Kapítalismaseríng ástarkraftsins í skrifum femínista

Það getur verið áhugavert að lesa það sem femínistar skrifa. Pistill eftir Arnar Sverrisson vakti áhuga minn á grein eða pistli í Heimildinni (Kjarnanum raunar) eftir Berglindi Rós Magnúsdóttur sem heitir:"Umhyggjuhagkerfið og arðrán ástarkraftsins." (Frá 9. apríl 2020, rétt fyrir kófið).

Þótt maður þurfi ekki að vera sammála öllu sem kemur fram í svona greinum þá er áhugavert að skilja þankagang svona kvenna og karla.

Margt er dæmigert í þessari skoðanagrein Berglindar, það er að segja dæmigert fyrir frelsaðan femínista, svo maður noti orðfæri Arnars.

Hún barmar sér yfir álaginu sem hvílir á konum, og að þurfa að gefa sífellt af sér ást og umhyggju. Hún gefur sér ákveðnar forsendur - eins og henni hefur verið kennt í kynjafræðinni ábyggilega - sem maður þarf ekki að vera sammála.

Forsendurnar eru þær að ástarkrafturinn sé þess eðlis að hann minnki sé gefið af honum.

Það er nú speki úr rómantískum bíómyndum - veit ekki hvaðan sú speki annars kemur - en hún er ábyggilega miklu eldri - að ástin sé eina aflið sem vex þegar af því er tekið og af því gefið.

Það er falleg kenning.

Ég þekki annars kenningar dr. Helga Pjeturss mjög vel sem hann setti fram í Nýölum sínum, og þar er fjallað um margt, meðal annars ástina. Þar kemur hann inn á svipaðar pælingar og í þessum rómantísku kvikmyndum, að ástin vaxi sé af henni tekið eða gefið. Hann skrifaði um víxlmögnun kynjanna.

Berglind gengur út frá allt öðru í sínum pistli, að konur eigi að nota "ást" sína sem stjórntæki til að ná völdum og kúga karlmenn, og að þær eigi að vera sem nízkastar á hana.

Áreiðanlega úr kynjafræðinni, einhverskonar helstefnubull þaðan.

"Ástarkraftur og arðrán" heitir einn kafli greinar hennar.

Þar notar hún marxískar skilgreiningar á ást og kærleika. Hún blandar saman kapítalisma og marxisma og úr verður marxískur femínismi, eða enn ein tegundin af honum.

Hún skrifar um "ástararðræningja" og gefur í skyn að það séu frekar karlar en konur. Hvað segir hún þá á þessum lesbísku tímum, þegar lesbísk sambönd eru oftar en ekki þannig að önnur konan er í hlutverki karlsins en hin í hlutverki konunnar, og samskonar valdabarátta er þar?

Eins og endurómar í fréttatímum RÚV ritar hún um að "komast út úr samböndum", og körlum er lýst sem skrímslum á nánast öllum sviðum.

Fjölbreytileika nútímans er ekki lýst, heldur karlar skrímslavæddir einhliða og fullyrt að þeir séu bölið. Þó eru breytingarnar búnar að verða svo örar að í dag eru flestir einir á báti eða í annarskonar sambandi en hefðbundnu kynjasambandi eins og það var áður skilgreint. Undir það má kalla fjarbúð eða fjölæringaástir, fjölkær sambönd og allskyns útfærslur nýstárlegar á hinu hefðbundna hjónabandi. Til dæmis prófa sig margir áfram með sama kyninu með leyfi makans af hinu kyninu!

Það má segja að þessar femínísku áróðursgreinar missa talsvert mikið marks, því þær eru svipaðar og ræðurnar sem nazistarnir héldu í Þýzkalandi sem fjölluðu um þá hópa sem taldir voru arðræna hina hreinu, þýzku þjóð. Femínistar tala um hið heilaga og hreina kvenkyn, það er eini munurinn.

Reyndar var það þannig um alla Evrópu og víðar snemma á 20. öldinni að áróðurinn var sá sami og hjá Þjóðverjunum í seinni heimsstyrjöldinni.

Síðan er þarna kafli hjá henni Berglindi sem heitir:"Umhyggjuhagkerfið". Hún heldur áfram að nota hugtök úr kapítalismanum yfir þetta svið, en notar marxíska nálgun eins og fyrr, um arðrán, og konur sem hina arðrændu stétt.

Ég ætla nú ekki að gleyma því að margt gott skrifar Berglind Rós um líka, og hún skrifar um mikilvægi óeigingjarnrar ástar, og dásamar konur allra tíma fyrir það, og er ég alveg sammála henni um það, að slíka kosti má alveg dásama.

Þessi femíníski pistill Berglindar hefur fengið yfir 2000 læk á Fésbókinni, eða þumla, ánægjuþumla.

Þar liggur nú vandinn. Fólk má hafa allskonar skoðanir, en þegar vondar skoðanir eins og svona femínískar skoðanir ná slíkri útbreiðslu þá má segja að margt mætti betur fara.

Ég verð að dást að Páli Vilhjálmssyni, að vera fremsti bloggari landsins og halda uppi vörnum fyrir þjóðleg og íhaldssöm gildi, og eiga samt kvenskörung fyrir systur sem er framarlega í femínískri baráttu, en á hana er minnst í umræddri grein Berglindar.

"Öll sambönd eru á einhvern hátt valdabarátta", stendur í þessari grein sem ég fjalla um og vitna í.

Hvernig er mín reynsla?

Nei, þetta er ekki rétt. Samband ömmu og afa var ekki valdabarátta, þá á ég við ömmu Siggu og Jón afa.

Mamma sagði oft að amma hafi verið of nægjusöm, og ekki krafizt nýrra húsgagna, en er það dyggð að heimta alltaf eitthvað nýtt og flottara? Svo mikið er víst að amma brosti miklu oftar og hló en mamma hefur gert á sinni lífsleið, en sambönd mömmu hafa einmitt einkennzt af valdabaráttu eins og þeirri sem pistlahöfundurinn Berglind lýsir þarna. Kannski lýsir hún þessu svona því hún er af þessari kynslóð, og kynntist aldrei viðhorfum eldri kynslóða.

Amma Fanney og afi Ingólfur voru einnig kærleiksrík og ekki held ég að samband þeirra hafi einkennzt af valdabaráttu. Hann dó tveimur árum áður en ég fæddist, en ég hef heyrt fullt af góðum sögum um þau, og ömmu mína Fanneyju þekkti ég býsna vel.

Hún talaði alltaf um hann af virðingu og hlýju, bar honum alltaf vel söguna. Mér var sagt að hún hafi verið ástfangin af honum allt sitt líf, og hrifnari af honum en hann var af henni. Hann var víst duglegur maður til vinnu, sleit sér út og afrekaði margt, en var einnig blíður og umhyggjusamur eins og amma Fanney. Mamma þekkti hann persónulega, vann hjá honum í vefnaðarvöruverzlunni Hof. Hann gat verið strangur, en einnig kíminn og gamansamur, og kom vel fram við fólk, sagði mamma. Þó var hann svolítið fjarlægur og hleypti ekki öllum að sér, ef marka má upplifun mömmu, en hún kunni samt vel við hann.

Það mun vera alrangt að lýsa sambandi ömmu Fanneyjar og afa Ingólfs sem valdabaráttu.

Lýsingar pistlahöfundarins Berglindar eru því mjög litaðar af okkar nútíma.

Hvað mína reynslu varðar get ég tekið undir það sem Berglind skrifar, að maður er fljótur að rekast á valdabaráttu hjá nútímakonum. En maður getur þá líka verið fljótur að forða sér og hafna þeim, ef manni finnst þær ekki standa undir væntingum eða vera of erfiðar.

En ég vil ljúka þessum pistli mínum á að lýsa því hvað ég tel að dr. Helgi Pjeturss hafi átt við með orðalaginu "víxlmögnun kynjanna".

Allir - væntanlega - þekkja ástina og kynörvun. Þegar fólk verður hrifið hvort af öðru er eins og það svífi á vængjum ástarinnar og allt verður ljúft.

Þegar þessi tilfinning helzt lengi í ástarsambandi má segja að það sé velheppnað. Þetta myndi ég kalla víxlmögnun kynjanna.

Í pistli Berglindar er fjallað um umhyggju, heimilisstörf og þrif, eða margt fleira sem lendir oft á konum.

Hún lítur ekkert á málin út frá sjónarhóli karla - eða fyrirvinnunnar. Hún talar ekki um ábyrgðina sem útivinnandi karlmaður ber, streituna sem styttir líf hans.

Ég er algerlega ósammála því að ást eigi að líkja við peninga og hagkerfi. Það staðfestir bara þá skoðun að alltaf þurfi annar aðilinn að drottna yfir hinum. Það er í sjálfu sér einnig andstætt jafnréttishugsjóninni, sem snýst um að fólk eigi að vera jafnt, hvorugur aðilinn eigi að drottna yfir hinum.

Það er ágætt að lesa svona pistil eins og þennan marxíska pistil sem ég er að vitna í, einmitt til að leggja út af honum og vera ósammála, læra af honum mistökin sem þar eru gerð.

Það er kannski skrýtið að segja það, en mér finnst að mesta jafnréttið hafi verið í feðraveldinu. Afi og amma þekktu hvort annars takmörk og fóru ekki yfir þau. Í þeirri vitneskju fólst jafnrétti og samvinna.

Þegar konur vilja sífellt líkjast körlum þá byrjar togstreita, eða þegar karlar vilja sífellt líkjast konum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 97
  • Sl. sólarhring: 116
  • Sl. viku: 845
  • Frá upphafi: 130130

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 645
  • Gestir í dag: 56
  • IP-tölur í dag: 56

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband