Ljóðið "Hættum að nota öll eiturefnin", (Taktur og tregi), frá 20. janúar 1998, með skýringum.

Ef ég skrifa bloggpistla sem falla í kramið hjá lesendum mínum sem ég held að séu flestir hægrisinnaðir, ef miðað er við innihald pistla annarra bloggara, þá er það bara vegna þess að ég er í þannig skapi þegar ég skrifa þann pistil. Það er þá oft vegna þess að mér finnst vanta þannig vinkil. En ég er einnig þekktur fyrir að skrifa pistla með vinstrisjónarmiðum og hér er einn slíkur. Veruleikinn er ekki lestarteinar heldur sambland. Ég á allavega erfitt með að skilgreina mig hvort ég sé meiri vinstrimaður eða hægrimaður.

Ég er vissulega búinn að hlusta á ræðurnar í upphafi þingsins, en þar er ónauðsynlegt að tjá sig, þetta er eins með lest sem er að fara af stað, allt fyrirsjáanlegt og bara til að gera fólk syfjað að tíunda það.

Einnig með kappræður Harris og Trumps. Það var alveg fyrirsjáanlegt að Trump fengi verri gagnrýni en Harris. Það minnir á þann tíma þegar hann varð forseti. Ég held helzt að hann verði forseti ef hann fær allan vindinn í fangið og annars ekki.

Með kappræður Harris og Trump vil ég þó benda á aðeins áður en ég fer í að fjalla um ljóðið sem er aðalefni þessa pistils, að Trump telur sig alltaf vera að tala inní sinn aðdáendahóp, til stuðningsmanna repúblikana. Þessvegna kemur hann undarlega út.

Til dæmis þegar Trump talar um að demókratar drepi börn, þá er það allt önnur skilgreining en demókratar leggja í orðið, og hlæja bara að þessu hjá honum. Trump flokkar ófædd fóstur sem lífvænleg börn og jafngildi þeirra en ekki demókratar, sem tala sennilega um frumuklasa sem mæður megi deyða eins og flugur eða skordýr eða pólitíska óvini þessvegna, eins og Katrín Jakobsdóttir og hennar fólk, og fleiri á þeim kanti stjórnmálanna.

Gleymum því ekki að repúblikanar eru sannkristnir yfirleitt en demókratar kaldhæðnir í trúmálum eða með allskonar trúarbrögð eða trúleysi á sinni stefnuskrá.

Þetta veldur því að þetta fólk virðist tala úr sitthvorum alheiminum.

En nú að ljóðinu.

 

Það er fimm erindi. Fyrsta erindið er svona:

 

"Eiturefnin drepa jörðina.

Eiturefnin drepa jörðina.

Hættum að nota öll eiturefnin."

 

Engin ljóðræna, þetta er mjög skýrt og einfalt.

Já, þetta var lengri texti mjög svipaður, frá janúar 1997, jafnvel 20. janúar 1997. Ég endurgerði margt og stytti nákvæmlega ári seinna.

Ég hafði ákveðið að gefa út plötu um umhverfisvernd sem unglingur frá 1983-1990 þegar ég orti slíka texta, slík ljóð og setti tónlist við, einfalda yfirleitt alltaf.

Þetta var því fyrsti draumurinn hjá mér, að syngja um umhverfisvernd og verða frægur fyrir. Það rættist að nokkru leyti, innan skólans að minnsta kosti, MK.

Síðan þegar þetta komst á framkvæmdastigið, frá því Jón Ólafsson bauð mér að taka upp í sínu hljóðveri og þar til ég tók upp þessi lög endanlega, og komu út á "Blóm, friður og ást" árið 2000, nema mörgum var sleppt þar, þá var ég að búa til aukaleg lög og texta, því ég var að vonast til að semja eitthvað sem væri betra en það sem ég gerði á unglingsárunum.

Þetta var eitt slíkt lag, sem mér fannst bæta einhverju við, en ég byrjaði eiginlega að vinna við þetta lag 1996, þá kom lengri útgáfa og þetta er styttri útgáfa þess lags, og til eru aðrar útgáfur sem ekki eru blúsar eins og þessi útgáfa. Þetta er eins og þegar málar gera margar tilraunir við sama viðfangsefnið.

En sem sagt, ég samdi þennan blús í röð með öðrum svipuðum blúsum. Þetta var eiginlega eins og hver önnur vinna, ég ákvað að semja um þetta efni, og þá taldi ég upp ákveðin þemu sem yrðu að vera nefnd á plötunni, eins og skógareyðing, súrnun sjávar og margt fleira, og þetta var bara eitt af mörgu sem ég vildi að kæmi fram á plötunni, það er að segja notkun mengandi efna.

Þetta er því ljóð eða söngtexti sem er dæmigerður fyrir það sem kalla mætti skipulagða andlega vinnu en ekki innblásna þannig að innblásturinn komi manni á óvart.

Eins og ég sagði, þá hafði ég prófað að semja um þetta efni oft áður, og löngu fyrr en 1996. Þetta ljóð er næstum orðrétt stytt útgáfa af þessu lagi frá 1996 og 1997.

Af þessu leiðir að öll dulúð er horfin úr textanum, sem fylgir oft sérstökum innblæstri sem kemur skáldinu sjálfu á óvart.

Þetta er eiginlega algjörlega óskáldleg upptalning á skylduverkum umhverfisráðherra eða hvaða umhverfissinna sem er.

 

Erindi númer 2:

 

"Hættum að nota gerviefnin.

Hættum að nota gerviefnin.

Hættum að nota öll eiturefnin".

 

Enn held ég áfram í ljóðinu óskáldlegri upptalningu eins og kennari við nemendur sína.

Þó má segja að þessi hvassi og skipandi tónn sé sjaldgæfur og hafi verið sjaldgæfur þegar þetta var samið. Enda hafði ég hrærzt í umhverfisvernd svo lengi að ég taldi mig þurfa að sannfæra fólk, eða reyna það, með öllum aðferðum, og með því að fjalla um þetta af eins miklum sannfæringarkrafti og hægt væri.

Erindi númer 3:

 

"Við megum ekki menga jörðina.

Við megum ekki menga jörðina.

Hættum að nota öll eiturefnin".

 

Já, enn er þetta jafn óskáldlegt og áður.

Þessi setning er eins barnaleg og hægt er, bara hreint og beint bann eins og við börn eða við löggjöf. Ég taldi boðskapinn þurfa að vera skýran því ég trúði sannarlega á þetta og geri enn.

Erindi númer 4:

 

"Jörðin á að vera alveg náttúruleg.

Jörðin á að vera alveg náttúruleg.

Hættum að nota öll eiturefnin".

 

Ég vil segja að þetta er svolítið sérstakt. Það sem er óvenjulegt við þessa setningu er hversu öfgafull umhverfisvernd þetta er og ljóðmælandinn er gjörsamlega ósveigjanlegur í þessu efni.

Marteinn Mosdal kannski? (Hann er grínpersóna sem Laddi bjó til, glerharður og miskunnarlaus kommúnisti og reglugerðasnati og fyndinn vegna þess hversu sérlega ýktur hann er eins og Laddi leikur hann).

 

Fimmta og síðasta erindið: (Fleiri erindi eru í öðrum lengri útgáfum ljóðsins, en ekki hér).

 

"Hættum að nota öll gerviefni.

Hættum að nota öll gerviefni.

Hættum að nota öll eiturefnin".

 

Ekki nóg með að þetta sé ósveigjanlegt, heldur er þetta erindi næstum orðrétt endurtekning á 2. erindinu, nema orðið "öll" er þarna komið inn og greinirinn er óákveðinn.

Það aftur á móti gefur erindinu ennþá harðneskjulegri blæ, eins og Marteinn Mosdal sé hér enn búinn að herðast í afstöðu sinni eða Georg Bjarnfreðarson, persóna sem Jón Gnarr skapaði og gerði fræga, einnig kommúnisti harður, eða þannig túlka ég hann, einnig mjög harður á reglum.

Þó er þetta lag ekkert grín eða þetta ljóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 195
  • Sl. viku: 664
  • Frá upphafi: 127207

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 507
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband