9.8.2024 | 00:32
Við þurfum vítamínsprautu inní íslenzkt samfélag, og hún kæmi ef Helgi Magnús Gunnarsson yrði gerður að ríkissaksóknara
Íslenzkt samfélag er ekki lengur frjálst eins og það var eða opið. Fólk er hrætt. Óttinn grefur um sig meira og meira. Það gerist líka í útlöndum. Aðgerðir þær sem eru notaðar duga ekki til að sigra rasismann, því hann er fólki meðfæddur og verður ekki bannaður. Hann styrkist mest þegar fólk þarf á honum að halda, þegar eymdin er næg.
Hlynur Freyr Vigfússon er maður sem ég hef í miklum metum. Ég tel að hann hefði gert mikið gagn með því að fara inná þing. Eftir blaðaviðtal skapaðist hræðsluáróður í kringum hann, að ósekju.
Þegar Hlynur Freyr Vigfússon fékk dóm árið 2001 má segja að dauð hönd þöggunar og kúgunar hafi lagzt yfir samfélagið sem enn er yfir því. Sigríður J. Friðjónsdóttir sótti málið, sú sem nú er umdeild eins og Helgi Magnús.
Lögin sem Hlynur Freyr var dæmdur eftir voru sett inní mannréttindakafla Stjórnarskrárinnar eftir inngönguna í EES og Schengen, hluti af ESB regluverkinu, og jafnvel woke ruglinu, í ljósi nútímans.
Mörgum fannst hann hafa verið dæmdur of hart, en tekið var tillit til þess að hann væri formaður "Félags íslenzkra þjóðernissinna", og því var hann eiginlega fordæmdur sem nazisti og rasisti af háværasta vinstriminnihlutanum á þessu landi. Sú fordæming náði inní dómskerfið, fyrst hann var fyrstur dæmdur eftir þessum lögum og sá eini hingað til.
Það er vont þegar heilt þjóðfélag er kæft niður og fólk er hrætt við að tjá sig. Ekki leikur nokkur vafi á því að þessi frægi dómur yfir Hlyni Frey hafi orðið til þess að fylla menn af ótta og skelfingu sem vilja tjá sig á þennan hátt og hafa kannski svipaðar skoðanir.
Það er ekki gott að koma af stað þöggun og hræðslu. Það er ekki einkenni lýðræðisþjóðfélaga eða þá frjálsra, blómstrandi þjóðfélaga þar sem fólki líður vel og hræðist ekki yfirvaldið.
Hatrið á yfirvaldinu magnast og vex með svona dómum, tortryggni, reiði, óánægja og hvers kyns gremja.
Ekki leikur nokkur minnsti vafi á því hvaðan þessi lög eru ættuð. Þau eru ættuð úr hugarheimi Bandaríkjamanna og þeirra menningu, en umrædd lög snúast um vernd minnihlutahópa, og voru sett áður en hinseginmálin tóku þau í sína þjónustu. Þau voru sett til að bæla niður bandaríska hægriöfgamenn svonefnda, sem voru miklu meira áberandi fyrir nokkrum áratugum.
Segja má að vandamálið sem Evrópa er að sligast undan núna hafi byrjað með því að svona lög voru sett í Evrópu, Evrópusambandinu, og síðan kom Angela Merkel með sínar opnu flóðgáttir og allt fór til fjandans.
Svona er heimskulegt að flytja inn reglugerðir hráar úr öðru þjóðfélagi, því bandaríska upphaflega án nokkurs vafa.
Deilan á milli kynþátta og annarra þjóðfélagshópa er mjög lengi búin að skipta Bandaríkjamönnum í marga hópa.
Ég held því fram að íslenzk þjóð væri mun betur stödd án svona laga, frjálsari að tjá sig.
Hvaða áhrif hefði það að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari yrði rekin og hvaða áhrif hefði það að Helgi Magnús vararíkissaksóknari yrði rekinn?
Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir er sú sem um þetta ræður og sker úr um þetta. Hún er í Sjálfstæðisflokknum og því þætti manni eðlilegt að hún stæði með Helga Magnúsi, sem hefur viðrað skoðanir sem líkjast skoðunum fólks í Sjálfstæðisflokknum, en ekki Sigríði Friðjónsdóttur. Eða á systralag femínismans að gilda í þessu efni eða hangir fleira á spýtunni? Já, það hangir miklu fleira á spýtunni og því er ráðherra vandi á höndum.
Til dæmis skiptir máli hvort Donald Trump verði næsti forseti Bandaríkjanna eða Kamala Harris. Kamala Harris er nær Sigríði í skoðunum en Trump, ef marka má þetta, að hún telur tjáningu Helga gera hann að ómerkilegum pappír, eða lítt verðugan að gegna þessu embætti.
Það sem er aðalspurningin hér er hreinlega þessi hvort ekki sé til nóg af vinstriöfgafólki á samfélagsmiðlunum sem með ljótu orðbragði og hatursfullu þaggar niður í öllum þjóðernissinnum sem þangað voga sér inn?, ég á við DV sérstaklega sem oft hefur verið umræðuvettvangur um þetta. Þarf nokkuð svona löggjöf aukalega? Er ekki venjuleg meiðyrðalöggjöf nægileg? Mig minnir að Pétur á Útvarpi Sögu hafi einmitt sagt eitthvað svipað oft og hann er lögfræðingur eins og Arnþrúður líka þar.
En ég ræð ekki um þetta, kem bara með þennan vinkil að þessu sinni.
En hægt er að setja þetta í stærra samhengi.
Rússar eru af sumum kallaðir rasistar. Vinstrisinnar á Vesturlöndum eða jafnaðarfasistar hafa kyrrsett fjármuni þeirra og notað gegn þeim sjálfum.
Í raun má segja að borgarastyrjaldir af þessu tagi séu að éta að innan Vesturlönd og veikla þau og lama. Hversu gáfulegt er það?
Þetta helstefnustjórnkerfi sem við tilheyrum það eirir engum og engu að lokum. Það mun útrýma öllu mannkyninu.
Í þessari frétt með pistlinum er Guðrún Hafsteinsdóttir reyndar ekki að fjalla um þetta mál, heldur segir hún að fylgistap Sjálfstæðisflokksins sé ekki ásættanlegt.
Oft er sagt að það þurfi að taka áhættu til að ná upp fylginu aftur og aldrei er hægt að gera öllum til geðs.
Nú er spurningin þessi:
Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að virkja hægribylgjuna sem er í heiminum eða láta Miðflokkinn hirða hana alla?
Eða ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að verða Samfylkingin nr. 2?
Nú þegar hefur Samfylkingin yfirgefið sínar áherzlur og farið nær Miðflokknum, og fengið meira fylgi í kjölfarið.
Þora Sjálfstæðismenn að verða aftur eins og þeir voru?
Mér finnst þetta ekki ásættanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 21
- Sl. sólarhring: 106
- Sl. viku: 703
- Frá upphafi: 130502
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 519
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.