Allt að fara fjandans til, ljóð frá 7. október 2008

Blessar Guð nú gróðafíkna þjóð?

Geirinn kvað svo, benti á þrjóta,

allt að fara fjandans til,

fólkið gerði allt það ljóta.

Afhverju í fjandanum fer allt á hausinn?

Fattaði ei nokkur: "Í potti fannst brot?"

Fríandi ábyrgð, sig fela nú margir,

finnst rétt að benda á þær hetjur...

Líðast nú einungis letjur?

lýðskrum, svo verða þeir argir...

Úr horni berast hljóð,

hafa allir misst þær vetjur?

Þjóðin kemst í þrot,

þjóðlega leitar í hnausinn...

Þetta ekki skepnan mín skil.

 

Ekki get ég öllu trúað vel,

okkur sagt var: Bezt í heimi!

Snemma á ári þessu þá

þjóð var rík, ég ekki gleymi...

Ólafur forseti útrás þá mærði,

allt var í lukkunnar velstandi, flott,

RÚV sagði að útrásarvíkingar væru

velflestir þjóðhetur, stoltið var mikið!

Nú er allt svíðandi, svikið,

svakalegt áfall með skæru!

Skríður inní skel

sködduð þjóð og lofar rykið?

Hafa skrattar skott?

Skyldan spillingu nærði...

Útlönd hér okkur nú slá!

 

Eins og þetta áfall skilji sál?

Aðeins vanttrú, hneykslun reiði.

Gleymi ekki að græðgin var

góð fyrr talin, margt á seyði...

Eiga nú landsmenn að skríða og skjálfa

skröttunum fyrir og telja það rétt?

Lærðum í sjónvarpi:Útrás er æði!

Enginn má skammast sín, partý er byrjað!

Þannig var kveðið og kyrjað!

Kannski ekki alvöru gæði?

Brennur reiðibál,

í böli getur þjóðin styrjað,

Erum illa sett,

aðeins trúðum við bjálfa...

Fjarlægt er friðandi svar!

 

Orðskýringar: Styrja, berjast, deila, eiga í skærum.

Letja, kvk: Sá sem letur.

Vetja: Það sem kallað er veteran á ensku, gamalreyndur hermaður, kappi, uppgjafahermaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 51
  • Sl. sólarhring: 139
  • Sl. viku: 763
  • Frá upphafi: 125354

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 603
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband