7.8.2024 | 00:56
Mótmælin í Bretlandi eiga sér djúpar rætur, gremja með flóttamenn, Brexit og lélegt kosningakerfi þar í landi og kannski fleira
Titrandi röddu fyrir um tveimur dögum á Stöð 2 lýsti Keir Starmer nýkjörinn forsætisráðherra Breta því yfir að hart yrði tekið á mótmælendum, sem hann kallaði reynar ólátabelgi og skemmdarverkaskríl og glæpafólk.
Harkan í máli hans var augljós. Allir yrðu fangelsaðir og lögsóttir í miklum flýti. Slík viðbrögð Starmers sem forsætisráðherra lýsa varla neinu nema skelfingu og ótta um að missa völdin og að allsherjarhægribylting sé að verða í Bretlandi, þvert á drauma hans og þrár um annað.
Kosningakerfið er vissulega misheppnað í Bretlandi úr því að svona margir eru óánægðir. Hryllilegt morðið á telpunum þremur var aðeins kveikjan að þessu, og það er notað til að einfalda málin og halda því fram að þetta séu allt einhverjir hægriöfgamenn og rasistar, sem varla getur nú verið samt, þar sem svo margir taka þátt í þessu yfir svona langan tíma. Ástæðurnar hljóta að vera ýmsar.
Er núna hægt að trúa því að það ríki jafnaðarfasismi á Vesturlöndum eins og ég hef haldið fram, þegar Bretar, ein af þessum stóru lýðræðisþjóðum Vesturlanda viðhefur aðgerðir gegn pólitískum andstæðingum sem eru eins og í bananalýðveldum, þar sem hrottar og einræðisseggir ráða ríkjum og kalla pólitíska andstæðinga ónöfnum?
Það er auðvitað hægt að skilgreina ólátabelgina og uppreisnarseggina í Bretlandi með ýmsu móti, en að kalla þetta allt eyðileggingaröfl er heldur mikið hjá Keir Starmer, og lýsir ekki sterkri stöðu hans eða Verkamannaflokksins.
Það lýsir miklu frekar fasískum tilburðum, eða kommúnískum, í anda Stalíns, Maós, Leníns og þeirra kappa sem víluðu ekki fyrir sér að beita harkalegum aðgerðum í vinstripólitík sinni.
Það sem er eftirtektarvert við þetta er að fangelsanir í stórum stíl á pólitískum andstæðingum einkenna einræðisríki og Bretar sem svo mjög hafa barizt gegn Rússum og gagnrýnt þá eru þarna að beita aðferðum sem þeir saka Rússa mjög um, rússnesk stjórnvöld.
Pistlar Birgis Loftssonar um lýðræðishallann í Bretlandi og annað hafa verið fróðlegir, hann skilur þetta vel og útskýrir.
UK Reform hlaut góða kosningu, 4 milljónir atkvæða, en aðeins 4 sæti á brezka þinginu. UK Reform er kannski eins og Þjóðfylkingin franska eða Valkostur fyrir Þjóðverja. "Brezkar umbætur", gæti nafn flokksins útlagzt á íslenzku.
Nú er það ljóst að uppreisnin í Bretlandi sem nú stendur yfir er meira en lítil og á sér vafalaust margar rætur og orsakir.
Fyrst var sagt að þetta væru bara fáeinir vondir rasistar, en nú er komið á daginn að það er bara enn ein ranghugmyndin og falsfréttin úr heimspressunni.
Merkilegt er að í athugasemdum DV voru sumir alþjóðasinnar að gera sér gælt við þá hugmynd að þetta væru lítil mótmæli og fámenn.
Þannig byrjuðu fréttir á RÚV og Stöð 2 einnig, að þetta yrði fljótt þaggað niður og kæft.
En nýleg yfirlýsing Keirs Starmers tekur af allan vafa um það að Bretland er á öðrum endanum vegna þessara atburða. Það er sérlega neyðarlegt fyrir Verkamannaflokkinn að stjórnartíð hans skuli byrja á svona rosalegum mótmælum sem kölluð eru skrílslæti.
En þegar hundruð manna eða þúsundir taka þátt á landsvísu er víst ekki hægt að tala um skrílslæti eingöngu.
Nú fer mann að gruna að stjórnartíð Verkamannaflokksins brezka verði alls ekki eins glæsileg eða friðsæl og forvígismenn hans létu í veðri vaka við sigurinn fyrr í sumar.
Pistlar Björns Bjarnasonar um þetta eru svo fróðlegir einnig og setja þetta í vítt samhengi við hans pólitík, Sjálfstæðisflokksins og ESB málin og margt fleira.
Það er mikill fengur í því að lesa pistla Björns Bjarnasonar um pólitík nútímans, því hann hefur verið ein af driffjöðrunum í íslenzkri pólitík lengi, bæði innan þingsins og utan.
Mér þótti það merkilegt fyrir nokkrum árum þegar ég hlustaði á ræður Valgerðar Bjarnadóttur, sem er systir hans, að þetta eru börn Bjarna Benediktssonar eldri, og hafa verið virk í sitthvorum stjórnmálaflokknum.
Af ýmsum nýlegum pistlum Björns þykir mér ljóst að hann stendur nær Samfylkingunni en maður hafði haldið upphaflega.
Björn er oft í nýlegum pistlum að verja stjórnkerfi okkar eins og það snýr að umdeildum atriðum í stjórnsýslunni, enda ekki skrýtið, því hann hefur sjálfur átt þátt í að koma þeim í framkvæmd.
Vitna má í ræðu Björns Bjarnasonar á Alþingi 23. febrúar 1995, þegar hann segist lengi hafa verið áhugamaður um að færa mannréttindaákvæði í nútímalegt horf. "Ég hef sjálfur verið mikill áhugamaður um það að mannréttindaákvæði í íslenskri löggjöf yrðu færð í nútímalegt horf..."
En þessar umræddu breytingar á stjórnarskránni urðu í kjölfar þess að Ísland varð hluti af EES og svo Schengensamstarfinu.
Fólk hér á blogginu er alls ekki allt hrifið af EES og Schengen. Björn Bjarnason er því að verja arfleifð sína og afrek í lífinu með pistlum sínum.
En aftur að brezkri pólitík, þetta var aðeins útúrdúr til að útskýra það hvers vegna pistlar Björns Bjarnasonar eru alveg sér á báti í þessum bloggheimi og oft til að styðja valdið en ekki gagnrýna það.
Samkvæmt kvöldfréttum RÚV í gær eru öll fangelsi orðin YFIRFULL í Bretlandi og leitað er eftir lausnum til að senda menn annað í afplánun út af þessum mótmælum!!!
Þetta eru engar smáfréttir, vel að merkja!!!
Maður hefði nú heldur búizt við að fólk gerði uppreisn gegn Pútín!!!
Eða Selenskí!!!
En UPPREISN í Bretlandi - eða óeirðir - eða uppþot, hvað sem á að kalla þetta.
Það sem mér finnst merkilegt við þetta er að Keir Starmer ER AÐ FANGELSA PÓLITÍSKA ANDSTÆÐINGA SÍNA!!! ÞAÐ GERA EINRÆÐISHERRAR, EKKI LÝÐRÆÐISÖFL, samkvæmt skilgreiningum!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Starmer heitir hörðum viðbrögðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 8
- Sl. sólarhring: 91
- Sl. viku: 728
- Frá upphafi: 130394
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 539
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.