31.8.2024 | 01:17
Um myndasögurnar um Konna kokk eftir mig
Gorró og félagar var fyrsti teiknimyndasöguflokkurinn sem ég bjó til. Fæstar hef ég lokið við, þó samt fáeinar.
Jói og félagar er sá teiknimyndasöguflokkur sem ég vann mest að sem unglingur, eða frá 1984 til 1989.
Konni kokkur er einnig persóna eftir mig, sem var samsett úr mörgum fyrirmyndum.
Maggi spæjarameistari er svo enn ein sería sem ég kláraði ekki, en ein bók hefur lengi verið í smíðum, sú fyrsta.
Annars langar mig að lýsa Konna kokk.
Hann er sambland úr Viggó viðutan og persónu sem Þorsteinn Eggertsson bjó til í laginu Konni kokkur sem Þorgeir Ástvaldsson og Magnús Ólafsson sungu árið 1983. Minn Konni kokkur er samsettur úr fleiri persónum. Nafnið á persónunni fékk ég þó úr laginu sem þeir félagarnir sungu.
"Ég er kokkur á kútter frá Sandi" söng Ragnar Bjarnason eitt sinn, "og fæ kjaftshögg hvern einasta dag." Minn Konni kokkur er þannig.
Auk þess verð ég að minnast á Cosper, í myndasögum Moggans. Talsvert af hugmyndafræðinni og myndunum er undir áhrifum frá honum. Ketilríður er í útliti og innræti eins og móðirin skapmikla og breiðleita.
Þær myndasögur eru eftir Danann Siegfried Cornerlius, sem var jazztónlistarmaður og myndskreytir.
Hér áður fyrr á 20. öldinni þótti það fyndið þegar konur voru sýndar ofbeldisfullar, því það þótti stríða gegn raunveruleikanum sem var á þá leið að karlar fengju frítt spil að beita konur ofbeldi.
Því miður hef ég ekki lokið við mikið af þessu um Konna kokk. Ein bók var gerð 1988, en vinnubrögðin voru ekki alveg til sóma, ég vann hana of hratt, og var þá ákveðinn að leggja myndasögugerð á hilluna. Engu að síður koma saman í þeirri bók upp á 46 margar meginhugmyndirnar á bak við Konna kokk.
Forsíðu gerði ég að fyrstu bókinni árið 1984. Þá voru allar hugmyndirnar komnar, aðeins eftir að vinna úr þeim, sem ég nennti raunar ekki fyrr en 1988, og þá ekki með eins vönduðum hætti og ég áætlaði í upphafi.
Engu að síður er þetta bráðfyndin persóna.
Konni kokkur er rauðhærður en Viggó viðutan er dökkhærður. Báðir reykja þeir mikið og eru kæruleysislegir í útliti og framkomu. Báðir hafa áhuga á uppfinningum og sprengingar verða af þeim sökum reglulega.
Konni kokkur á ofbeldisfulla eiginkonu sem heitir Ketilríður. Þótt skipstjóri berji hann reglulega vill hann frekar vera á sjónum, því hann hræðist eiginkonuna meira, hún lemur hann meira en skipstjórinn! Þannig að líf hans er ekkert sældarbrauð!
Húmorinn í bókunum um Konna kokk felst í því að hann lætur allt yfir sig ganga, er alltaf brosmildur, lærir aldrei af mistökunum, og þolir eilíft ofbeldi en heldur samt áfram að gera mistök og elda vondan mat og skaprauna fólki á allan annan hátt.
Viggó viðutan er ekki barinn svo mikið sjálfur, heldur lenda aðrir í skrifstofunni í vandræðum út af honum. Þó er það helzt Eyjólfur á skrifstofunni sem lemur Viggó stundum.
Þannig að þótt líkindi séu með Viggó viðutan og Konna kokki þá eru þeir ekki eins.
Ég væri til í að aðrir gerðu nýjar bækur um þessa persónu mína. Mér finnst hún of góð til að fara til spillis, en ég nenni ekki lengur að sinna þessu, og aðrir teikna betur og gætu búið til brandara, fyllt bækur með þessum húmor.
Engu að síður er ég sá sem bjó til persónuna og aukapersónurnar, skeytti þessu saman úr allskonar áttum sem ég hef tiltekið hér.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 107
- Sl. sólarhring: 109
- Sl. viku: 779
- Frá upphafi: 133459
Annað
- Innlit í dag: 90
- Innlit sl. viku: 599
- Gestir í dag: 86
- IP-tölur í dag: 84
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.