25.8.2024 | 00:09
Hughrif um að hægriöfgamaður væri sekur breyttust í raunveruleika á RÚV
Ekki er rétt að kalla það skondið en sorglegt frekar, þegar í fyrstu var það látið líta svo út að mögulega væri hægriöfgamaður á ferðinni út af þessari hnífaárás í Þýzkalandi, þar til fréttamaður RÚV sagði undir lok fréttatímans í gær:"Þær fréttir voru að berast að Islamska ríkið lýsti ábyrgð á ódæðinu", eða eitthvað á þá leið. Spennufall.
Í upphafi fréttatímans var fjallað um þetta og vitnað í þýzkan lögreglumann, að ekki væri hægt að útiloka hryðjuverk vegna kringumstæðnanna. Í þeim orðum fólst um leið ákveðin sakbending án orða, látið liggja í loftinu og áhorfandinn látinn bölva rasistum í hljóði, því við vitum hvernig pólitíkin er á RÚV, að fjölmenningin sé góð og fólk saklaust sem aðhyllist hana, en sekt það fólk sem mótmælir henni, eða til allra voðaverka víst.
Ekki kemur það hér fram skýrt í þessum veffréttum á Morgunblaðinu, en í RÚV var hinsvegar mikið gert úr því að hnífaárásin hafi verið gerð þegar "fjölbreytileikanum var fagnað", og þá dettur manni fyrst í hug eitthvað tengt Gleðigöngunni og hinseginfólki, en RÚV leggur mikið uppúr því að mikið sé til af vondu fólki sem vilji gera árásir á hinseginfólk eða í tengslum við þeirra viðburði, og þá eru annaðhvort kristnir öfgamenn taldir sekir eða hægriöfgamenn, eða eins og þarna, islamskir ofstækismenn.
Ég fór að velta fyrir mér, getur það verið að Vesturlönd séu orðin dofin fyrir hættunni sem berst frá framandi menningu? Getur það verið að þeir sem stjórna fjölmiðlunum séu svo uppteknir af því að klína sök á pólitíska andstæðinga að almenningur verði dofinn og telji það eðlilegt að ofbeldisstigið hækki hérlendis og annarsstaðar?
Ríki íslams lýsir ábyrgð á hendur sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 29
- Sl. sólarhring: 145
- Sl. viku: 741
- Frá upphafi: 125332
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 586
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það vita allir núna að hægri öfgamenn ganga ekki um myrðandi fólk.
Slíkt gera bara múslimar og kommúnistar.
Ásgrímur Hartmannsson, 25.8.2024 kl. 18:23
Vita allir nema fjölmiðlamenn, ekki satt? Jú allt getur komið fyrir, einnig það.
Ingólfur Sigurðsson, 25.8.2024 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.