Ágætt Silfur, Bjarni formaður Sjálfstæðisflokksins telur bogann spenntan of hátt hjá fólki, finnur enga sök hjá stjórnvöldum

Mér fannst Silfrið gott að þessu sinni. Viðtal Sigríðar Hagalín frænku minnar við Bjarna lét hann opinbera sig og margt sem framundan er.

Silfrið var að mörgu leyti prýðilegt. Halla Gunnarsdóttir og Jón Ólafsson fordæmdu bæði stríðin í Úkraínu og á Gaza. Lokaorðin sem Jón Ólafsson sagði voru eins og töluð út úr mínum munni, að Úkraínustríðið eyddi framtíðarmöguleikum Úkraínu og Rússlands, og heimsins alls.

Mér finnst það gaman þegar ég get bæði verið sammála vinstrimönnum og hægrimönnum í sama Silfursþættinum.

Vigdís Häsler var ættleidd frá Indónesíu eins og lesa má um í Morgunblaðinu og Netinu og því af asískum ættum en hún þekkir íslenzka menningu eins vel og við sem eigum ættir að rekja til norrænu víkinganna. Mér finnst það alltaf jafn rasískt þegar dökkt fólk er spurt beint eða óbeint um popúlisma eða rasisma á Íslandi ef það kvartar ekki undan honum sjálft, eins og sama lífsreynsla eigi við um alla sem hafa dekkri húðlit en fjöldinn.

Enda reyndi hún að eyða slíku tali og talaði eins og aðrir um það sem lýtur að öllum öðrum, það er að segja dýrtíðin, verðbólgan, dýr matur og dýrt húsnæði.

Það sem Halla Gunnarsdóttir sagði strax eftir viðtalið við Bjarna Benediktsson hitti alveg í mark hjá mér, og ég var henni hjartanlega sammála um að Bjarni væri ekki að tala frið inní samfélagið og stjórnmálin heldur ófrið, og að hann væri frekar að tala inní kjósendahóp Sjálfstæðisflokksins.

Sérstaklega fannst mér áhugavert þetta sem Halla Gunnarsdóttir sagði um það hvernig Bjarni væri að kenna alþýðunni um það sem stjórnmálamenn hefðu gert og seðlabankastjóri, með háum vöxtum og þenslu í hagkerfinu.

Þetta er einmitt málið og ein af stóru ástæðunum fyrir því að fylgi Sjálfstæðisflokksins er á niðurleið.

Rétt er það að bæði Vinstri grænir og Sjálfstæðismenn hafa yfirgefið sín stefnumál, en svo er hin aðalástæðan fyrir æ minni fylgi þessara flokka, það er verðbólgan, dýrtíðin og versnandi kjör allra í landinu, nema elítunnar, sem pólitíkusarnir jú tilheyra sjálfir og vilja því ekki vita af því!!!

Halla Gunnarsdóttir er aftur gengin í Vinstri græna. Það ásamt því að Steingrímur J. Sigfússon, kempan sú arna, er aftur kominn til verka í uppvaskið þar og tiltektina eftir sukkið með íhaldinu sannfærir mig um það að eitthvað líf er aftur að færast í Vinstri græna eftir brotthvarf Katrínar hinnar síglottandi, eða flissandi eins og annar bloggari hefur orðað það. Það kæmi mér ekki á óvart þótt Vinstri grænir fengju 5% eða meira þegar næst verður kosið, og nái því inná þing, kannski með naumindum, en ég er ekki svo viss um að fylgi þess flokks verði mikið á næstunni.

Í þessum Silfursþætti kom svo vel í ljós hvers vegna þessi stjórn er á fallanda fæti og hversvegna lífskjörin fara versnandi. Pólitíkusarnir eru arfalélegir, og Bjarni Benediktsson engin undantekning á því, og þó vil ég enn hrósa honum fyrir að hafa stjórnað fjármálaráðuneytinu eins og einhver sem kann til verka.

Aldrei í öðrum Silfursþætti finnst mér Bjarni hafa komið upp um vantkanta sína eins mikið.

Þá kem ég einmitt að því sem hann talaði talsvert um, samgöngusáttmálann, Borgarlínuna.

Það sem einmitt vakti mesta athygli mína við þetta langa drottningarviðtal sem hann fékk í upphafi Silfursins var að hann talaði eins og Dagur B. Eggertsson endurholdgaður, um dásemdir og mikilvægi samgöngusáttmálans, borgarlínunnar þar með! Þetta kom mér á óvart.

Eitt sinn lýsti hann ákveðnum efasemdum um það allt, og ég fór með vini mínum á fund í sjálfstæðishúsinu Valhöll í fyrra, og þar var samgöngusáttmálinn til umræðu, og Bjarni sat fyrir svörum. Voru langflestir þar inni með efasemdir um samgöngusáttmálann og borgarlínuna, ef ekki alfarið á móti hvoru tveggja. Voru þar gamlir og góðir sjálfstæðismenn sem maður kannaðist við úr fjölmiðlum, og þeir lýstu ekki hrifningu á þessum framkvæmdum, en af kurteisi fékk Bjarni ekki mikinn mótbyr þó, nema frá fáeinum.

En í Silfrinu virtist Bjarni Benediktsson vera orðinn Dagur B. Eggertsson endurholdgaður. Hann talaði um að ljúka þessum áætlunum og að þetta væri mikil og merkileg framtíðarsýn, og að komandi kynslóðir myndu bara borga og eitthvert félag sem hefði verið stofnað, og að eignir yrðu seldar fyrir þessu öllu, en almenningur ekki látinn borga brúsann samt. Ákveðin þversögn var í því.

Hann virtist sannfærður um að þetta væri svo voðalega góð lausn fyrir samgöngur í Reykjavík og á öllu svæðinu.

Það er ekki nóg með það að Einar Þorsteinsson núverandi borgarstjóri sé orðinn Dagur B. Eggertsson endurholdgaður, heldur einnig Bjarni! Það er fullmikið!

Hvar eru efasemdaraddirnar núna innan Sjálfstæðisflokksins, borgarinnar og ríkisstjórnarinnar???? Þessi borgarlínuframkvæmd er jafn mikið helvítis rugl og í upphafi þótt fæstir segi það lengur!!!!!!

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sem sagt stundað málamiðlunarpólitík, og er farinn að reka erindi Samfylkingarinnar!!! Kannski það sé einnig ástæða fyrir minnkandi fylgi!!!

Síðan eru það þessi orð Bjarna um að fólk hafi spennt bogann of hátt, og verðbólgan sé vandamál þessvegna.

Bjarni Benediktsson lýsti sökinni hjá almenningi á versnandi kjörum almennings. Slíkt viðhorf þurrkar út fylgi flokkanna.

Það þyrfti annan pistil til að fjalla um efnahagsmál, en til dæmis hefur Magnús Sigurðsson bloggari fjallað vel um það að vaxtastefna Seðlabankans sé gagnrýniverð, og að stjórnvöld beri einnig ábyrgð á þessari kjaraskerðingu hjá fólkinu í landinu.

Af þessu Silfri er það ljóst að það er mikil gjá á milli stjórnvalda og almennings. Það kæmi mér ekki á óvart þótt önnur búsáhaldabylting gæti byrjað í vetur!!!


mbl.is Borgarlína: Hundruð þúsunda á hverja fjölskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 162
  • Sl. viku: 720
  • Frá upphafi: 125311

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 572
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband