27.7.2024 | 00:23
Fjölmiðlafólk hefur markað Höllu forseta bás sem kapítalíski forsetinn
Vigdís var virðulegur femínisti. Ólafur Ragnar var bragðarefurinn sem skaut pólitíkusum ref fyrir rass og tók þátt í stjórnun landsins sem forseti, og aðeins hæfileikamaður var fær um það sem þekkti reglur og takmörk embættisins, en hafði einnig metnað og skilning á þjóðarviljanum. Guðni forseti var fjölmenningarforsetinn og barnvæni forsetinn, sá sem minnti kasnnski mest á Kristján Eldjárn í alþýðleika sínum.
Bæði Stöð 2 og RÚV gerðu þessari frétt góð skil framarlega í sínum fréttatímum. Mér fannst örla á óvild í garð Höllu, en viðurkenni að þetta er gagnrýnivert fyrir forseta landsins, jafnvel verðandi forseta, að tengjast einhverju sem minnir á útrásina, hannaða og smíðaða hrunið 2008 og kapítalisma eða nýfrjálshyggju.
En skrefið er stigið og með þessum samræmda fréttaflutningi allra stórra fréttamiðla landsins er búið að brennimerkja Höllu sem mikinn kapítalisma, jafnvel þótt auglýsingin sé rafbíll.
Samkvæmt öðrum fréttum var auglýsing þessi birt án hennar vitundar. Auk þess hefur hún verið fjarlægð af Fésbókinni, þannig að öllum er ljóst að þetta orkaði tvímælis.
Held að það hafi komið fram í sjónvarpsfréttum að Halla þekki Egil, forstjóra Brimborgar, en að hennar ósk var auglýsingin fjarlægð.
En hvernig ætti þetta að gleymast? Allir sem verða fjölmiðlafígúrur á Íslandi fá ákveðna ímynd í fjölmiðlum, oft er sú ímynd ýkt og einstaka sinnum kannski alröng, en oftast er ástæða fyrir þeirri ímynd.
Heiða Kristín Helgadóttir sagði eitthvað á þá leið á kosninganóttinni að henni fyndist Halla Tómasdóttir hafa bandarískt yfirbragð, eða áherzlur hennar minntu svolítið á þær bandarísku. Ég tel rétt að taka mark á hennar orðum, því hún fæddist þar westra og er hálfbandarísk því í eðli sínu og kallar Bandaríkin annað heimaland sitt.
Síðan var tekið viðtal við Höllu, verðandi forseta á bandarískri sjónvarpsstöð nýlega og hún tjáði sig um Biden og Trump. Hún kemur úr viðskiptalífinu og bjó í 10 ár í Bandaríkjunum. Það er svo sem ekki óalgengt með Íslendinga, en ég er að draga saman myndina sem fjölmiðlar eru að draga upp af okkar verðandi forseta, og hvað lagt er áherzlu á.
Það sem fólki finnst miður er að þetta skuli minna á Hrunið 2008 og Ólaf Ragnar, sem kallaður var klappstýra Útrásarvíkinganna bæði í gamni og alvöru. Er þetta enn eitt merkið um að verið sé að tromma upp í nýtt hrun, eða er það kannski hafið nú þegar?
Sjálfur finnst mér það jákvætt af Höllu að auglýsa rafbíl, því ég vona að þeir minnki mengun og geri sitt gagn, þótt sagt sé að þeir mengi ekki síður en hinir bílarnir, vegna landanna þar sem raforka er framleidd með mengandi hætti, svo sem kolaverum og olíubrennslu.
En ég er að spá í fjölmiðlafólkið hvernig það býr til fígúrur úr fólki. Nú verður fylgzt með Höllu og sennilega eitthvað notað á hana sem finnst í framtíðinni af þessu tagi. Forsetinn á reyndar að vera hafinn yfir auglýsingamennsku og kapítalisma, en einnig kommúnisma eða að auglýsa eina pólitík fram yfir aðra.
Það er vinstrislagsíða á fjölmiðlunum. Því er reynt að gagnrýna kapítalisma.
En ég vil gagnrýna fyrirsögn fréttarinnar.
Af hverju skrifaði ekki blaðamaðurinn "Á sérkjörum?" Það er bara málfar sem er hvorki gamaldags né úrelt. Jæja, öllum getur orðið á í messunni. Kannski gerði hann þetta fyrir rímið og það er afsakanlegt.
Halla fær rafbíl á sérdíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 65
- Sl. sólarhring: 128
- Sl. viku: 673
- Frá upphafi: 133144
Annað
- Innlit í dag: 45
- Innlit sl. viku: 513
- Gestir í dag: 43
- IP-tölur í dag: 43
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill Ingólfur. Getur verið að Íslendingar hafi kosið sér sem forseta "úlf í sauðagæru", fáum við bara ekki þann forseta sem við eigum skilinn?????
Jóhann Elíasson, 27.7.2024 kl. 10:53
Tek undir með Jóhanni en ég kaus hana ekki.
Hefði viljað Arnar Þór en það er annað mál.
Sigurður Kristján Hjaltested, 27.7.2024 kl. 12:35
Takk fyrir gott hrós og innlit Jóhann. Já, ég held að það sé alveg pottþétt að Halla T. er ekki Vigdís nr. 2 (og þó var Vigdís Finnbogadóttir og er enginn fullkominn engill heldur gagnrýniverð).
Halla T. er heldur ekki dæmigerð íslenzk alþýðukona eða fátæk verkamannakona eða hin dæmigerða íslenzka kona. Hún er frekar komin úr glóbalinu eins og Magnús segir og vel inní Davos klíkunni. Og ég kaus hana svo sem ekki, en í allri flórunni sem við mér blasti þá næstum því langaði mig að kjósa hana, til að Katrín kæmist ekki að, var búinn að fá nóg af hennar óhæfuverkum og fóstureyðingalöggjöf með sínu fólki.
Það kemur auðvitað í ljós hvernig Halla T. er í rauninni. Kannski verður hún góður forseti. En ég er að ýja að því í þessum pistli að hún verði ekki óumdeild, og það er byrjað að finna á henni gallana.
Ingólfur Sigurðsson, 27.7.2024 kl. 14:15
Sæll Sigurður K. og takk fyrir innlitið og athugasemdina. Já, ég tek einnig undir með Jóhanni, að ég hef grun um að landsmenn hafi kosið hana því hún fékk ekki á sig sömu moldviðrisgagnrýni og hin Hallan og kannski hélt fólk að hún væri eitthvað lýtalaus og fullkomin.
Einnig hefði ég gjarnan viljað fá Arnar Þór, því mér finnst hann ábyrgur maður og með fína stefnu. Ég get alveg upplýst það að ég kaus heldur ekki Höllu T. og raunar ekki Arnar Þór, hefði samt mögulega viljað það. Nei, ég kaus Ástþór Magnússon og get alveg upplýst það. Ástæðan var kannski sú að mig hafði langað að kjósa hann í mörgum kosningum þar áður en ekki lagt í það. Ákvað loks að hann ætti það skilið að fá atkvæði.
Beztu kveðjur félagar.
Ingólfur Sigurðsson, 27.7.2024 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.