Af hverju tjáir Sigríður ríkissaksóknari sig núna? Er það vegna þess að hún finnur að það er nauðsynlegt því spjótin eru farin að snúast gegn henni sjálfri? Gott hjá Guðrúnu dómsmálaráðherra að bíða með ákvörðun

Helgi Magnús fær jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum. Fólkið í landinu stendur með honum.

Staða Sigríðar ríkissaksóknara veikist og þess vegna þykist hún ekki kannast við söguskýringar Helga um Kourani. Það er varnarviðbragð af hennar hálfu að reyna að skrifa söguna þannig sér í vil. Það reyna allir eða flestir með misjöfnum árangri, í mismiklum mæli.

Það þarf ekki einusinni sálfræðinga til að allir geti vitað það að minni fólks er valkvætt, það þykist ekki muna eftir einhverju og annað er því í fersku minni sem er því ljúft að muna.

Enda ætti Guðrún dómsmálaráðherra að fara eftir staðreyndum málsins, túlkanir og orð, það er loðnara við að eiga.

Eins og Bjarni Benediktsson sagði, það sem Helgi Magnús þurfti að þola, það var ekki verjandi.

Loksins tjáir Sigríður ríkissaksóknari sig, og ver sig, en það hefur Helgi Magnús þurft að gera í langan tíma vegna hennar ásakana í hans garð og málaleitana við Guðrúnu dómsmálaráðherra að honum verði vikið úr starfi.

Ég vil minna lesendur þessa bloggs á það að Helgi Magnús hefur fengið mjög jákvæða athygli í fjölmiðlum alveg síðan þetta mál byrjaði að Sigríður reyndi að losna við undirmann sinn með þessum hætti.

Nú síðast í gær fékk Stöð 2 Helga Magnús í viðtal í Ísland í dag. Sigríður J. Friðjónsdóttir hefur hins vegar lítið eða ekkert verið í fjölmiðlum eins og undirmaðurinn, Helgi Magnús.

Það segir okkur venjulegum lesendum að Helgi Magnús fær jákvæða atygli, fólk vill HEYRA HANS HLIÐ á málinu milliliðalaust.

Kannski var það gott af Guðrúnu dómsmálaráðherra að taka sér langan tíma í að taka ákvörðun. Gagnrýnin á stjórnsýslu Sigríðar ríkissaksóknara fer sennilega vaxandi.

En það er jafnvel sama hvernig þetta mikilvæga mál fer, því það er búið að varpa ljóskastara inní störf embættismanna eins og Sigríðar ríkissaksóknara, sem hafa verið pólitískir allan sinn feril, rekið erindi ESB en ekki endilega gert það bezta fyrir land og þjóð.

Í ljósi þessa máls þarf að líta með gagnrýni á alla stjórnsýslu Íslands að minnsta kosti frá því EES samningurinn var undirritaður.

Sjálfstæði landsins á að vera í fyrrúmi og hagsmunir þjóðarinnar. Nú leikur efi á að embættismenn fari eftir því.


mbl.is Kannast ekki við söguskýringar Helga um Kourani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 40
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 610
  • Frá upphafi: 119331

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 500
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband