Þögn í fréttaflutningi um uppruna gerenda. Gerir hún gagn?

RÚV var með þversagnakennda frétt í gær. Fjallað var um hið óhugnanlega morð á þremur telpum í Bretlandi. Var því haldið fram að falsfréttir hefðu valdið uppþoti og óeirðum almennings við mosku, þar sem það hefði spurzt út að gerandinn væri islamisti sem kom í ljós að ekki var.

Það er nú ýmislegt í þessu sem þarf að athuga.

Býst ég við að í Bretlandi eins og hér gildi núorðið sú regla að sem fæst sé sagt í svona fréttum og því sé lesendum látið eftir að gizka og koma með kjaftasögur sín á milli. Því má búast við að uppruni gerandans sé ekki látinn í ljós, eða trúarskoðanir eða varla.

Því er það spurning hver er með hvaða falsfréttir. Er það fréttastofan sem þegir um það sem fólk vill vita um eins og nákvæmar upprunaupplýsingar gerandans eða illa upplýstur almenningur sem kemur með ágizkanir eða lætur Gróusögur dreifast sem kannski byggjast á einhverjum upplýsingum, bara misgóðum?

DV hefur birt mynd af gerandanum og nafn og fleiri fjölmiðlar, hér og erlendis. Er hann ættaður frá Rúanda í Afríku og er 17 ára.

Hér í fréttinni er vitnað í dómara í Liverpool sem er sammála mér um að þær óeirðir sem upphófust eftir atburðinn gefi ástæðu til að breyta fréttaflutningi, gefa upp nafn gerenda í framtíðinni og sennilega aðrar nákvæmari lýsingar, svo fólk sé ekki að gizka og grufla.

Almenningur veit varla meira en þetta, og því er beðið eftir því að sérfræðingar útskýri þetta, ástæðurnar fyrir þessu.

Ég verð þó að nefna ýmislegt í athugasemdakerfi DV sem vekur athygli.

Þar eru hörð átök á milli fólks sem gerir athugasemdir, kona sem talar um "ranga innflytjendastefnu" fær á sig hörð viðbrögð góða fólksins, og henni sagt að hún yrði tekin af lífi ef fólk væri drepið fyrir að vera hálfvitar, og að henni sé ofaukið í veröldinni. Enn sem fyrr hefur góða fólkið ekki stjórn á skapi sínu og lætur út úr sér meira hatur en aðrir við svona tilefni, eða oft að minnsta kosti.

Ég spyr mig eftir að hafa lesið þessar athugasemdir í DV: Ef jafnt á yfir alla að ganga, hlýtur fólk þá ekki að reiðast afbrotamönnum eins mikið sem eru með aðrar trúarskoðanir en við eða með annað útlit, af öðrum uppruna? Að reiðast bara þeim sem brjóta af sér með sama útlit og við er rasismi, því þetta virkar í báðar áttir. Hlutleysi þýðir að reiðast líka og refsa eða þá umbuna og hrósa jafnt, burtséð frá útliti og uppruna eða skoðunum.

Það er alveg ljóst að fréttafólki er ekki að takast að finna einhvern gullinn meðalveg í fréttaflutningi sínum.

Margir sem góla hátt og eru með formælingar í garð annarra gera ekki greinarmun á fordómum og raunsæi.

Fólk sem gefur sig út fyrir að vera með útblásna réttlætiskennd (góða fólkið) er kannski að gera það til að fela raunverulegan rasisma undir niðri eða aðra fordóma.

Könnun sem birt var í heimildamynd frá Bretlandi sýndi fram á að rasismi er meðfæddur. Börn voru rannsökuð og þetta var niðurstaðan. Þetta kom fram í heimildamynd á RÚV fyrir nokkrum árum. Talað var um að börnunum þyrfti að kenna betri siði. En niðurstaðan var ótvíræð, og því má segja að útblásin réttlætiskennd "góða fólksins" geti verið sýndarmennska.


mbl.is Nafngreina árásarmanninn í Southport
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 21
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 509
  • Frá upphafi: 132459

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 396
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband