8.9.2024 | 02:56
Snafsinn þiggur, ljóð frá 3. október 1991.
Elska kannski eina nýja,
eitthvað reiði þannig dvínar.
Hún þótt meiði hyggjur fínar,
heimi vitrast önnur sía.
Þegar göngum takt í telpa,
tíminn verður ljúfur, góður.
Er ég gerður eins og óður,
eins þótt heyri gjammið hvelpa.
Ertu að þora inn að troða?
Ertu feiminn, kvennahræddur?
Verður gleyminn, mjög svo mæddur?
Mas er tímans gagnslaus froða.
Snotur drengur snafsinn þiggur,
snemma gerður innri dugur.
Eins sem verður eins og hugur
alltaf gegnir, mild svo liggur.
Hún sem talar vill og veit það,
víkst ei undan, kyrr þar stendur.
Könnum mundan, meyjalendur,
mjög það hræðist, í mig beit það.
Aðeins tala aftur gumi,
Ertu að bora, sorg að týna?
Vildi þora, viljann sýna,
verður meiri en þessi og Tumi?
Bjóddu henni heim án ótta,
hún mun vilja sönginn nema.
Ekki hylja ástarþema,
aðrir telja slíkt nú þótta.
Þybbin bara, þó ei valið,
þetta er ekki Herdís drauma.
Býður hlekki báran nauma?
Býsna margt gat túnið kalið.
Glepja hinir? - Glötun víða?
Gleymist sími, farðu innar.
Nú er tími nektar þinnar,
neyddu þig og hættu að kvíða!
Kennslustundin, klukka glymur!
Kanntu að missa tækifæri?
Muntu kyssa meyju á læri?
Missir jötunn tap um rymur.
Orðaskýringar á sjaldgæfum orðum eða þá nýyrðum í kvæði þessu: Hvelpur:Hvolpur.
Mundan: Stefnumið, takmark, eitthvað sem maður vill, eins og að munda vopn.
Missir: Nafn á jötni tapsins.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
- Endurútgáfa á mínum hljómdiskum, ekki enn orðin að veruleika ...
- Hneykslaðar keddlíngar af báðum kynjum það versta sem til er ...
- Kynið dýrka drósir, ljóð frá 8. febrúar 1997.
- Kannanir sýna aftur og aftur ESB flokkana með um það bil 40% ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.11.): 93
- Sl. sólarhring: 95
- Sl. viku: 626
- Frá upphafi: 126789
Annað
- Innlit í dag: 65
- Innlit sl. viku: 476
- Gestir í dag: 56
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.