30.9.2024 | 00:51
Vinstristefnan þarf að hverfa
Það sem viðheldur ríkjandi þjóðskipulagi er að hægrimenn og vinstrimenn eru alltaf að berjast. Óvinurinn er auðvaldið, og það auðvald birtist í Elítunni sem á 99% af öllum peningum mannkynsins! Það er tölfræði og ekki samsæriskenning! 99% af fólki á jörðinni á minna en 1% af öllum peningunum sem eru til. Það vill svo til að sumir últrahægrimenn eins og Orban og Trump benda á þetta og berjast fyrir réttlæti meira en vinstrimennirnir. Það er sama með kommúnismann og kratismann, að eftir að þeir eru komnir til valda er ekki verið að dreifa völdum og peningum heldur að hygla að sér og sínum. Ef hægrimenn og vinstrimenn sameinast um góðan leiðtoga eins og Sigmund Davíð þá gengur þetta betur. Kjör öryrkja og ellilífeyrisþega hafa aldrei verið bætt eftir að Jóhönnustjórnin komst í völd eftir kreppuna 2009. Af hverju gerðu Vinstri grænir ekkert til að laga þetta sem þeir hafa alltaf talað um, að hjálpa þeim verst stöddu? Hvernig er hægt að treysta vinstrimönnum þegar Vinstri grænir stóðu sig svona hörmulega?
Þetta er athugasemd sem ég skrifaði annarsstaðar - en á erindi til allra.
Ég hef velt því fyrir mér hversvegna fólk tekur ekki rökum.
Maður útskýrir hvers vegna vinstristefnan er orðin úrelt en vinstrimenn þrjózkast við og vilja ekki viðurkenna það. Upphaflega voru verkalýðsfélögin stofnuð þegar mannréttindabrot voru svo tíð að þau voru normið. Nú eru þau spillingabæli að hluta til eins og flest. Sameignarhugmynd kommúnista er falleg á blaði en hefur aldrei virkað í reynd, og ekki heldur jafnaðarstefnan, þar sem blandað er saman mannréttindum, sameigin og kapítalisma. Svíþjóð er bezta dæmið og sönnunin þess efnis að "norræna módelið" eins og Jón Baldvin Hannibalsson kallar jafnaðarstefnu virkar ekki, og heldur ekki kommúnisminn. Þegar kommúnisminn hrundi með braki og brestum 1989-1991 þá ákváðu vinstrimenn að taka upp á sína arma femínismann, því þeir höfðu misst tilganginn í lífinu.
Femínisminn er enn eitt sem hefur snúizt uppí andhverfu sína. Í stað þess að konur vilji jafnrétti, kvenréttindi og góðmennsku, þá vilja þær sem æðstar eru stunda yfirgang og ofsóknir í garð drengja og karlmanna, og leggja fortíðina í rúst, stunda bókabrennur í formi úreldingar á bókum feðraveldisins, en það sama gerðu nazistar Þriðja Ríkisins undir stjórn Hitlers eins og næstum allir vita, nema þar voru bækur bókstaflega brenndar, en nú fara þær á haugana og örlítið brot í Góða hirðinn. Mínimalskur lífsstíll er það kallað, þessar nýju bókabrennur femínistanna.
Ég les DV og athugasemdir þar af miklum áhuga, því þar kemur oft fólkið á götunni að tjá sig, þar er oft vilji þjóðarinnar - eða öllu heldur skoðanir öfgafyllsta fólksins til vinstri - og maður lærir af því að hafa áhuga á þeirra skoðunum.
Ég tek eftir því að Arnar Þór er dæmdur fyrirfram af mörgum og kallaður forréttindapési, spillingarfrömuður og fleira. Þetta er það sem vinstrimenn gera svo oft.
Vinstristefnan þarf að hverfa.
Í stað hennar þurfa að koma menn sem sameina hægri og vinstri. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er svo sannarlega einn af þeim, eða Inga Sæland í Flokki fólksins, og ég held að Arnar Þór sé líka einn af þeim og Lýðræðisflokkurinn hans.
Það þarf ekki að fjölyrða um að Vinstri grænir standa ekki lengur fyrir það sem þeir gáfu sig út fyrir, og kannski gerðu þeir það aldrei eins og Jóhannes Ragnarsson hefur skrifað um.
Hvað með Sósíalistaflokkinn? Er hann ekki bara tækifæri fyrir Gunnar Smára og hans lið til að græða peninga og finna tilgang í lífinu?
Hvað með Samfylkinguna?
Hún var að deyja út, svo kom Kristrún Frostadóttir og stal frá Framsókn og Miðflokknum, rasisma og sveigjanleika.
Þá vilja vinstrimenn allt í einu allir kjósa Samfylkinguna! Nýr jakki, sami bolur. Sagði ekki Björgvin Halldórsson það? Gamalt vín á nýjum belgjum.
Þannig er með vinstrimenn að ef hægrimenn segja eitthvað þá eru þeir á móti því. Ef þeirra stimplaða fólk segir það sama, þá eru þeir til í það.
Það er erfitt að gera úrbætur þegar fólk þarf að deila innbyrðis um hægri og vinstri sem eru eiginlega úrelt hugtök á tímum fjölmenningarinnar og alþjóðahyggjunnar.
En hvað um það. Vinstrimenn eru staðnaðir. Samt eru hægrimenn búnir að herma eftir þeim, svo venjulegur kapítalismi er orðinn að fjölmenningarkapítalisma núna og einnig fátæktarkapítalisma.
Af hverju eru rasískir flokkar vinsælir í útlöndum? Af hverju þykja rasískir flokkar það sem er nýjast nýtt, hipp og kúl? Vegna þess að fólk er farið að þroskast og skilja að hitt voru allt blekkingar, veruleikinn er sá að baráttan á milli kynþáttanna um lífsrýmið er óhjákvæmileg, og ekki er hægt að forðast hana með draumórum um jöfnuð.
Án þess að ég sé að segja að hægriflokkar séu þannig, eða að Arnar Þór og hans nýi flokkur, þá sér maður í athugasemdum DV að stór hluti fólks heldur það.
Það sem ég segi er þetta:
Allt þetta nýja og ferska, það er að gerast til hægri. Þessvegna margklofnar Sjálfstæðisflokkurinn. Þar eiga sér stað breytingar en ekki á vinstri vængnum þar sem ríkir fullkomin stöðnun.
Ef Ísland ætlar inní framtíðina, þá fáum við næst hægristjórn á grundvelli Miðflokksins, Flokks fólks og Lýðræðisflokksins. Það eru flokkarnir sem eru í takt við breytingarnar í Evrópu. Allt annað er fortíðarhyggja ömurleg.
Spyrja má sig, er það veikleiki hvernig hægrið klofnar núna þessi dægrin í herðar niður eins og vinstrið gerði áður fyrr? Það getur verið en þarf ekki að vera.
Bjarni Benediktsson hlýtur að bera mikla ábyrgð á þessu sem starfandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur komið femínistum og öðrum konum til valda innan flokksins, til dæmis Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur Reykfjörð, sem er sennilega umdeildust af öllum ráðfrúm flokksins, ekki sízt vegna Rússahatursins sem hún virðist stundum haldin, og lokun sendiráðsins þar.
Bjarni Benediktsson hefur fært Sjálfstæðisflokkinn langt til vinstri. Þar með er búið að styggja íhaldsarminn, sem byrjaði að streyma til Sigmundar Davíðs í Miðflokkinn.
Nú má búast við að mikið af nýju fylgi Miðflokksins fari til Lýðræðisflokks Arnars Þórs, og eitthvað frá Sjálfstæðisflokki og Viðreisn einnig.
Það eru peningar og störf í pólitík. Þegar formaður eins og Bjarni Benediktsson er talinn svíkja stefnu flokksins, þá flykkjast hrafnar á hræið og gæða sér á því.
En Arnar Þór er ferskur andblær inní pólitíkina. Hann er hvassari og réttlátari í máli en fólk sem hefur sósazt í pólitíkinni árum og áratugum saman.
Vonandi mun hann halda í þessa réttlætissýn og vonandi mun hún verða til þess að sum hörmungarverk þessarar ríkisstjórnar gangi til baka og annarra ríkisstjórna, eða að ný framfaramál fái brautargengi.
Ég hef tekið eftir því að Arnar Þór notar kristna trú sem ágætan áttavita í lífinu. Það er einmitt nokkuð sem vantar í trúlaust Alþingi núna, þannig hefðir og siðfræði.
Ég ætla að enda þennan pistil á því að hvetja Arnar Þór og hans fólk til að láta það verða þeirra fyrsta verk að endurskoða umdeildar breytingar sem Svandís Svavarsdóttir gerði á fóstureyðingalöggjöfinni þannig að næstum má deyða nýfædd börn.
Eiga kvenréttindi að toppa réttindi til lífs sem eiga að vera algild mannréttindi?
Hvar endar það ef einstaklingar og þeirra vilji er mikilvægari en heildin? Það endar með því að heildin þurrkast út og einstaklingarnir innan hennar líka.
Arnar Þór stofnar nýjan stjórnmálaflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 2
- Sl. sólarhring: 104
- Sl. viku: 776
- Frá upphafi: 133855
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 591
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.