9.9.2024 | 01:39
Textinn "Jafnréttið er eina svarið" (Taktur og tregi), frá 16. febrúar 1998, með skýringum.
Fáa texta hef ég endurgert eins oft og þessa. Einnig var samið um svipað efni lengi. Bæði var að ég var óviss um skoðanir mínar á jafnréttinu, og eins var að ég var ekki viss um hvaða heildahrifum ég var að leita að.
Jafnréttishljómdiskana mína setti ég saman til þess að fá afsökun til að gefa út lögin um kvenhatur, sem byggðust á sársauka frá 1991.
"Varúð!", það lag samdi ég 9. apríl 1991.
"Sumar í Helvíti", það er frá 2. ágúst 1991.
Þessi sársauki sem ég þoldi á þessu ári, mér fannst hann þannig að ég yrði að segja frá honum, tjá hann.
Á sama tíma var ég þó búinn að velja eldri lög sem öll fjölluðu um umhverfisvernd, samin undir áhrifum frá Árna Waag.
Þau eru þessi:
"Hefur þú hugsað um mannfjöldasprenginguna?" (Taktur og tregi), samið 3. marz 1983.
"Engar umbúðir", samið 10. janúar 1984.
"Trén bjarga okkur", samið 20. janúar 1985.
"Mannfjöldasprengingin", samið 1. febrúar 1986.
"Björgunarlag", samið 1. janúar 1986.
"Óðzonlagið", samið 2. janúar 1987.
"Náttúran", samið 1. janúar 1988.
"Visthrun", samið 26. nóvember 1989.
"Njóla í Ránar sal", samið 2. janúar 1990.
"Ó græni þollur", samið 4. janúar 1990.
"Sonnetta", samið 7. janúar 1990.
Þarna eru komin lögin 11 sem ég lærði og fengu góðar viðtökur meðal samnemenda í MK.
Fljótlega árið 1991 kom sú hugmynd upp að búa til karlrembuplötu, sem yrði eins og "Blood on the Tracks" með Bob Dylan, sungið um sársauka og jafnvel hatur á kvenkyninu - eða samkynhneigð og allskonar tilbrigðum við þetta.
Þar komu þessi lög til greina sem álitleg:
"Varúð", samið 9. apríl 1991.
"Sumar í Helvíti", samið 2. ágúst 1991.
"Stelpur stinga", samið 29. marz 1992.
"Karlar (kunna að elska)", samið 10. september 1993.
"Stelpur vilja stríð", samið 25. júní 1994.
"Akurinn", samið 12. marz 1995.
"Allar konur elska ofbeldi", samið 8. júní 1996.
"Kúgaðu allar konur", samið 8. júní 1996.
"Aldrei skaltu elska hana", samið 8. júní 1996.
"Endalokin séð í nýju ljósi", samið 1. júlí 1996.
"Nýr blús um ástandið (Taktur og tregi)", samið 1. júlí 1996.
Snemma árs 1997 varð mér ljóst að þessi lög um sársauka myndu ekki fá hljómgrunn eða vinsældir og ráðum þyrfti að beita til að afsaka svona skoðanir - eða tjáningu og túlkun.
Þá bjó ég til blúsa sem áttu að vera gleðiblúsar, eins konar mótvægi, og lögin á plötu Megasar "Í góðri trú" voru fyrirmyndin, gleðiblúsar, eins og Lóa Lóa Lóa.
"Nazisminn er eina svarið" var vinnuheiti, sem breyttist í "Jafnréttið er eina svarið".
Bæði gerði ég útgáfur með stuðlasetningu og án hennar. Sumar útgáfur blúsanna voru 30-50 erindi, sem ég stytti niður í 5 erindi eða svo.
Þarna beitti ég sjálfan mig ritskoðun, með því að leyfa aðeins þeim setningum að verða eftir sem gætu fallið í kramið hjá öfgaliðinu sem þóttist hafa vit á þessu.
Erindi númer eitt:
Sumt fólk er ekki ennþá búið að átta sig,
Sumt fólk er ekki ennþá búið að átta sig,
en jafnréttið er eina svarið.
Þetta er blús, stytting úr eldri blús frá 1997. Margar útgáfur af sama blúsnum með breytingum á textum. Ég var sífellt að stytta og lengja textann og breyta honum.
Hverjir hafa heyrt setninguna:"Oflof er háð?"
Ég reyndi að meitla þessa jafnréttisblúsa þannig að hlustandinn yrði að ráða hvort þetta yrði tekið sem einlægni eða háð.
Erindi númer tvö:
"Sumt fólk skilur þetta ekki ennþá,
sumt fólk skilur þetta ekki ennþá,
en jafnréttið er eina svarið."
Einn hljóðmaður spurði mig:"Svar við hvaða spurningu?"
Ég gat ekki svarað honum, en það var hluti af gríninu hjá mér, að sýna fram á hvernig fullt af málsmetandi fólki heldur einhverju fram sem það skilur ekki sjálft, hálfkláruð setning eða pæling, órökvís.
Þriðja erindi:
"Við trúum öll á jafnréttið,
við trúum öll á jafnréttið,
jafnréttið er eina svarið".
Trúin er það sem ekki er hægt að rökstyðja eða útskýra.
Mér fannst þetta bæði fyndið og satt og rétt, að femínismi væri trúarbrögð, hin nýju trúarbrögð samtímans. Ég var á undan tímanum með þessa túlkun mína, því þá fannst fólki þetta réttlátt, öfgarnar voru ekki komnar mjög mikið í ljós, en ég skynjaði hvað var að fara að gerast.
Erindi númer 4:
"Við viljum öll jafnrétti,
við viljum öll jafnrétti,
jafnréttið er eina svarið".
Orðið allur misskilst oft. Fólk sem vill hafa áhrif þykist tala fyrir alla. Hverjir þessir allir eru það er svo annað mál. Er það ég allur eða við tveir allir (báðir) eða við allir þrír eða einhverjir fleiri?
Fólk er nú ekki lengi að sjá að þetta er löðrandi í húmor og skemmtilegheitum.
Fimmta og síðasta erindið:
"Jafnréttið er framtíðin,
jafnréttið er framtíðin,
jafnréttið er eina svarið".
Hér er komið svolítið annað hljóð í strokkinn hjá ljóðmælandanum. Hann segir að jafnréttið sé framtíðin, og þá er verið að viðurkenna að það sé eftir að berjast fyrir einhverju í jafnréttisbaráttunni, en í hinum erindunum var þó sigurfögnuðurinn oft svo mikill að sú víma yfirskyggði allt annað.
Eins og sjá má þá er þetta alveg útpældur texti og meitlaður á snyrtilegan og fíngerðan hátt. Jafnvel þótt í honum sé hvorki rím né stuðlar og höfuðstafir, þá er þetta ekki útí loftið, heldur er þarna ekki mikil ljóðræna.
Stílbrögð eins og ýkjur og slíkt er áberandi.
Ljóðmælandinn er einhver sem trúir þessu.
Margt bendir þó til að ljóðmælandinn sé barnalegur og órökvís, og sé að reyna að ganga í augun á einhverjum eða einhverri með þessu.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 6
- Sl. sólarhring: 88
- Sl. viku: 786
- Frá upphafi: 129958
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 595
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.