11.9.2024 | 00:30
Biskupan og forsætan. Á komandi tímum munum við heyra fullt af ræðum frá þeim, en lausnir koma oft frá grasrótinni, fólkinu sjálfu
Bæði biskupan og forsætan tala á svipuðum nótum. Ég tek alveg undir það að þetta er ólíðandi og Ísland var ekki svona. En hverjar eru ástæðurnar?
Í grunninn er þetta einfalt. Þetta snýst ekki um hnífa eða vopnaburð, enda hægt að drepa eða særa með ótalmörgu öðru og nota sem vopn.
Þetta snýst um virðingu sem sumir hafa misst, þetta snýst um smánun í samfélaginu, sem nú beinist að karlmönnum og piltum.
Það þykir í lagi að sýna útlendingum umburðarlyndi, en það er dægurmenning okkar sem orðin er femínísk hún elur á tortryggni gagnvart karlkyninu. Ef drengir og karlar eru ekki villidýr í mannsmynd erum við taldir aumingjar. Tengslamyndun hefur alltaf verið lélegri hjá karlkyninu, meira um einstaklingshyggju.
Það þýðir að við höfum ekki marga til að tala við eða tjá okkur við ef okkur líður illa.
Ungu piltarnir eru auk þess að leita að sjálfum sér, og það fylgir æskunni. Þar með er tilvistarangistin orðin margföld.
Hræsnin hjá biskupinni og forsætunni felst í því að þær njóta ávaxta af femínismanum en ekki ungir piltar sem eru komnir neðst í goggunarröðuna og neðar en útlendingar jafnvel.
Þessir ungu menn sem hrekjast úr skólunum, þeir eru ekkert einsdæmi. Óhamingjan er víða. Hvað er gert? Fleiri sérfræðinga?
Þetta er aldrei hægt að leysa með fleiri sérfræðingum.
Lausnin felst í að leyfa strákum og körlum að vera þeir sjálfir. Ef nett ýgi er leyfð og hæfileg karlmennska, þá lendum við ekki í þessu, sem byggist á örvæntingu og uppgjöf á tilverunni þegar fólk er komið útí horn og finnur engin önnur úrræði en að beita ofbeldi.
Sagði sorg grúfa yfir landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 7
- Sl. sólarhring: 84
- Sl. viku: 787
- Frá upphafi: 129959
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 596
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.