1.8.2024 | 00:20
Af hverju reyna ekki Íslendingar að hjálpa upp á að bæta stjórnkerfið í Venezúela, taka upp stjórnmálasamband, ef hægt er eða eitthvað annað?
Um sama leyti og RÚV sýndi myndefni með mótmælum fólks frá Venezúela sem hér hefur sezt að og er ósátt við endurkjör forsetans Madúró þá las ég blogggrein eftir Jóhannes Ragnarsson sem heitir:"Heill þér félagi Madúró og til hamingju með sigurinn".
Sá bloggari er samkvæmt því sem ég hef lesið eftir hann kommúnisti af gamla skólanum og mér finnst svolítið gaman af því, hann minnir mig á nokkra þannig sem ég þekkti í bernsku minni, nokkra kennara sem kenndu mér og svo viðskiptavini á verkstæðinu hans afa sem ræddu um pólitík. Þar man ég sérstaklega eftir einum manni sem dó skömmu eftir 1980, en hann sagðist marxisti og ekki hvika hætishót. Hann var kennari og bílstjóri.
Nú er það svo að víða á Vesturlöndum heyrir maður fólk efast um að Madúró hafi verið endurkjörinn. Merkilegt var einnig að lesa pistil eftir Björn Bjarnason, þar sem hann segir alla einræðisherra styðja Madúró og má því segja að Björn teljj hann einræðisherra, en hvergi kemur fram í pistli Björns að Madúró er kommúnisti líka, en hann kallar hann hinsvegar sósíalista, og kannski er þetta allt sama tóbakið, en blæbrigðamunur þó.
En sennilega er rétt að leggja trúnað á það sem Björn skrifar, og það er í samræmi við lýsingar annarra á spillingunni í Venezúela.
Nú rennur það manni til rifja að hlusta á fólkið frá Venezúela lýsa því hvernig það þráir að snúa aftur til heimalands síns en getur það ekki vegna ömurlegs ástands.
Þá dettur mér eitt í hug sem er efni þessa pistils. Hér á Íslandi höfum við gríðarlegt magn af fólki sem vill bjarga heiminum, og raunar mestmegnis vinstramegin í stjórnmálalitrófinu, en góðmennska er alltaf góðmennska og nýtileg.
Björn Bjarnason segir að einræðisherrar allra landa styðji Madúró. Það gera sumir gamlir kommúnistar greinilega líka.
En tillaga mín er þessi og uppástunga sem varð tilefni að þessum skrifum mínum:
Getur ekki íslenzka ríkisstjórnin tekið upp stjórnmálasamband ellegar þá einhverskonar samskipti við Madúró og hans stjórn, í því skyni að bæta þar ástandið?
Ég hef tröllatrú á því að samskipti milliliðalaus leysi oft vandamál sem annars vinda uppá sig og versna.
Ráðherrar sumir innan ríkisstjórnarinnar íslendzku lýsa áhyggjum og óánægju yfir gríðarlegum fjölda venezúelskra flóttamanna sem hér eru. Veit ég að margir almennir borgarar eru sama sinnis.
Ég vil einnig að íslenzka ríkisstjórnin taki upp samband við Rússa, enduropni sendiráðið og sýni þeim kurteisi, og það er ekki grín hjá mér heldur alvara.
Nú má spyrja þessa sem völdin hafa:
Af hverju er bara nauðsynlegt að hjálpa löndum Afríku með "þróunarhjálp", allskyns tæknibúnaði og íslenzku hugviti?
Setja spurningamerki við sigur Maduro | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 66
- Sl. viku: 488
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 383
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.