn.

Já, það vill svo til að fyrri plata Heimavarnarliðsins var mikið spiluð á mínu heimili á Álfhólsveginum, hjá mömmu og stjúppabba þar, þar er lagið "Ísland úr Nató og herinn á brott". Ég hélt mikið uppá þetta lag og alla þessa plötu, og einnig plötuna:"Áfram stelpur", eftir kvennafrídaginn 1975, og sú skífa hefur án efa vakið hjá mér löngun til að semja um það sama, með og á móti.

Nú vil ég koma að því sem ég mér finnst mikilvægt að tjá.

HVERS VEGNA ER EKKI VG MEÐ FRIÐARMÁLIN Í FORGRUNNI HJÁ SÉR Á ÞESSUM STRÍÐSTÍMUM, OG SLAGORÐIÐ:"ÍSLAND ÚR NATÓ OG HERINN Á BROTT?"

Er það vegna þess að þau eru enn í þessari stjórn með Sjálfstæðisflokknum?

Nú vil ég rifja upp fortíðina svolítið.

Muna ekki allir eftir Bjartri framtíð og hvernig hún þurrkaðist út af þingi 2017, og við tók þessi ólánsstjórn Katrínar og Bjarna sem snérist bara um eitt, að selja Andskotanum sál sína og þurrka út allan heiðarleika og staðfestu?

Björt framtíð fékk 1.2% í kosningunum í október 2017. Sennilega hafa allir landsmenn dregið rangan lærdóm af þeirri rassskellingu flokksins og stjórnarinnar þáverandi.

Sennilega hafa Katrín og Bjarni fengið þá ranghugmynd inní kollinn í kjölfarið að þau myndu fá vinsældir með því að vera sveigjanleg einsog Framsókn, út yfir gröf og dauða, og meira en Framsókn jafnvel.

Það ættu jú allir að muna það að Björt framtíð sprengdi ríkisstjórnina því Björt Ólafsdóttir formaður vildi taka "prinsippafstöðu", að Bjarni Benediktsson hefði staðið sig svo illa að upplýsa ríkisstjórnina ekki um bréfið sem faðir hans skrifaði og varðaði uppreisn æru dæmds einstaklings.

Það er mögulegt að þjóðin hafi talið þetta of lítið mál til að sprengja ríkisstjórnina út af, sem sé að það varðaði ekki efnahagslega hagsmuni þjóðarinnar.

Katrín og Bjarni hafa þá farið að halda að ef þau myndu halda dauðahaldi í stólana yrðu þau vinsæl. Það reyndist ekki rétt.

Lýðskrumarinn Jón Gnarr sagði í frægu viðtali nýlega:"Höfum tekið á móti of mörgum flóttamönnum".

Miðflokkurinn er orðinn miklu stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Lýðræðisflokkur Arnars Þórs fær vonandi einnig gott fylgi, en það er aldrei að vita. Ekki varð hann forseti, svo eitthvað lætur fylgið á sér standa ennþá, hvað sem síðar verður þegar hann verður búinn að tjá sig sem mest.

Samfylkingin er orðin stærsti flokkur landsins, eftir að þau tóku upp áherzlur Miðflokksins og fleira.

Af þessu má læra þessa einföldu lexíu um stjórnmál nútímans:

A) Fólk kallar eftir hægriöfgaflokkum, áherzlu á það þjóðlega, minna af fjölmenningu.

B) Fólk kallar eftir staðfestu, að standa með hugsjónum sínum jafnvel þegar þær eru óvinsælar, eins og Sigmundur Davíð hefur gert.

C) Fólk kallar eftir gamaldags kratisma og kannski kommúnisma, það er leikurinn sem Samfylkingin hefur leikið - en einnig hafa þau orðið eins og danskir kratar og fengið vinsældir út af því.

Sjálfstæðisflokkurinn hefði mjög gott af því að vera utan ríkisstjórnar í nokkur kjörtímabil og sleikja sárin og leita innávið.

Vinstri grænir munu sennilega óhjákvæmilega fá það hlutskipti.

Í kortunum eru ekki margar stjórnir.

A) Margir flokkar sem mynda hægristjórn, Flokkur fólksins, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Miðflokkurinn.

B) Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, kannski Miðflokkurinn.

C) Mjög margir flokkar sem mynda vinstristjórn. Það yrði hryllingur og mikið púsluspil. Ekki alveg augljós kostur miðað við dreifingu atkvæða þar á marga flokka.

Með því að kjósa strax myndu stjórnarliðar viðurkenna mistök sín undanfarin ár.

Er hægt að búast við að Sjálfstæðsflokkurinn og Vinstri græn hafi meira fylgi næsta vor eða haust? Er það ekki bara eins og hvert annað happdrætti?


mbl.is Guðmundur: Áframhaldandi samstarf þurfi að koma í ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 40
  • Sl. sólarhring: 126
  • Sl. viku: 699
  • Frá upphafi: 127242

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 529
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband