Stöðnuð menning

Hemmi Gunn, Hermann Gunnarsson, var dæmi um góðan spjallþáttarstjórnanda í anda Phil Donahue, sem er nýlátinn. Gísli Marteinn Baldursson nær að eiga sína aðdáendur, en mjög stór hluti þjóðarinnar lítur samt á hann sem léttvægan trúð og þættina hans fulla af sjálfhverfu bulli, einstrengingslegum woke-áróðri og hreinum barnaskap á við menntskælinga.

Það eru engar ýkjur að sjónvarpsdagskráin er mjög léleg og hefur verið lengi. Metnaðurinn er enginn. Sömu hræðurnar ár eftir ár, sama stöðnunin, sami vinstriöfgahatursáróðurinn í garð þjóðlegheita, sama fjölmenningin, sama wokið.

Þetta verða landsmenn að borga fyrir. Stöð 2 er örlítið skárri á köflum, en þar er innlend dagskrárgerð ekki fjármögnuð nægilega svo hún er lítil og of mikið af þessum glamúrpíum og annarskonar nútímamenningu á kostnað breiðari menningar.

Ég hef oft skrifað um það að miklu betri dagskrá var á RÚV frá 1966 til 1986, um það bil, og svolítið lengur.

Þá var allt hrátt, frelsið algert og margt sent út sem kom beint frá býli, beint frá hjartanu, og margt látið flakka, bæði fyndið og satt, og ekki ritskoðun mikil eða pólitísk rétthugsun.

Nú er allt orðið vélrænt þarna. Allt samkvæmt handriti frá Bandaríkjunum eða ESB, samkvæmt reglugerðum ströngum.

Þetta er eins og með margt í þjóðfélaginu. Hversu lengi er hægt að þola þetta?

Það er mjög merkilegt að fylgjast með því hvernig alþjóðasinnarnir, sem hafa rænt vinstriflokkum og jafnaðarflokkum og nauðgað þeim, og líka miðjuhægriflokkum, hvernig þeir halda völdum í Bretlandi með ólýðræðislegum aðferðum eins og að fangelsa og dæma pólitíska andstæðinga á tveimur dögum, eiginlega án dóms og laga eða réttarkerfisins eins og það er túlkað í alvöru lýðræðisríkjum! Yfirleitt er það að margar hliðar eru á svona málum, þetta eru ekki meðfæddir glæpamenn þessir "hægriöfgamenn", heldur reitt fólk!

Í Svíþjóð, Þýzkalandi og víðar nota jafnaðarfasistarnir sömu aðferðir, ólýðræðislegar, halda "lýðskrumsflokkum" frá völdum með fordómum og hatri í garð þjóðlegra gilda, sem áður héldu öllu saman og sköpuðu réttlæti, mannréttindi, mannvirðingu.

Við fylgjumst með því hvernig fjölmenningin sem beið skipbrot fyrir um það bil tíu árum endanlega, þegar Donald Trump komst til valda með reiðibylgju og reiðifylgi miklu, og samskonar breytingar áttu sér stað víðar, við fylgjumst með því hvernig glæpasamtökin sem kalla sig "góða fólkið" og hefur yfirtekið hefðbundin stjórnmál, sem æ stærri hluti almennings er kominn með ógeð á og ælir yfir hreinlega, við fylgjumst með því hvernig þessir valdaræningjar sem hugsa um ekkert nema að njóta gæðanna frá sinni Elítu, og sitja að völdum sem lengst, og hvernig vinnubrögð þeirra verða æ ólýðræðislegri, eins og í Bretlandi og víðar.

Keir Starmer í Bretlandi er gott dæmi um svona öfgamann, sem þykist réttlátur, en er það ekki. Joe Biden var kjáni, en sumir halda því fram að Kamala Harris sé harðsvíraður samsæraplottari bak við tjöldin, og hafi þróað atburðarásina í Bandaríkjunum, og alltaf ætlað sér að ná völdum sem valdamesta manneskja í heimi.

Þessir harðsvíruðu Elítuspámenn og jafnaðarfasistar stjórna með harðri hendi ef þeir komast til valda, og alþýðan fær lítið sem ekkert. Þessvegna hafa Donald Trump og menn af hans tagi fengið firnamörg atkvæði fyrrverandi kommúnista og vinstrimanna, vinnandi fólks, sem sér sviksemi sinna eigin flokka útum allt.

Í svona stjórnmálaumhverfi er ekki boðlegt að hafa gjörspillta gleðigjafa á RÚV, sem eru eins og 5 ára krakkar smælandi yfir sinni Elítu, eins og Gísli Marteinn Baldursson!

RÚV er fullkomlega ólýðræðislegt apparat! Fólk hefur engin völd yfir því og hefur ekkert yfir dagskrá þess að ráða.

Af því að vinstriöfgamenn hafa þar fest rætur er ekki hægt að losna við þá eða breyta um stefnu þar.

Sjálfstæðisflokkurinn er svo veikur að hann getur ekki búið til nýtt sjónvarp sem fær meira áhorf en RÚV! Í Bandaríkjunum eru þó forríkir menn eins og Elon Musk sem hafa áhrif, og þar er flóra í fjölmiðlum en ekki einstefna bara!

Maður telur varla Útvarp Sögu með eða Fréttina. Fólk telur þetta sértrúarsöfnuð eða bara fyrir eldra fólk. Það er þó reyndar búið að breytast, eitthvað svolítið. Enda má segja að stjórnarseta Vinstri grænna hafi haft jákvæðar afleiðingar.

Sú var tíðin að ungliðadeild Vinstri grænna var með skæting og hatursáróður í garð íhaldsmanna og þjóðernissinna, og stilltu saman strengi við Pírata. Stundum tók Viðreisn þátt í þessum reiðikór þeirra.

Nú eru Píratar búnir að róast mjög mikið og stillast en Vinstri grænir eru loftlausir og alveg hættir með allan skæting eftir að hafa verið í ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokknum! Þeir hlýða öllu og éta allt ofaní sig í raun, en æmta og skræmta með því að álykta á flokksfundum sínum, en það nær ekkert lengra!

Sigmundur Davíð var í viðtali á Útvarpi Sögu nýlega. Hann spáði því að næst yrði kosin svipuð stjórn. Það er svipað og ég hef spáð, að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn myndi næstu stjórn. Kannski verður skrefið stigið til fulls inní ESB! Það kæmi mér ekki á óvart. Græðgi, spilling, völd, það er málið.

 


mbl.is Phil Donahue látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingólfur.

Ég hef sjaldan lesið eins raunsanna lýsingu á Gísla greyinu og hjá þér hér að ofan.

Það sem á eftir fylgir er með sömu gæði.

Veitti athygli nýju orði, reiðibylgju. Mjög lýsandi fyrir ástandinu í Bretlandi og víðar á Vesturlöndum.

Takk fyrir mig Ingólfur.

Kveðja úr borginni.

Ómar Geirsson, 21.8.2024 kl. 09:49

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir hrósið Ómar. Ég hef verið að reyna að fínstilla og finna inná hvað fólk vill lesa. Mér finnst þú jafnvel vera fyrirmynd í því, svo sannarlega. 

Þínir pistlar taka oft mjög vel á samtímanum eins og hjá Páli Vilhjálmssyni, þeim færa bloggara. 

Takk fyrir, já við höfum aftur hitann hér fyrir sunnan. Kuldakastið búið og lagnir farnar að virka í húsum.

Beztu kveðjur, Ingólfur.

Ingólfur Sigurðsson, 21.8.2024 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 120
  • Sl. viku: 665
  • Frá upphafi: 133472

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 505
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband