Esus og Jesús Kristur

Gaulversku guðirnir eru mjög heillandi, og gaulverska menningin, eins og öll keltneska menningin. Í Ástríksmyndasögunum er sögusviðið þetta heiðna samfélag frá því skömmu fyrir Krists burð, Frakkland til forna.

Lengi hefur vafizt fyrir mér annað atriði sem snýst um mannkynssögu, hvers vegna varð kristin trú eins útbreidd og raunin varð? Raunar eru mörg atriði í mannkynssögunni áhugaverð.

Mér nægir ekki einn heilagur guð, þeir verða að vera margir. Þetta kenndi Ingvar frændi mér enda og var heillandi að hlusta á hann fræða mig um þetta og fleira.

Hér vil ég fræða um guðinn Esus, sem var tignaður meðal Kelta og einn af þeirra meginguðum. Júlíus Sesar tengdi hann við rómverska guðinn Merkúríus, sem á grísku nefndist Hermes. Auk þess var ein reikistjarna sólhverfis okkar nefnd eftir þessum guði, reikistjarnan Merkúr. Kvikasilfur er jafnvel nefnt eftir þessum guði, því hann var oft sýndur með vængi á öxlunum eins og engill.

Í Babýloníu var þessi stjarna kölluð Nabu.

Guðaheitið Esus gleymist oft þegar um reikistjörnuna Merkúr er fjallað, en hann má ekki gleymast.

Júlíus Sesar sagði að Keltar (Gaulverjar) tignuðu samsvarandi guði og Rómverjar sjálfir. Það mun hafa verið rétt að einhverju leyti, en mikil einföldun, því Keltar tignuðu hundruði ef ekki þúsundir guða á víðfeðmu landsvæði sínu. Langflestir þeirra eru nú aðeins þekktir af áletrunum, og flest guðanöfnin gleymd og týnd.

Menning Kelta og Gaulverja er mjög heillandi og kannski mest af því að lítið er um hana vitað, þeir rituðu ekkert sjálfir, og höfðu þó aðgang að ritmáli, kunnu latneska stafrófið, það er að segja drúíðarnir, þeirra menntamenn og klerkar, eða goðorðsmenn, uppá íslenzkuna.

Þeir sem mest hafa rannsakað drúízkuna, bæði trúarbrögðin og helgisiðina og annað sem þessu tengist telja að drúizmi hafi verið skyldur mörgum trúarbrögðum sem nú þekkjast, jafnvel vedískum fræðum, en drúídar eða drúíðar voru fjölkunnugir mjög á þess tíma vísu og ógnuðu jafnvel Júlíusi Sesar, sem mun vera ástæðan fyrir því að hann útrýmdi þeim nær alveg eins og þeirra trúarbrögðum, en slíkt hélt einnig áfram eftir hans dag.

Sumir ganga svo langt að kalla Júlíus Sesar drúíða, að þaðan hafi hann öðlazt máttinn og vizkuna, bæði í stríðum og friði. Enda er hann einn helzi heimildamaðurinn um þessa menningu, og aðeins í fáeinum orðum, enda lítið vitað yfirleitt, en púsluspilin raðast þó saman með tímanum og þekkingin vex eftir því sem rannsóknum vindur fram á þessu sviði.

Þessi fræði ljúka upp miklum leyndardómum.

Shiva er sá guð í hindúískum fræðum sem næst kemst Esusi. Því má segja að guðinn Esus gegni margþættara hlutverki en Hermes hinn gríski og Merkúríus hinn rómverski. Óðinn hefur einnig verið tengdur við þessa guði. Vel er þó ljóst að hver guð hefur sína sérstöðu og ekki hægt að segja að allt sé þetta sami guðinn, heldur gegna þessir guðir að einhverju leyti svipuðu hlutverki.

Guðinn Esus er stórkostlegur guð, og hann er svo magnaður að það er merkilegt. Hann tengir saman kristna trú og Ásatrú, til dæmis.

Það er vegna þess að eitt nafna hans er Aisus, og hann er jafnvel talinn með Vönum í fornum fræðum sem gleymdust um 200 árum eftir að Ísland byggðist hér á þessu landi, enda einungis goðarnir sem kunnu þessi fræði, eftirmenn drúíðanna í keltnesku menningunni, sem var hin eina sanna evrópska og germanska menning frekar en sú rómverska.

Það tel ég vegna þess að keltnesku guðirnir breyttust og þróuðust á löngum tíma og saga þeirra er líka mikil saga alþýðutrúar og heitrar trúar heiðinnar.

Rómverjar voru aldrei eins miklir trúmenn og aðrar þjóðir. Þeir voru frekar hermenn og framkvæmdaaðilar.

Grikkir voru að vísu miklir trúmenn, en þó voru þeir snemma farnir að hæðast að sínum guðum, eins og þeirra forna trú ber með sér.

Vanatrúin er eldri en Ásatrúin. Ef segja má að Ásatrúin sé 5000 ára gömul, og einar elztu þekktu gerðir hennar hafi komið með Yamnaya stríðsherrunum sem ruddust yfir Evrópu fyrir 5000 og í nokkrum bylgjum, þá má segja að Vanatrúin sé allt að 10.000 ára gömul, og hafi verið bændamenningin sem Norðurlandabúar héldu sig við í fyrstu eftir ísöldina sem þá endaði.

Þó er þetta auðvitað flókið mál, því svona gömul trúarbrögð hafa þá gengið í gegnum mjög mörg skeið.

En hér skal einbeitt sér að Esusi.

Hann er ein af ástæðunum fyrir því að Jesús Kristur sló í gegn. Nafn af þessu tagi gæti hafa borizt til Palestínu þegar Jesús Kristur er talinn hafa fæðzt, og þó að öllum líkindum fyrr, Yoshua var nafn sem þekkt var á þessum slóðum og talsvert algengt. Erfitt er að vita hvort upprunarakning af þessu tagi skili réttum árangri, en það er mögulegt. Vitað er að þjóðir höfðu samskipti hverjar við aðra. Guðanöfn heyrðust oft á tali manna og urðu að mannanöfnum hjá öðrum þjóðum stundum, eða að þjóðir gerðu annarra guði að sínum guðum líka.

Í drúízkunni var kennt ýmislegt sem Stjörnustríðsmyndagoðafræðin gerði frægt, eins og dimm hlið máttarins og björt hlið máttarins. Talið er að leynifélög hafi í gegnum aldirnar notfært sér þessu leyndu fræði, og leynireglur, og valdhafar. Annaðhvort komst George Lucas yfir leynd fræði eða hann fékk innblástur frá öðrum mannkynjum þar sem þessu er viðhaldið enn.

Júlíus Sesar sem drúíði snérist gegn kennurum sínum og drap þá og fór yfir á dimma hlið máttarins og fékk af þeim ástæðum mestu völd heimsins, varð drottnari alls hins vestræna heims. Hliðstæður seinni tíma manna í mannkynssögunni er hægt að sjá, eins og Adolf Hitler eða Napóleon, og jafnvel mætti fleiri nefna, sem að hluta til hafa fengið mikil völd og notað með myrkum hætti.

Siðfræði var kennt í drúízkunni sem var ekki ósvipuð búddískum fræðum, enda búddísk fræði undir drúízkum áhrifum, en drúíðaspekin er hluti af mestu dulhyggju mannkynssögunnar, og óskráðri, eða dulinni viljandi, valdsins vegna. Í Páfagarði mun þetta vera til og víðar, í leyndum hirzlum, í brotum flest og ekki varðveitt endilega allt.

En guðir eru máttugir, hvort sem reynt er að útrýma þeim eða ekki og hvort sem reynt er að útrýma fylgismönnum þeirra eða ekki. Þetta á sérstaklega við um Esus, sem gleymdur er flestum, enda viljandi stuðlað að því af valdinu lengi og hörkulega.

Það kann að vera of mikið sagt að kalla Júlíus Sesar drúíða. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig hann komst yfir þessa vitneskju, en hann komst yfir hana. Kannski var það með pyntingum eða klækjabrögðum, en kann komst yfir þessa þekkingu, svo mikið er víst, og því verður að kalla hann dimman drúíða á meðan þeir sem hann útrýmdi voru góðir og guðdómlegir drúíðar.

Þetta er þekkt frá flestum öldum, að ofbeldið sigrar reglur og siðfræði, að djöfuldómurinn sigrar guðdóminn.

Til að skilja þetta mikla mál betur þarf að endurtaka að guðir Kelta og Gaulverja þar með voru margir. Sumir voru fyrir alþýðufólk en aðrir fyrir elítuna, en drúíðar voru vissulega elíta þessara þjóðfélaga.

Þannig má segja með nokkurri vissu að alþýðufólk í Frakklandi til forna hirti fremur lítið um Esus, eða Teutatis eða Taranos, Belenus eða Cernunnos, og þó var það misjafnt, og sumir þessara guða áttu sér dygga átrúendur meðal alþýðu og stríðsstétta. Sérstaklega þó Cernunnos, sem var tignaður uppúr og niðrúr í þjóðfélaginu, af konum sem körlum og einnig börnum.

Vinsældir Cernunnosar urðu þess valdandi að myndbirting hans varð að fyrirmynd Djöfulsins innan kirkjunnar og kristninnar um langt skeið, því trúin á hann lifði vel og lengi, og lifir enn góðu lífi.

Esus var að minnsta kosti langmest tignaður af drúíðum. Hann var guð galdra og fjölkynngi eins og Óðinn.

Þegar Ásatrú rann saman við Vanatrú breyttist margt, en það er önnur saga og flókið efni.

Eitt af því sem alls ekki má gleymast þegar fjallað er um Esus það er að lýsa skuggahliðum hans. Hann var sem sagt eyðileggjandi eins og Shiva en skapari um leið. Keltar og drúíðar þekktu andstæður tilverunnar og gerðu ráð fyrir þeim meira en gert er í okkar menningu.

Í dag er runninn upp Lokadagur, dagurinn sem kenndur er við norræna guðinn Loka, en þessi dagur er einnig kallaður laugardagur. Saturday er kenndur við Satúrnus. Sumir eiginleikar Loka eru komnir frá Shiva og Esusi. Í þessum fræðum víxlast margt og blandast, enda áhrifin frá þjóðunum hver yfir á önnur, og á löngum tíma.

Meiri áherzla er lögð á það í hindúatrú að Shiva sé guð eyðileggingar en að Esus sé guð eyðileggingar. Það mun hafa verið einhverskonar jafnvægi sem lögð var áherzla á í drúizma.

Þó er Shiva guð dansins og hreyfingarinnar. Á sama hátt er Esus guð ferðalaga eins og Merkúr og Hermes.

Hér eru enn fleiri áhugaverð atriði sem vert er að minnast á, viðkvæm fyrir kristilega sögu.

Shiva er sýndur með þrífork einatt.

Esus mun hafa verið sýndur með þrífork upphaflega. Slíkum líkneskjum var öllum eytt.

Tengslin við trúarbrögðin sem tóku við, það varð að fela þau, og nota þó máttinn, fræðin og fleira.

Á Bátsmannasúlunni er Esus sýndur. Fátt annað hefur varðveizt. Parisii ættbálkurinn mun hafa hoggið þessa súlu, en borgin París fékk nafn sitt af þessum ættbálki.

Fréttamaðurinn Arnar Páll Hauksson sagði frá því í RÚV 23. september 2019 að grátrana hefði sezt að á Íslandi, sjaldgæfur fugl á okkar slóðum. "Nýr landnemi á Íslandi" heitir fréttin. Mjög áhugavert.

Trana er sem sagt fuglinn sem sýndur er með hinum heilagi guði Esusi. Þrjár trönur eru þar á baki nauts, á Bátsmannasúlunni umræddu.

Táknmál þetta er skýrt þannig að ekkert fer milli mála og auðvelt er að lesa í það með 100% vissu. Esus er guðinn sem flytur sálirnar til dauðraheimanna, og nautið er geimskipið, enda orðið naut komið úr latnesku, þótt merkingin sé önnur á íslendzku, en skip er hin latneska merking, og geimskip upphaflegasta merkingin raunar, komið úr indóevrópskunni fyrstu.

Lítt fróðir Íslendingar gátu ekki gert sér annað í hugarlund en að geimskipin væru naut, fljúgandi naut vel að merkja, og töldu þetta lifandi skepnu á himnum. Stórgerðar skepnur voru oft tengdar við slík stór og mikil fyrirbæri sem töld voru frá guðum eða tröllum komin.

Nú, allt er þetta mjög merkilegt þegar kristin trú er skoðuð. Jesús Kristur erfði allt þetta og meira til. Nafn hans er heldur engin tilviljun.

Fuglinn trana sem er nýr landnemi á Íslandi var helgur fugl til forna og dýrkun tengd honum og heilagleiki. Við ættum að líta til þessa glæsilega fugls með lotningu.

Rétt eins og hrafnar Óðins, þannig fengu þessir fuglar á sig helgi meðal Gaulverja og Kelta.

Táknfræðin er ennfremur þannig að vatn er tengd við geiminn, og hafið ekki sízt. Trönur eru fuglar sem una sér vel í sefi og mýrlendi.

Það að fuglarnir velji sér mýrlendi var af fornum mönnum heiðnum talið merki um heilagleika þeirra, því vatnið var þeim heilagt eins og sjórinn. Þessir fuglar voru taldir sendiboðar guðanna, þó sérstaklega Esusar.

Fuglinn heitir crane á ensku, og kranarnir sem notaðir eru til að byggja hús draga heiti sitt af þessum fuglum, því útlit þeirra er ekki ósvipað, fuglarnir hafa langan háls og eru tignarlegir sem kranar.

Esus var þó tengdur við loft helzt. Fólki var fórnað honum til heiðurs með því að hengja það til forna. Taranis var guð þrumanna og fórnir fyrir þann guð voru að fólk var brennt, enda hann talinn guð eldsins. Teutatis var aftur guð jarðar og vatns, og fórnir fyrir þann guð fólust í drekkingu. Heimildir eru fyrir þessu, en fræðimenn efast um að eins mikið hafi verið um þessar fórnir og sumir vilja vera láta, því drúíðar skildu ekki sjálfir eftir sig rit um sín fræði, það var ritað af óvinum þeirra, sem reyndu að sýna þá í neikvæðu ljósi.

Einna merkilegast og það sem snýr að okkar tímum, sem eru að verða hörmungatímar greinilega, er að hluti af fræðunum fólst í því að yrði ekki fórnfært fyrir Esus þá myndi hann hefna sín.

Því var trúað staðfastlega að guðirnir tækju ef þeim yrði ekki gefið. Þar af leiðandi myndu hörmungar ríða yfir ef ekki yrði fórnum sinnt.

Vert er að rifja þetta upp í nútímanum, þar sem fólk fullyrðir að endalaus hagvöxtur og sæla sé það sem jafnaðarstefnunni fylgi og femínismanum, húmanismanum.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 32
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 640
  • Frá upphafi: 133111

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 490
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband