Um kveðjur, skilnaðarkveðjur og heilsanir ýmsar í ensku og íslenzku.

Ég átti ágætan afmælisdag í fyrradag. Við félagarnir ræddum mest kristileg mál, hnignandi menningu og allskyns mál ofarlega á baugi en þegar mér leiddist það talaði ég um heiðna trú og annað sem þeir tóku vel í. Góður vinur minn sem er mikill íslenzkumaður vill ekki að maður tali um að "eiga dag" því það sé enskusletta, en mér er nokk sama þegar breytingar verða á málinu sem erfitt er að stöðva. Eiríkur Rögnvaldsson hefur rétt fyrir sér með það að maður verður stundum að sætta sig við mállýti sem vaða uppi.

Hefðin á Íslandi er að tala um að njóta dagsins eða að hafa það gott í dag. Þegar við heilsum og segjum:"Góðan dag", þá er innifalið í því:"Ég óska eftir að þú upplifir góðan dag".

Enskumælandi þjóðir segja þetta að skilnaði. (Have a nice day).

"Eigðu góðan dag" er nokkuð hvimleið setning. Hún minnir á "Eigðu þig!", sem fólk sagði stundum í ýmsum tilbrigðum í reiði sinni þegar það vildi slíta samtali og vildi að einhver færi jafnvel og léti sig í friði. Íslenzka kveðjan "bless" að skilnaði er sennilega komin úr kristilegri menningu, "vertu blessaður/blessuð". Það er fallegt blessunarósk sem allir geta tileinkað sér.

Síðan er "bæ" og "bæbæ" úr ensku líka eins og allir vita. Áhugavert er að athuga þá kveðju orðsifjalega. Sennilega er hún stytting úr "good-bye", sem er svo stytting úr "God be with ye", síðla á 15. öld. Good-day og good-evening hafa síðan stytt God be with ye í good-bye samkvæmt fræðingum. Ég tek þessa skýringu góða og gilda.

"Í Óðins nafni" gæti hafa verið kveðja í Ásatrúnni fyrir kristnitökuna, stytting úr:"Ég heilsa þér í Óðins nafni". Kveðjan heill! er einnig ævaforn, og er sennilega stytting úr "Ég drekk þér heillaskál", eða stytting úr:"Heill sértú á sinni ok í hami!"

"Óðinn sé með þér!" er góð skilnaðarkveðja Ásatrúarmanna, eða:"Far þú á Óðins vegum!". Slíkt mætti stytta í "Óðinsvé!" (Stytting úr: "Á Óðins vegum").

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 27
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 602
  • Frá upphafi: 132933

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 437
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband