Að taka eða taka ekki þátt í stríðsátökum

Pálmi Gunnarsson sem mér finnst þjóðardýrlingur, svo góður söngvari er hann, og spilaði með Megasi á Drögum að sjálfsmorði, segir að það að RÚV taki þátt í Eurovision að ári minni hann á setninguna "að selja skrattanum sálu sína".

Söngvarinn Friðrik Ómar er ósammála.

Að þessu sinni finn ég varla neitt skárra að blogga um en þetta.

Ég er að verða æ meira sammála Pálma Gunnarssyni. Ekki sízt vegna þess að þessi keppni er orðin allt annað en hún átti að vera upprunalega. Alþjóðavæðingin og wók hefur gert hana að djóki, en ekki keppni meðal Evrópuþjóðanna. Nú er þetta keppni í dyggðaflöggun og búningum en ekki söng eða tónlist.

Og þó er ljóst að hringekjan heldur áfram, RÚV tekur þátt og fólk reynir að skemmta sér yfir þessu sem er bara circus núna.

Minnir okkur á það að við stjórnum ekki lífi okkar hér í helvítis "lýðræðinu", afskræmislýðræðinu, með hringinn í nefinu eins og asnarnir, teymd áfram til verri víta.

Nei, það er ekki geðslegt að skemmta skrattanum með þessum hætti og kætast á meðan ein af þjóðunum í keppninni hagar sér svona.

Ég skil Pálma Gunnarsson og er að miklu leyti sammála honum.

Ég á þó vini sem eru mjög uppá Biblíuhöndina og þeir segja að Ísraelsmenn séu í fullum rétti sama hvað þeir gera.

Ég hef samið lög og texta á mínum ferli sem ríma alveg við skoðanir góða fólksins, eins og lagið "Flóttabörnum fögnum bara", frá 2001, og kannski vil ég gefa það út.

Ég styð þá tillögu að taka þátt í Júróvisjón, en mótmæla að þessu sinni bæði þátttökunni og einnig yfirstjórn RÚV á götum úti og fyrir framan RÚV bygginguna.

Síðan þarf að búa til Nordicvision eða Real Eurovision eða New Eurovision, því þessi gamla er alveg farin í hundana, þannig séð.

Styð ég þá tillögu sem margir bloggarar hér eru hlynntir, að ný stjórn verði fengin á RÚV og lýðræðisleg, einhvernveginn ekki alltaf sama pólitíska liðið til vinstri.

Mótmæli eru bæði holl fólki og lýðræðinu. Með mjög kröftugum mótmælum finnur fólk styrk sinn og lýðræðið vaknar í verki.

Ef svo stór hluti þjóðarinnar mótmælir að RÚV yfirstjórnin fer frá og önnur RÚV yfirstjórn stofnar nýja svona Eurovision keppni, eða tekur ekki þátt í þessari, þá er árangrinum náð, og fólk hefur fundið styrk hjá sér.

 


mbl.is Segir uppreisnarmenn Húta munu fá að gjalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 20
  • Sl. sólarhring: 229
  • Sl. viku: 759
  • Frá upphafi: 119753

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 612
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband