Guðrún er vinsælasti ráðherra landsins eftir að hafa gefið Sigríði ríkissaksóknara snuprur með höfnun

Vísir segir frá því að Guðrún dómsmálaráðherra er talin hafa staðið sig bezt af öllum ráðherrunum, í Maskínukönnun, og aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa einnig staðið sig bezt samkvæmt þessari könnun. Þó með þeirri undantekningu að Bjarni Benediktsson hefur staðið sig verst samkvæmt almenningsálitinu.

Þessar skyndilegu vinsældir Guðrúnar má rekja til ákvörðun hennar að víkja ekki Helga Magnúsi úr starfi vararíkissaksóknara og að hunza málaleitarnir Sigríðar yfirmanns hennar þess efnis. Greinilegt er að þjóðin er hæstánægð með ákvörðun hennar og er henni sammála, auk þess sem stjórnin heldur velli.

Það má sjá í því sem ég hef skrifað um þetta að ég er sammála. Guðrún Hafsteinsdóttir er með þessu að endurreisa upprunalega stefnu flokksins, sem er minni ríkisafskipti og skoðanir sem Helgi Magnús hefur viðrað.

Með þessu hefur Guðrún Hafsteinsdóttir staðið sig einna bezt af öllum þeim nýju konum sem hafa vermd ráðherrasæti að undanförnu.

Þeir ráðherrar sem hafa staðið sig verst samkvæmt landsmönnum eru þessir:

Bjarni Benediktsson er talinn hafa staðið sig verst.

Svandís Svavarsdóttir er talin hafa staðið sig næstverst.

Katrín Jakobsdóttir er sú þriðja óvinsælasta samkvæmt könnuninni.

Getur ekki verið að allt þetta femínismadaður Bjarna Benediktssonar sé að verða honum að falli? Að koma Þórdísi Kolbrúnu til valda, Áslaugu og öðrum femínistum innan flokksins, sem eru atkvæðalitlar að öðru leyti?

Ferill Bjarna Benediktssonar hefur litazt af því að hann hefur komið konum til valda í eigin flokki og öðrum, kom Katrínu til valda, sem nú er næstóvinsælust af öllum.

Katrín og Svandís sem stóðu í fararbroddi fyrir þeim umdeildu breytingum á fóstureyðingalöggjöfinni að leyfa fóstureyðingar fyrr á meðgöngunni, þær eru báðar meðal óvinsælustu stjórnmálakvenna og stjórnmálamanna landsins.

Vel má vera að miklu fleiri verk þeirra stuðli að þessum óvinsældum þeirra Katrínar og Svandísar, en þetta vegur þungt að einhverju leyti, má búast við.

Eftirmæli Bjarna Benediktssonar eru þau að hann var mjúki maðurinn og femínistinn innan Sjálfstæðisflokksins. Annað virðist hverfa í skuggann. Ekki hefur hann orðið mikill sigurvegari af því að koma öllum þessum konum til valda, nú vilja margir losna við hann sem formann og fá annan í staðinn. DV er með frétt um að margir vilji Sigríði Á. Andersen sem næsta formann.

Hvar er forysta Sjálfstæðisflokksins? Hún er ekki aðeins úr tengslum við raunverulega pólitík flokksins og upphaflega, heldur er hún úr tengslum við almenning í landinu líka og vilja almennings!

Helzt má ætla að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sýkzt af einhverri jafnaðar-vinstristefnu-veiru!!!

 

 


mbl.is Svandís Svavarsdóttir mun pína Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 50
  • Sl. sólarhring: 119
  • Sl. viku: 658
  • Frá upphafi: 133129

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 507
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband