7.9.2024 | 01:05
Líklegra en nokkru sinni fyrr að Kamala Harris verði næsti forseti
Þegar Trump varð forseti 2016 var hann svo fáránlegur kostur, bæði vegna gervilegs útlits og fáránlegra takta og tiktúra að maður skildi ómögulega hvers vegna meirihlutinn kaus hann.
Það virðist oft einkenni á bandarísku þjóðinni, að hún velur ólíklegasta kostinn. Með því að mikill fjöldi fylkir sér utan um frambjóðanda sem kannski fleirum líkar illa við af virðulegu og málsmetandi fólki í fjölmiðlum er þessi fjöldi, sem kannski endanlega ræður úrslitum, að sanna að bandaríski draumurinn sé til, að allir geti orðið fremstir í Bandaríkjunum, sem tilheyra minnihlutahópum, eða eins og í tilfelli Trumps, eru með appelsínugult og upplitað gervilegt hár, og heimskulegir í orðavali og hlægilegar fígúrur hreint út sagt að öllu leyti. Nú er Trump orðinn virðulegri og virtari og kannski verður það honum einmitt að falli.
Það er kannski einmitt málið, að samsæriskenningarnar sem fjalla um demókrata og Kamölu Harris gera hana að forseta næst.
Ungir kjósendur hafa víst alltaf haft mikil áhrif í Bandaríkjunum þegar kemur að kosningum, sem spænskættaðir og svartir eða kynþáttablandnir finna samhljóm með. Trendin hjá ungu fólki skipta máli, ég held að það sé sá hluti bandarískra kjósenda sem er óákveðinn og lætur fylgið sveiflast.
Þá á ég við ungar konur bleikar, (fölar, norrænar, arískar), og unga pilta aríska, sem eru bæði til vinstri og hægri, en sveiflast og skipta um skoðun, háskólafólk með skoðanir og áhuga á pólitík, gjarnan sammála uppreisnarhópum sem vilja mannréttindi af spænskum/mið/suðuramerískum ættum og afrískum eða suðurevrópskum.
Sameinað myndar þetta fólk stóran kjósendahóp sem stundum fer til hægri og stundum til vinstri. Þegar Trump varð forseti held ég að margir úr þessum hópum hafi kosið hann, einmitt vegna þreytu á því hefðbundna, sem Hillary Clinton var tákn fyrir, sem fyrrverandi forsetafrú og innsti koppur í búri erlendra stofnana, evrópskra, hjálparstofnana og... you name it.
Nú virðist mér dæmið hafa snúizt við. Trump er ekki lengur töff, heldur þreyttur samsærisnörd og gamall sem juðar og nagast á sömu tuggunum sem æ færri trúa.
Þegar Joe Biden var kosinn mættust stálin stinn. Þá mættu allir á kjörstaðina og kusu því þeir hræddust að andstæðingurinn yrði kosinn, og munum að Joe Biden var vissulega kosinn með fremur litlum mun, og því kannski full ástæða fyrir aðdáendur Trumps að tala um svindl, sem alltaf var og er möguleiki, en í sögulegu samhengi eru kosninganiðurstöðurnar 2020 í Bandaríkjunum komnar í flokk með öðrum stórum samsærum, eins og JFK, tunglgangan, geimverur og margt fleira. Það er ennþá himinn og haf á milli skoðana fólks á kosningunum 2020, og kannski einmitt vegna þess hversu hart demókratar sækja það með öllum ráðum að sanna að ekkert svindl hafi þar átt sér stað og Trump lögsóttur út af þessu af fullum þunga og að mestu án árangur samt, þá vaknar einmitt sá grunur að verið sé að leyna einhverju.
Þetta með að Harris tekur fram úr Trump í kjörmannakerfinu gefur sterkustu vísbendinguna um að hún verði næsti forseti. Þetta er nokkuð endanlegt eins og Einar Björn fjallaði um í sínum pistli. Að vísu er fjölmargt flókið í þessu kjörmannakerfi, ekki rétt að afskrifa Trump strax, en vísbendingar eru miklar um sigur Kamölu Harris næst.
Einar Björn er naskur á margt og sem stjórnmálafræðingur hefur hann forskot fram yfir marga sem ekki hafa þá menntun.
Bæði er að Kamala Harris hefur fengið stuðning íhaldsama kerfisins og einnig unga fólksins, að því er mér virðist. Lausafylgið er allt á hreyfingu til hennar, eða mjög stór hluti þess, og jafnvel þótt sú þróun gæti breyzt fram að kosningum má segja að nú eigi Trump á brattann að sækja miðað við kjörmannafjölda.
Það munar mestu um Djúpríkið og Elítuna, gyðinga, og aðrar sterkríkar ættir þjóðabrot og bundnar völdum og hefðum frá fornu fari. Þeim ógnar Trump og nú ætlar hann ekki að hafa þann skiðþunga sem hann hafði 2016, sem villikort, órætt spil sem allir hlógu að þangað til kom í ljós að hann hafði stuðning hins almenna kjósanda.
En hvað má þá segja um framtíð repúblikana?
Getur það verið að sú þróun haldi áfram sem gerði Donald Trump að forseta árið 2016? Þá á ég við þetta, að bilið breikki á milli ríkra og fátækra og svo á milli kynþátta, menntaðra og ómenntaðra og fleiri hópa?
Ef repúblikar einhvernveginn ná að virkja þetta óánægjufylgi og annar frambjóðandi komi fram jafnvel enn meira sannfærandi en Trump, þá gæti þetta orðið sigurleið síðar hjá þeim.
Ef Kamala Harris sigrar núna er Donald Trump búinn að vera sem mögulegur forseti, þá mun hann aðeins lifa á fornri frægð, og sennilega lenda mjög illa í öllu sem hann hefur verið dæmdur fyrir, og því myndi forsetaferill að nýju bjarga honum úr klandri vegna fríðindanna sem því fylgja.
Harris tekur fram úr Trump í kjörmannakerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 98
- Sl. sólarhring: 210
- Sl. viku: 782
- Frá upphafi: 129897
Annað
- Innlit í dag: 87
- Innlit sl. viku: 598
- Gestir í dag: 80
- IP-tölur í dag: 80
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta verður rannsóknarefni fyrir stjórnmálafræðinga sem hafa áhuga á lýðskrumi sem er stundum ranglega bendlað við lýðhyggju eða "pópúlisma" en það er lögmæt stjórnmálastefna.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.9.2024 kl. 03:08
Já ég ætla að vona að stjórnmálafræðingarnir rannsaki þá líka lýðskrumið hjá demókrötum, rangfærslur og slíkt.
Pólitíkin öll gengur útá lýðskrum, sannleikanum er hagrætt fyrir eitthvað sem fólk vill. En loksins þegar þjóðerniskennd verður svo áberandi að einhver eins og Trump verður forseti útá hana, þá er hún orðin að vandamáli fyrir hina sem hafa gagnrýnt hana áratugum saman. Sem sé, ekki farið í málefnin heldur að skrímslavæða fyrirfram. Margt sem maður les um Trump frá andstæðingum hans er byggt á hreinni andúð og hatri á honum. En þannig er reyndar margt sem Trump lætur útúr sér líka og hans fólk.
Takk fyrir innlitið Guðmundur, beztu kveðjur.
Ingólfur Sigurðsson, 7.9.2024 kl. 18:52
Einmitt það sem ég er að meina, það þarf að rannsaka lýðskrumið hjá demókrötum eins og öðrum lýðskrumurum.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.9.2024 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.