13.9.2024 | 13:44
Mótmælin gegn Piu Kjærsgaard hér á Íslandi voru heimskuleg og fáránleg. Hún hefur meira vit í kollinum en flestir.
Pia Kjærsgaard er ein af merkustu stjórnmálakonum nútímans. Það er stefna Helgu Völu og Pírata í útlendingamálum sem er orðin úrelt, en ekki stefna Piu Kjærsgaard. Það er hægt að sjá á því að Helga Vala er ekki lengur í pólitík, nema á RÚV þar sem slefað er yfir öfgum hennar að sjálfsögðu. Það má einnig sjá á því að Samfylkingin í heild hefur yfirgefið fyrri stefnu sína í þessum málum, og Píratar hafa lært að tala um fleiri mál á breiðari grundvelli til að fela þessa öfga sína.
Hér um árið reyndu Píratar, og sumir úr Samfylkingu að gera Piu Kjærsgaard tortryggilega. Tíminn hefur unnið með henni og nú lætur hún af störfum fyrir aldurs sakir, enda orðin 77 ára, og hefur því verið 10 árum lengur í pólitík en gert er ráð fyrir víða, að miða við 67 ára aldurinn.
Stjórnmálabörnin á Íslandi ætla að læra seint, en hafa þó eitthvað lært. Pia Kjærsgaard er á svipuðum aldri og mamma, ég vil taka það fram.
Kjærsgaard hættir í pólitík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 187
- Sl. sólarhring: 191
- Sl. viku: 756
- Frá upphafi: 127192
Annað
- Innlit í dag: 115
- Innlit sl. viku: 565
- Gestir í dag: 104
- IP-tölur í dag: 104
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.