20.9.2024 | 00:02
Ísbjarnarblús
Einn af bröndurum Hjálmars Hjálmarssonar var að kalla Bubba Morthens Ísbjörn og plötuna hans fyrstu Ásbjarnarblús, ef ég man rétt. Það var fyndið.
Þá er það lagið "Er nauðsynlegt að skjóta þá?" eftir Bubba, sem er á "Frelsi til sölu" frá 1986, sem kemur uppí hugann og það mætti túlka ekki bara um hvali heldur ísbirni. Er nauðsynlegt að skjóta þá ísbirnina?
Ég verð að segja að ég hef samúð með ísbjörnum. Þeir eru víst í útrýmingarhættu enda bráðna heimkynni þeirra óðum og það er minna en oft áður um æti fyrir þá.
Ef ísbjörninn var ekki ógnandi við fólk, af hverju var þá ekki hægt að skjóta í hann deyfipílu og svefnlyfi og fjarlægja hann sofandi og sleppa annarsstaðar, eða koma honum í burtu án þess að drepa hann?
Hvers vegna þarf fólk að fyllast af móðursýki útaf hvaladrápum en ekki ísbjarnardrápum?
Er þetta ekki dýravelferð, dýravernd og náttúruvernd?
Það eru til margar sögur um það hvernig menn hafa náð að meðhöndla hættuleg dýr, bæði með blíðum málrómi eða mat sem þau fýsir í að fá og elta. Ég trúi ekki öllum fyrirsögnum frétta eða öllum sem fullyrða eitthvað og að ekki séu til aðrar leiðir þegar afsakanir koma.
Ég vitna bara í Bubba Morthens: "Er nauðsynlegt að skjóta þá?"
Aumingja birnirnir eru bara að reyna að lifa af eins og menn, og það er sótt að þeim úr öllum ættum og þeirra umráðasvæði minnkað.
Það er okkur mönnunum að kenna og hlýnun jarðarinnar að ísinn sem er þeirra lífsrými fer minnkandi.
Já góða fólkið, hvar er það núna? Tími til að mótmæla þessu eins og hvalveiðum, eða enn frekar, ef ísbirnir eru í meiri útrýmingarhættu.
Allavega, oft er fólk að mótmæla hvalveiðum á tegundum sem ekki eru í útrýmingarhættu. Hegðun fólks er ekki skynsamleg. Jafnvel ekki samúðarrík, heldur hjarðhegðun.
Eina leiðin var að fella björninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 138
- Sl. viku: 783
- Frá upphafi: 129955
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 592
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst þetta nú vera eitt af því sem hefur einkennt Bubba Morthens í gegnum tíðina "hann hefur tekið fyrir málefni, sem hann hefur talið að yrðu líkleg til vinsælda og "hamrað" á þeim, til að koma sjálfum sér á framfæri". Ég hef aðeins kynnst ísbjörnum í gegnum tíðina og það sem ég hef m þá að segja er; ÞEIR ERU ALLTAF TIL VANDRÆÐA, ÞEIR ERU ALGJÖRLEGA ÓÚTREIKNANLEGIR OG ÞAR Á VEL VIÐ AÐ MÁLTÆKIÐ "AÐ ÞAR FARI ÚLFUR Í SAUÐAÆRU".
Þar er eitt af því sem fólki hefur erið talin trú um að ísbirnir séu í útrýmingarhættu en málið er að um 1930 var talið að ísbirnir hafi verið rúmleg 5.000 og vissuleg voru þeir í útrýmingarhættu þá gripið var til mikilla friðunaraðgerða og er nú svo komið að þeim hefur fjölgað alveg gífurlega (síðast þegar ég vissi voru þeir ríflega 200.000 og eru þeir alltaf að leggja undir sig fleiri og fleiri svæði til búsetu9, þeir eru svo farnir að verða s´fellt ágengari við búsetusvæði manna. En það sem er alvarlegra er að þeir eru farnir að blandast bjarnartegundum í Alaska en um þetta hafa fundist dæmi þar og eru örugglega dæmi um þetta víðar.......
Jóhann Elíasson, 20.9.2024 kl. 08:27
Ísbirnir eru ekki í útrýmingarhættu, og er þar um áróður heimsmarxismans að ræða. Þrefalt til fjórfalt meira er af þessum dýrum í dag en upp úr 1970.
Hins vegar er ljótt að sjá "menn" drepa dýr sér til gamans, eins og skein út úr öllum myndum og fréttum af bjarnardrápinu í vikunni. Að þetta gerist í sömu viku og Ríkisþingið breytti sér í afturgönguvirki, táknar eitthvað, en ég veit ekki enn hvað.
Guðjón E. Hreinberg, 20.9.2024 kl. 16:35
Ég fagna fyrir hönd bjarnanna félagar, og takk fyrir uppfærslu og fróðleik. Beztu kveðjur.
Er mjög sammála þér um lýðskrum Bubba Morthens, Jóhann. Ætli það séu ekki sífellt fleiri að fatta?
Ingólfur Sigurðsson, 20.9.2024 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.