Kalt sumar ætti að vera enn ein áminning um að Golfstraumurinn gæti verið að hrynja og það gæti gerzt hvenær sem er, samkvæmt spám sumra vísindamanna

"Ísland - kaldur blettur í hitnandi heimi?", heitir frétt á RÚV vefnum sem er allrar athygli verður, frétt sem birtist mjög nýlega, þann 9. ágúst á þessu ári, fyrir nokkrum dögum.

Júlímánuður á þessu ári var sá næstheitasti á jörðinni síðan mælingar hófust!!

Kuldapollur vegna óstöðugra hafstrauma umhverfis Ísland er ástæðan fyrir því að sumarið hefur verið með kaldasta móti að þessu sinni á þessu landi.

"Ísland gæti kólnað þrátt fyrir hlýnun á heimsvísu", er einnig mjög ný frétt sem ég minna á, og hún birtist á Vísi, þann 7. ágúst á þessu ári.

Rétt eins og með efnahagshrunið sem varð 2008 og skall á Íslandi miskunnarlaust, þá eru sérfræðingar nú margir sem ekkert vilja kannast við þetta og efast. En reynslan kennir okkur að sérfræðingum er ekki hægt að treysta, nema stundum!!!

Margt er hörmulegt í fréttum. Fyrr í sumar var vissulega fjallað um mögulegt hrun Golfstraumsins á RÚV og í Stöð 2, og að æ fleiri vísindamenn telja þetta algjörlega staðfestar niðurstöður, og því þurfi að bregðast við, ekki spurning hvort heldur hvenær þetta gerist, að Golfstraumurinn hrynji, eða stórveikist. Þetta er nokkuð sem alltof lítið er fjallað um á okkar landi í fjölmiðlum. Erlendis hefur verið talsvert fjallað um að kalt sumar á Íslandi á þessu ári kunni að vera vegna veikingar AMOC straumsins, hluta Golfstraumsins, þess hluta sem gerir Ísland byggilegt, meðal annars.

Í fyrra birtist grein í The Guardian, því virta tímariti, að svo snemma sem á næsta ári gæti Golfstraumurinn hrunið.

Þetta er nokkuð sem fæstir Íslendingar vilja hugsa um. Þetta er hryllileg sviðsmynd.

Það kom í fréttum fyrir nokkrum vikum bæði á RÚV og í Stöð 2 að nú eru æ fleiri vísindamenn farnir að komast á þessa skoðun, að þetta sé spurning um hvenær en ekki ef, einhverjar meiriháttar raskanir verða á Golfstraumnum sem muni boða verri skilyrði til lífs og jafnvel ísöld, bara ekki er vitað hversu mikla eða hvenær.

Gróflega áætlað er þó talið að á milli 2050 til 2095 geti þetta gerzt, en talið er að hnignun sjávarins fari æ hraðar og því geti þetta átt sér stað fyrr.

AMOC er veikara hafkerfi nú en það hefur verið í 1600 ár.

Hér á bloggsvæðinu keppast menn hver um annað þveran að afneita hamfarahlýnun og hlýnun af mannavöldum, eins kjánalegt og það nú er!!

Það er helzt Ómar Ragnarsson, ásamt örfáum öðrum sem fjalla um þetta.

Það er vísindaleg staðreynd að kalt haf hefur verið ástæða fyrir lægðum umhverfis Ísland og auk þess lægri hita á landinu almennt, að næturlagi sérstaklega þó.

Það sem menn geta ekki vitað með vissu hvernig breytingarnar verða eða hvenær nákvæmlega.

Þessar breytingar á hafstraumum verða af mannavöldum. Ekki eru öðrum sökudólgi til að dreifa, þótt eldgos séu áhrifarík, ÞÁ BÆTAST ÞAU OFANÁ.

Þeir sem þekkja mig vel og hafa lesið þessa pistla af athygli vita það að mér er nokkurnveginn sama hvort einhver kenning eða skoðun kemur frá vinstri eða hægri. Ég samþykki og aðhyllist það sem mér finnst rétt og gott en afneita öðrum, af mismikilli hörku og ákveðni þó, því ég gef mér leyfi til að efast um eiginlega allt, ef ekki alveg allt.

Vel má vera að áhugi minn hafi snemma vaknað á umhverfismálum. Einnig er rétt að líffræðikennarinn minn í barnaskóla talaði mikið um það málefni og líka Ingvar frændi, menn sem höfðu mikil áhrif á mig snemma.

Engu að síður, þessar fréttir eru nýlegar, og svipaðar fréttir hafa komið reglulega undanfarin ár.

Þessi kenning um veikingu Golfstraumsins er mjög langt frá því að vera einhver minnihlutaskoðun. Þetta er skelfilegur veruleiki sem langflestir reyna að gera lítið úr og segja að þetta gerist "bara seinna", þótt þeir viti það ekki með vissu.

Ég skil ekki af hverji það ætti að styrkja stöðu hægrimanna að afneita hamfarahlýnun! Eða er þetta eina málefnið sem getur trekkt að kjósendur, úr því að vinstrimenn hafa kúgað þá til hlýðni í öllum öðrum málum, mannréttindamálum, flóttamannamálum, trúarmálefnum og að milda kapítalismann og innleiða atriði bæði úr kommúnisma og jafnaðarstefnu?

Ja, ef svo er þá er þessi aðtrekking kjósenda byggð á mjög hæpnum grunni!

Mér er svo sem sama líka hvað einhverjir hægrisinnaðir lýðskrumarar segja um þetta úti í heimi, ef það virkar ekki trúverðugt!

Þessi vísindi virðast studd með trúverðugum gögnum!


mbl.is Vekja athygli á hverfandi og horfnum jöklum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 10
  • Sl. sólarhring: 125
  • Sl. viku: 707
  • Frá upphafi: 118859

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 539
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband