Hödd Vilhjálmsdóttir segir hann hafa fyrirfarið sér vegna Metoo. Konur farnar að mótmæla femínismanum

Það er guðfræðileg og heimspekileg spurning hvort hið góða og hið vonda komi frá manninum sjálfum, okkur sem erum á þessari jörð, eða veru sem kölluð er Guð og veru sem kölluð er Djöfullinn, eða hvort guðir og djöflar eru taldir uppruni góðs og ills.

Síðan er það spurningin, hvað er gott, hvað er illt?

Hafi maður kafað í heimspekina alveg til botns þá verður manni það ljóst að þessar andstæður eru afstæðar. Það sem einum finnst gott það finnst öðrum vont. Það sem einum finnst góðmennska það finnst öðrum mannvonzka. Ekki þarf annað en að athuga stjórnmálin, þá rennur þetta upp fyrir manni.

Það sem hægrimönnum finnst skynsamlegt, að hafa landamærin ekki of opin, og fara eftir reglum í flóttamannamálum og innflutningsmálum á fólki, það kalla sumir vinstrimenn hatur og brot á mannréttindum.

Að sama skapi þá kalla hægrimenn það vonzku að ljúga að fólki þannig að kjör þess versna við of mikinn innflutning fólks. Þetta er það sem hefur verið að gerast í Evrópu, í Danmörku, Svíþjóð, Þýzkalandi, útum allt. Stærri flokkar sem byggja á útlendingaandúð eru niðurstaðan af þeim blekkingum jafnaðarmanna, eins og þeir voru, og eru enn að einhverju leyti.

Ég hef nú um mjög langt skeið haft áhuga á heiðnum trúarbrögðum, og hef lært margt.

Eitt sinn var ég að hlusta á Rás 1, RÚV. Þá var heimspekingur að tala þar. Það er langt síðan þetta var, kannski 30 ár. Allavega hann sagði gullvæga setningu sem ég hef aldrei gleymt.

Hann sagði eitthvað á þessa leið: "Það sem hefur verið verst fyrir mannkynið er ekki hatur eða reiði af gamla taginu eða það sem Biblían fordæmir af því tagi, heldur heimska, misskilningur og vísvitandi sjálfsblekking stórra hópa og einstaklinga."

Hann hélt því fram að kommúnismi og fasismi hefðu byggzt á svona sjálfsblekkingum, og lýðstjórnun á stórum hópum.

Maður spyr sig, ef Djöfullinn er til, er hann þá dýrslegur eða er hann sá sem blekkir og verður frægur?

Eitt sinn vorum við mamma náin og fórum saman á samkomur kristilegar.

Þá heyrði ég oft að predikarar sögðu að Andkristur kæmi sem vinsæll og flottur einstaklingur, hann yrði ekki tapari heldur sigurvegarinn mesti, sá sem myndi blekkja fjöldann og ná þannig ógurlegum völdum.

Það er barnaleg hugmynd sem maður heyrir mjög oft eða les um, það það dýrslega sé vondzkan í eðli sínu, að Satan sé þannig. Ég held að það sé ekki rétt.

Reiði, grimmd og hefndarfýsn, þetta eru allt saman eðlishvatir sem eru fullkomlega eðlilegar og réttlætanlegar, því þær eru hluti af sjálfsbjargarviðleitninni.

Hins vegar er til annarskonar hegðun í mannanna ríki sem telja má fullkomlega djöfullega, og hún var ekki til fyrr á öldum.

Bakslagið í femínismanum er ekkert annað en mennskan að láta á sér kræla, eitthvað gott og réttlátt, í stað haturs femínismans.

Ungur maður sem fyrirfór sér er mikið til umræðu núna útum allt samfélagið, og það er gott að loksins fái þau hræðilegu og alltof algengu atburðir athygli.

Loksins eru sumar konur farnar að tala um að Metoo hafi kostað mannslíf. Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill er ein af þeim og segi ég bara húrra fyrir henni, að eitthvað gott komi frá konum aftur og ekki bara hatur á strákum og körlum.

"Rétttrúnaðurinn ristir djúpt", skrifar Ásta Gothgirl. Mjög margir taka í sama streng og fleiri þumla fá allir þeir sem eru með ógeð á Metoo í DV.

Að vísu kenna margir vinnustaðnum um, Icelandair, en á bakvið alla vinnustaði er fólk og vinnustaðamenning, og eineltið sem sá lenti í sem fyrirfór sér, og eineltið á Metoogrundvellinum, það er án efa ástæðan fyrir því að hann tók líf sitt, eins og kemur fram í sjálfsmorðsbréfinu sem hann ritaði sjálfur og er svo óendanlega sorglegt.

Sagt upp á grundvelli Metoomáls og tók líf sitt. Þessi saga er ekki einsdæmi.

Sjálfsmorð eru algengasta dánarorsök ungra karlmanna næstum fram að þrítugu las ég einhversstaðar. Það er svo hræðilegt að það þarf að vinda ofanaf því og fá umræðu um það, eins og með þessi skelfilegu morð sem hafa skekið allt þjóðfélagið að undanförnu.

Margrét Friðriksdóttir fjölmiðlakonan fræga, sem heldur uppi baráttu fyrir hægrisjónarmiðum og kristilegum sjónarmiðum, hún mun víst einnig hafa lent í femínistunum sem vinna hjá Icelandair, samkvæmt athugasemdum í DV.

Það sem er virðingarvert við Hödd, sem er lögfræðingur og almannatengill, er að hún hefur lent í erfiðleikum sjálf, ofbeldi í hjónabandi og skilnaði, og samt fyllist hún ekki svo af hefnigirni og hatri á karlmönnum að hún sjái ekki réttlætið og þegar Metoovaldabaráttan kostar mannslíf, og gagnrýnir Metoofyrirbærið og fær hrós fyrir og velþóknun fólks.

Ég skrifaði um það á Fésbókarsíðu minni fyrir nokkrum vikum að ég teldi vestrænt samfélag Hrungni, sem einnig er Jesús Kristur með nokkrum rökum. Einnig sagði ég að samfélagsmiðlarnir í heild væru Hrungnir.

Nú er það skiljanlegt að margir eigi erfitt með að skilja þetta.

Til fróðleiks get ég bent á hugmyndir þær sem Emanuel Swedenborg fjallaði um, hann fann þær ekki upp, þetta var speki sem var algeng fyrr á öldum.

Hann hélt því fram að himnaríki allt væri Drottinn, Stórmaður svonefndur. Enn fremur hélt hann því fram að Helja væri eitt kvikindi, ein Stórkona eða Stórmaður.

Þetta er náskylt hugmyndum dr. Helga Pjeturss og annarra heimsspekinga um eina stóra lífheild, hyperzóon, sem er gríska og merkir yfirlífvera.

Ég hef mikið velt fyrir mér hegðun kvenna, sérstaklega eftir að þær sýktust af drepsóttarveirunum sem heita femínismi og jafnrétti.

Að mörgu leyti eru konur dýrslegri en karlar. Það mat mitt byggist á hegðun þeirra og félagslegum samskiptum. Þær eru samstilltari en karlmenn, sem eru meiri einstaklingshyggjuverur.

Konur minna sem heild meira á litlar býflugur í stóru býflugnabúi, konur vinna saman, hafa sömu skoðanir, sömu lífssýn, fara næstum allar á sama trendið, sama hversu vitlaust það er.

Konur kjósa meira til vinstri, og hvað vilja vinstrimenn?

Vinstrimenn vilja eitt kommúnískt ríki, eitt útblásið ríkisbákn, þar sem er deilt og drottnað, og gæðum úthlutað og refsingum eftir kínverskum reglum um samfélagsstig og hlýðnimenningu, en Kínverjar hafa aldrei losnað við kommúnismann, eftir að hafa lifað undir honum mjög lengi.

Þessvegna segi ég að konur séu dýrslegri en karlar. Þær telja sig vera sjálfstæðar með femínismanum, en eru það ekki, þær hlýða bara öðrum reglum, öðru samfélagslegu mynstri, öðrum drottnurum, kvenkyns en síður feðraveldinu lengur, heldur Elítunni, sem hefur horn og hala og klaufir einsog allir vita.

En spurningin er þessi: Hvernig er ásjóna Satans?

Til gamans má geta þess að ég var á Fésbókinni nýlega og þá voru hægrisinnaðir vinir mínir að deila mynd. Við hana stóð: Eitt sinn hélt ég að Satan væri svona, og þar var mynd af púka með hala og klaufir og horn. Síðan stóð við aðra mynd: Nú veit ég að Satan er svona: Þar var mynd af Bill Gates, George Soros, Klaus Schwab og einum í viðbót sem ég man ekki eftir, kannski var það Emanuel Macron eða Angela Merkel.

Ég ætla að fjalla meira um það sem ég hef lært með því að kynna mér heiðin trúarbrögð.

Guðinn Cernunnos er með hreindýrshorn og ímynd líkamlegs styrks og vilja, og kynhvatar. Talið er að hann hafi verið svo dýrkaður og vinsæll í Evrópu á miðöldum að Satan hafi fengið á sig hans mynd, til að gera hann óvinsælan og úthýsa honum og kenna alþýðufólki í Evrópu kristileg gildi, skírlífi, að eiga einn maka, að drepa ekki, girnast ekki konu náungans og margt fleira, eins og að berjast gegn græðgi og ýmsu dýrslegu.

Nútímafólk sem dýrkar Cernunnos það er ekki endilega að fara útí satanisma af þeirri gerð sem kristin kirkja gerir víða með því að dýrka Baphomet, sem sumir telja Múhameð spámann afmyndaðan. Baphomet er jú ein birtingarmynd kvennakirkjunnar, eins og fræg mynd af Transjesú sýndi fram á og gerði garðinn frægan nýlega. Enda er bafómetisminn sambræðingur á kvenlegu og karlmannlegu valdi, meðal annars, passar vel við þessa skilgreiningu.

Nei, að dýrka Cernunnos felst í hreinni tilbeiðslu á hinum heilaga guði, og að vilja tileinka sér eiginleika hans.

Í nútímanum er til annað fyrirbæri sem er algengt, en það er trúleysið og tómhyggjan, níhilisminn, sem kalla mætti einskishyggjuna. Það er þetta fólk sem trúir ekki á líf eftir dauðann, hvorki á einn guð eða marga guði, og trúir helzt á konur og menn sem boða siðfræði, eða þjóðfélagsmynztur og þjóðfélagsverkfræði.

En er ekki níhilisminn ástæðan fyrir því að morðum hefur fjölgað svona mikið á þessu ári? Hægt er að lesa athugasemdir í DV eftir fullkomlega formyrkvaðar sálir, sem vilja jafnvel fara útí gereyðingarstríð við Rússa, í fullkominni örvæntingu, sem orðin er örvita, vegna þess að þetta fólk hefur misst fótfestuna, og ekkert er eftir nema reiði útí alla sem ekki eru með nógu vestrænar og femínískar skoðanir. Vorkunnarvert og hræðilegt í senn, slík formyrkvun, slíkt vonleysi, þar sem mannhatur er niðurstaðan - eftir að hafa aðhyllzt opin landamæri, No Borders, og kærleika í garð allra.

Enn fremur það má segja sér það og vera alveg viss um það að næstum allir sem fremja sjálfsmorð hafa þjáðst af einhverskonar níhilisma og formyrkvun sálarinnar af þessu eða svipuðu tagi.

Það hefur komið fram í rannsóknum að fólk sem er mjög trúað fremur síður sjálfsmorð en fólk sem er trúlaust og því rótlaust hvað trúmál snertir.

Ég vil endurtaka þetta og ítreka. Fólk sem eitt sinn var fullt af skoðunum um umburðarlyndi og kærleika í garð allra, það getur þróazt í þessa átt: Fyllzt af bölsýni í garð mennskunnar því það uppgötvar að til eru þjóðernissinnar, karlrembur, rasistar og þetta fólk, sem vill leggja Rússland í eyði, það hefur blindazt af hatri, og það er víst alveg augljóst, ekki hægt að orða þetta öðruvísi, þegar skynsemin víkur fyrir tilfinningu sem yfirtekur rökvísina, og er hatur á Rússum, eins og sumir í athugasemdum DV hafa tjáð sig um.

Þá er ég kominn að efni þessa pistils.

Þarna er Satan, í þessu fólki, í þessum femínistum, sem hatar fólk sem tilheyrir sínum eigin kynþætti, bræður, feður, og konur sem ekki eru þeim að skapi og nógu femínískar.

Ef við berum saman það meinta hatur sem þjóðernissinnar eru sagðir þjást af, og þessu hatri sem birtist í karlahatrinu og karlafyrirlitningunni, þá held ég að augljóst sé að þjóðerniskenndin er varla flokkanleg sem hatur, nema hjá örfáum.

Það má sjá af glæpatíðninni líka.

"Hatursglæpir" (ranglega nefndir), það er að segja þar sem hatur á fólki af öðrum kynþáttum er ástæðan fyrir morði eða öðru ofbeldi, þeir eru varla til á Íslandi.

Langalgengast er að náið fólk drepi hvert annað, fjölskyldumeðlimir, eða vegna stríðs í glæpaklíkum.

Lögreglan er því á algjörum villigötum og skólarnir og þessar opinberu stofnanir, þar sem það átti að vera svo mannbætandi stefna að kenna öllum að hreinsa út alla þjóðerniskennd, karlrembu og eitthvað þannig.

Þetta er bara rugl, þetta er þvæla að erlendri fyrirmynd, sem firrtir vitleysingar með prófgráður úti í löndum fundu upp. Sérstaklega er þetta byggt eftir bandarískri fyrirmynd þar sem eilífir skotbardagar eru, og ofbeldisverk svartra í garð hvítra eru algeng og ofbeldisverk svartra í garð svartra, ásamt öðrum glæpum.

Nóg er um glæpi og ofbeldi af hendri hvítra karlmanna, en tölurnar sýna þó í útlöndum og víða að það eru ekki gerendur í meirihluta.

Ég hef haldið því oft fram að hugmyndafræðin sé rótin að hegðun mannskepnunnar.

Hvernig er hægt að halda því fram að feðraveldið sé orsök alls ills á Íslandi? Eða þá þjóðerniskenndin?

Það er nú orðið mjög algengt að fólk lifi í einsemd allt til æviloka.

Ástæðurnar eru fleiri nú en áður.

Til dæmis að fólk óttast hitt kynið, fólk óttast nándina, óttast kynlíf eða ást eða náin sambönd, óttast að vera sært, að vera hafnað, móðgað eða yfirgefið.

Núna nýlega fór allt okkar þjóðfélag á hliðina vegna þess að veikan dreng frá Gaza átti að senda úr landi.

Í sálfræðinni væri þetta kallað frávarp, fólk er að varpa eigin eymd yfir á aðra, fólki finnst auðveldara að hafa samúð með einu veiku og útlendu barni, sem vonda fólkið hatar, Sjálfstæðismenn, heldur en að fólk sjái hvað íslenzka þjóðin í heild er veik og brotin, illa stödd og klofin í herðar niður vegna baráttu kvenna og karla, femínista og kristinna manna og annarra feðraveldunga.

Stærsta verkefnið fyrir íslenzku þjóðina er að finna sjálfa sig aftur. Að finna íslenzka menningu. Að finna ræturnar. Að finna tungumálið. Að hætta að hata perra og karlmenn yfirleitt, að hætta að trúa því að drengir séu allir ofbeldishneigðir og ómögulegir á allan hátt.

Þetta er þessi sátt og fyrirgefning sem þjóðin þarf á að halda.

 


mbl.is Vilja að andlát sonar þeirra verði rannsakað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 160
  • Sl. viku: 718
  • Frá upphafi: 125309

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 572
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband