28.8.2024 | 00:03
Breyttar aðstæður, dýrt fyrir þjóðarbúið að of margt fólk búi þar sem gýs og skelfur mikið, og hættusamt
Almennt séð má segja að forsjálni sé ekki ráðandi á þessu landi. Nú eru þessar breyttu aðstæður hvað varðar skjálftavirkni og gosvirkni á suðvesturhorninu. Málið er það að Reykjavíkursvæðið var byggt upp fullkomlega án þess að taka eitthvað svona með í reikninginn, það er að segja virknitímabili sem getur staðið í 200 ár eða meira. Hús eru hér byggð sterk, en þó má auðveldlega sjá fyrir að lagnir geti farið í sundur inni í húsum og í götum ýmsum, bæði raflagnir og vatnslagnir, og margt af þessu mjög komið til ára sinna og þarf viðhald.
Ég held að það sé alveg öruggt að manntjón verður, við vitum bara ekki hversu mikið. Það skynsamlegasta væri að færa höfuðborgina og þetta þéttbýli annaðhvort norðvestur eða þá austur á land. Það segir sig sjálft að sama hvernig reynt er að tjasla við þetta, fyrst allt er komið á hreyfingu verður þetta eilíf barátta við náttúruöflin á þessu svæði. Jafnvel þótt hægt sé að forða manntjóni að mestu leyti, þá mun slík barátta við náttúruöflin kosta þjóðarbúið mjög mikið, og það er heldur ekki skynsamlegt.
Ekki er hægt að breyta um stefnu í svona búsetumálum nema á löngum tíma. En það þarf að ræða alvarlega um þetta og taka stefnumótandi ákvarðanir um dreifingu byggðarinnar, og að byggja upp dreifbýlli svæði á landinu kerfisbundið, og styðja dreifbyggðina miklu meira.
Skjálftinn reyndist stærri en talið var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 112
- Sl. sólarhring: 149
- Sl. viku: 776
- Frá upphafi: 130361
Annað
- Innlit í dag: 75
- Innlit sl. viku: 582
- Gestir í dag: 72
- IP-tölur í dag: 72
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.