Fólk skvaldraði og masaði á tónleikum með Kris Kristofferson, það kom mér á óvart, og hélt að fólk gerði slíkt ekki þegar heimsfrægir menn væru annarsvegar.

Bob Dylan hefur sungið nokkur lög eftir þennan leikara og tónlistarmann. Sennilega kynntust þeir þegar þeir léku í myndinni "Pat Garrett and Billy the Kid" frá 1973.

En þegar RÚV sýndi myndband með honum þar sem hann hélt tónleika á Íslandi, þá kom mér á óvart að heyra mátti skvaldur og blaður í fólki á meðan hann söng. Sérstaklega mátti heyra gaggandi og háværar kvenmannsraddir eins og í hænsnum.

Þetta er nú aðalástæðan fyrir því að ég skrifa þennan pistil.

Ég hef verið viðkvæmur fyrir því í gegnum tíðina að oft hefur verið skvaldrað inni á þessum skemmtistöðum eða annarsstaðar þar sem ég hef troðið upp, eða spilað á tónleikum, og hefur það latt mig til að halda áfram, og að nenna þessu. Ég hef tekið því þannig að Íslendingar taki mér ekki nógu vel.

Reyndar hef ég einnig oft fengið frábærar viðtökur, en þá frekar vegna laga sem fólk þekkir og tekur undir í, og maður er misgóður á tónleikum, þannig er það bara, og salurinn misgóður, stuð misgott og stemmning. Maður ræður ekki við það.

Þegar túristar og enskumælandi hafa verið í meirihluta í salnum hefur það ekki verið til bóta og fólk skvaldrað meira, því ég syng flest lögin á íslenzku.

Ég hefði nú haldið að Íslendingar væru kurteisari við heimsfræga tónlistarmenn eins og Kris Kristofferson. Upptakan sem RÚV spilaði hún sýndi að svo er ekki. Kannski erum við Íslendingar bara svona ókurteisir, illa uppaldir og óagaðir, öfugt við Þjóðverja og Japani, svo nokkrar agaðar þjóðir séu nefndar.

Ríó Tríó gerði eitt lag frægt eftir Kris, "Eina nótt", 1976, við texta Jónasar Friðriks. Annars samdi Kris fjölda slagara sem urðu heimsþekktir. Blessuð sé minning hans, góður tónlistarmaður og leikari.


mbl.is Kris Kristofferson er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 40
  • Sl. sólarhring: 126
  • Sl. viku: 699
  • Frá upphafi: 127242

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 529
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband