Svo andar áfram líða, ljóð frá 30. julí 2008.

Svo andar áfram líða

eftir brautum reiddum, gerðum handa þessum.

Risinn ríkur,

rænir tíkur,

Þjáning, þörf og neitun...

þurfa menn að bíða?

Ungir menn svo aðeins spyrja:"Deitun?"

umber, veiti friðinn.

Dómharkan víkjandi, leyfir þeim skapgóðu lessum

lostann að virkja og passa mér sniðin.

 

Allt gott í þeirri gleði,

við göngum fram til sigurs, eins og regnsins bogi,

skjá þann skrýðir,

skuggann prýðir,

en undir dauðans djúpi

hið dapurlega skeði.

Sökk í þetta sef með dimmum hjúpi,

situr, aðra dæmir.

Réttlátur, frægur og tælandi tattúsins logi,

töfrana guðdómsins þaðan svo flæmir.

 

Við öðrum ekki björgum,

því allt var skráð í klókar lífsins bækur fyrrum.

Gleðiganga

grimma slanga?

Klerkur kann að troða

klóm úr púka örgum?

Fara börnin fyrstu sér að voða?

fremst þar Eva situr.

Leitar að sáttinni, gengur að morknandi myrrum,

morgundagsskíman er orðin svo bitur...

 

Orðaskýringar:

Deitun:Að hittast á stefnumóti, (enskusletta).

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 48
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 768
  • Frá upphafi: 130434

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 572
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband