Stelpur eiga hópsál heldur, ljóð frá 15. september 1991.

Stelpur eiga hópsál heldur,

hér er fyrirgefið margt...

Reynir þú að reka á eftir?

Raunar verður margt þá svart.

Ef þú gætir aðeins sagt...

aðra hyggju frá þér lagt.

Bækur blaðra,

biðja um aðra,

koma krepptir

kannski apar, margt þó gremju stráka veldur.

 

Einmitt þar sem kvölin kemur

kann ég við þá ungu snót,

ekki birtast ljósir lokkar,

lipur er með snotran fót.

Erfitt á að venjast því,

augu lýsa gegnum ský.

Andlit annað,

ekkert bannað,

þannig þokkar

þrýsta á og geðið bara þessi temur.

 

Alltaf finnst ég utangátta,

aðeins læri skamma stund.

Heima syng ég heldur skvísa,

hef að minnka sára und.

Sumir græða grilljón hratt,

gagnamagn það varla satt.

Vil ei vinna,

vörnum sinna,

lokkum lýsa,

ljóskan átti að gera fleiri stráka sátta.

 

Ein mér hefur angri valdið,

ekki þú svo dökkhærð nú.

Fátt er talað, frímínútur,

finnst mér stundum betri þú.

Hennar línur liggja þó

langtum meira upp við sjó,

vekja vilja,

vil ei hylja

bitri bútur

bláa sögu, margt þó rangt um gremju haldið.

 

Ef ég bara ætti hópsál,

inní klíku að masa, þú...

Prófum næ fyrst píur brosa,

pínan yrði skárri brú.

Ekki er hægt að elska þó

eftir pöntun, þjáist nóg...

Vil þig virkja,

vina styrkja,

reyni rosa

að reka, nóg finnst um þá víðu fjöldans dópsál.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 84
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 766
  • Frá upphafi: 130565

Annað

  • Innlit í dag: 58
  • Innlit sl. viku: 563
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband