Veldu vinur, ljóð frá 12. desember 1991.

Eins hafið áfram knýst,

er mitt hjarta bundið

þeirri er þrái,

það er hvikula sundið...

Soffía Sóley

sannlega minnir á hana.

Vil ég frægur verða?

Vissulega, ábyrgð, þungi.

Er sá ungi,

ennþá finnst mér bíða þessi rétta...

Seinna upp þú kemst þá kletta,

ef kannt að verða maður gerða.

Böl þér ræður bana,

bætir fáa pundið.

Ennþá dísina dái,

dregst að svikum viljamanna kannski þó ei.

Maður þó við mörgu býst.

 

Einbeitt get mér aftur nú,

ætla að sinna skóla.

Beindu broddi

bara annað, róla.

Fullt af flottum

feikigóðum kroppum...

Ástin kviknar ekki,

eitthvað sérstakt hana vekur.

Sá er sekur

sem ei hlýðir náttúrunnar kalli.

Oft er betra í syndasvalli

en samfélagsins þola hlekki.

Oft í hindrun hoppum,

í hópi margra fóla.

Við mig viðkvæmnin loddi,

verð að segja að hatrið fyllti skip af rottum...

Einhver betri, einmitt þú?

 

Ekki er frostið úti kalt,

allir mig um tala.

Lýðinn leiddi,

Loki þarf að gala...

Veldu vinur,

vertu ekki að hika...

Gamlir aðrir gerast,

glata þrótti og kjarki bráðum...

Rýrum ráðum

rétt að fylgja, hlusta á snilling manna...

Þori dýrsins djúp að kanna?

drápsköll þaðan jafnvel berast?

Líður voðavika?

verð mér þá að svala?

Æsku í feimnina eyddi,

er ég nú að skilja og þroskast, jafnvel linur,

Í sigri verður samlíf valt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 40
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 610
  • Frá upphafi: 119331

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 500
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband