31.7.2024 | 00:15
Konur verða að krefjast hærri launa - söngtexti eftir mig, frá 2002.
Söngtextinn:"Konur verða að krefjast hærri launa" frá 14. janúar 2002, væntanlegt lag á endurútgefinni hljómplötunni:"Við viljum jafnrétti" frá 2002, þegar ég fæ fjárhagslegan stuðning og hvatningu.
Maður verður að leyfa verkum sínum að lifa úr fortíðinni hvort sem maður er sammála þeim eða ekki. Maður breytist með tímanum og skiptir um skoðun.
Þegar við tónlistarmenn semjum lög á plötur okkar þá gerum við það með misjöfnum hætti. Sumir gera það á skömmum tíma, aðrir á lengri tíma. Sumum gengur erfiðlega að semja lög og texta en öðrum veitist það auðveldara. Aðeins í seinni tíð hef ég ort lítið og gert fá lög. Þegar ég var yngri fannst mér þetta bæði auðvelt og skemmtilegt. Nú hef ég misst áhugann, finn ekki tilganginn í þessu, nema rétt svo til að viðhalda hæfninni, eins og gleyma ekki að hjóla, ef maður hefur einu sinni lært það.
Þarna var ég í blóma lífsins og vann eins og hestur. Ég tók þetta skipulegum tökum. Ég valdi mér viðfangsefni og skoðaði frá öllum hliðum.
Því miður var dómgreindarbrestur minn svo mikill að gefa út lög á þessum jafnréttisplötum einnig gegn jafnréttinu, og hinum pólitíska rétttrúnaði. Það verður betrumbætt í endurútgáfunni og þá verður þetta ritskoðað (hérumbil alveg) í hel, ekkert nema hreinn rétttrúnaður.
Ég lærði af Einari Benediktssyni, Steini Steinarr, Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi og allskonar þannig þjóðskáldum sem fjölluðu um málin frá mörgum hliðum og oft í fyrstu persónu.
Þannig að þetta er ekki hræsni í mér heldur skáldleg tilþrif. Mínar efasemdir eða skoðanir skipta ekki öllu máli, heldur að búa til söngtexta sem gott er að syngja, eins og meistari Megas sagði oft í viðtölum um sín eigin verk.
Það eru til nokkrar uppteknar útgáfur af þessu lagi frá 2002. Til dæmis ein þar sem textinn er sunginn hratt og viðlaginu sleppt nema á tveimur stöðum. Sú upptaka tekur um 3 mínútur. Svo eru til lengri útgáfur, og upptökur þar sem mörgum erindum er sleppt.
Galdurinn sem í þessu felst er að láta skáldfákinn bera sig á slóðir þeirra skoðana sem til eru í eternum. Að vera sammála því sem maður er kannski ósammála, finna í því sannleika og sátt. Ég er stoltur af þessu ljóði, það virðist passa vel við þennan stöðuga áróður um einmitt þetta í RÚV og víðar.
Eins og ég hef oft fjallað um áður í pistlum þá var ég vinstrisinnaður 1983-1987, þó það sé kannski frekar mikil einföldun, því inn á milli komu önnur sjónarmið í verkum mínum einnig, en bara minna.
Já ég var sannfærður um þetta undir áhrifum frá kennurum og tónlistarmönnum eins og Bubba Morthens, Megasi og Bob Dylan, og sennilega fleirum.
Þegar ég set mig í þennan gír, að vera sammála vinstrimönnum, þá þarf ég bara að rifja upp hvernig mér leið á þessum tíma og hvað réttlætiskenndin sagði mér um þessi mál.
Fyrir þessar plötur var metnaður minn mikill. Ég samdi mjög mikið af lögum af allskonar tagi.
Eins og kom fram á textablaðinu við "Hátinda", sem dr. Gunni gaf út 2009 og var safnplata með mínum lögum, þá var mikið af afgangsefni tekið upp fyrir þessar plötur á þessum árum.
Það er vegna þess að maður tekur upp lög í blindni eiginlega, maður semur lög með það að markmiði að hafa úr mörgu að velja þegar maður velur 10 stykki að lokum.
Þetta lærði ég af Magnúsi Eiríkssyni þegar ég las Poppbókina hans Jens Guðs, sem mér var gefin í fermingargjöf árið 1984. Ættingjar mínir vissu að ég vildi verða poppari og gáfu mér hana.
Magnús Eiríksson sagði í viðtali í þessari bók að eftir því sem menn gerðu fleiri lög gætu þeir hent fleiri lögum í skúffuna sem afgangslögum, og úr yrði sterkari heild, sterkari hljómplata.
Því miður fór ég ekki alveg eftir þessu þegar ég gaf út jafnréttisplöturnar fyrst, 2001-2003. Það var vegna þess að ég fór eftir mjög einfaldri forskrift sem ég ákvað 1997-1998. Ég taldi það flott að gefa út kvenhaturslög eins og Megas, svona er að eiga fyrirmyndir sem eru sérstakar og vilja vera sérstakur líka.
Maður er í misjöfnu skapi þegar maður býr til lög og texta. Til dæmis var það þannig að ef einhver falleg stelpa brosti til mín gat ég samið 10-20 jákvæð og skemmtileg lög á einum degi í kjölfarið eins og ekkert væri. Eins var það þannig að ef paranoian mín taldi mér trú um að kvenfólk hataði mig á öðrum degi sem ekki var eins góður og skemmtilegur gat ég samið 10-20 kvenhaturslög á einum degi eins og ekkert væri. Svona er þetta.
Ég hef lært að svona perlur verða ekki endurteknar, það er að segja, maður getur ekki endilega samið svona lög núna meira en 20 árum seinna. Þessvegna vill maður halda uppá þetta og athuga hvort fólk fílar þetta.
Annað er merkilegt, að eftir því sem maður syngur svona lög oftar þá sannfærist maður um boðskapinn í þeim.
Alla vega, ég man ekki nákvæmlega hvað ég var að pæla þegar ég samdi þetta. Þetta var á þeim tíma sem ég samdi lög á færibandi og samkvæmt forskrift. Ef ég var í réttu skapi þann daginn neyddi ég mig til að semja að minnsta kosti 10 lög og texta, sem hugsanlega útgáfuvæn stykki síðar á árinu.
Rithöfundar setjast niður þegar þeir skrifa bækur. Tónlistarmenn og ljóðskáld gera það í sumum tilfellum líka, bíða ekki eftir andanum, heldur beizla hann, þar sem hann finnst í loftinu, í formi skoðana sem skáldið hefur kynnt sér eða numið af öðrum.
Sum ljóðskáld bíða samt eftir "andanum". Ég hef líka gert það stundum. Þetta er með ýmsu móti.
En þetta er engu að síður texti sem passar alveg inní okkar tíðaranda, eða jafnvel miklu betur núna 22 árum síðar, ekki satt?
Það er meiri harka í þessum málum í nútímanum. Ég vil njóta vinsælda sem tónlistarmaður. Því miður gengur það erfiðlega þegar ég tala gegn pólitískum rétttrúnaði. Svona verk úr fortíðinni hjálpa mér að halda mér á réttu línunni.
Db7
Nýi tíminn, gæfa og gleði.
Ab7 Db7
Gamli tíminn, víti og pína.
Gb
Karlar núna konum þjóna;
Eb Db7
konum skaltu hlýðni sýna.
Viðlag:
G F Db7
Konur verða að krefjast hærri launa!
Eb Db Db7
Konur verða að krefjast hærri launa!
G F Db7
Konur verða að krefjast hærri launa!
Ab7 Db7
Kanntu á feðraveldið nú að bauna?
Kirkjur, messur, kristni, fortíð,
konur vilja eitthvað betra.
Ef við föllum aftur niður
óðar fer hér þá að vetra. (Viðlag).
Ömurleiki okkar tíma:
Einhver launamunur kynja.
Rétt þinn skaltu reyndar vernda,
rembu fornri skaltu synja. (Viðlag).
Skil ég þessa skugga tímans?
Skaltu ekki launa krefjast?
Mannréttindi, meiri jöfnuð,
mannsins vonir upp svo hefjast. (Viðlag).
Eitthvað sem þú oft á trúðir
er nú veiklynt, fallið niður.
Aðeins sigrar alger jöfnun:
Út frá konum breiðist friður. (Viðlag).
Loksins framför lifnar eilíf,
Loki dregst til hliðar fölur.
Unga fólkið allt nú bætir,
ekki er þetta langur spölur. (Viðlag).
Réttlát augu, góðlynt geðslag,
gífurlegur andastólpi.
Réttsýnn maður, rímvís, skynall
rennir niður liðnu skólpi. (Viðlag).
Millivers:
E
Karl í konu býr,
E
krafan birtist enn.
A
Stríð og starfi dýr,
H Hm Db7
stærri krafa senn.
Konur alla karla gleyptu,
kanntu að stjórna miklu betur?
Þenja skal út þjóðir, stofna
þar til upp rís hinzti vetur. (Viðlag).
Unga fólkið, allt það bezta,
engin mistök, bara speki.
Góðvild, mildi, gleði og friður,
góðúð okkar mannúð veki. (Viðlag).
Feðraveldið fúla, vonda,
fellir þig og kvelur gjarna.
Við skulum ekki skugga lofa,
sköpum góða framtíð barna. (Viðlag).
Jöfnum kjörin, jörðin batni,
ég vil öllum hjálpa meira.
Þeir sem hræðast þurfa að tala.
Þráum kæfða rödd að heyra. (Viðlag).
Nýi tíminn, gæfa og gleði,
gamli tíminn, hörmung, pína.
Stefnan loks er sterk og rétt nú.
Stúlkum skaltu ástúð sýna. (Viðlag).
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 28
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 603
- Frá upphafi: 132934
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 438
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.