25.7.2024 | 02:48
Netanyahu á sína áköfustu aðdáendur í Bandaríkjunum
Netanyahu fékk mikið lófaklapp er hann ávarpaði Bandaríkjaþing. Efast má um að hann fái svo góðar viðtökur heima hjá sér í Ísrael. Hann var eins og heimsfræg poppstjarna á tónleikum, svo mjög hylltu þau hann í Bandaríkjunum.
En eins og fréttakonan kom inná þá fór hann í þessa för til að fá viðurkenningu og stuðning erlendis frá vegna þess að hann er umdeildur í heimalandi sínu.
Nú er mjög áhugavert að bera saman Selenskí Úkraínuforseta og Netanyahu forsætisráðherra Ísraels. Jafnvel mætti bera saman Pútín og Netanyahu, kannski er það nær sanni.
Pútín fer til einræðisherranna vina sinna í Kína og Norður Kóreu og Netanyahu fer til sinna beztu vina í Bandaríkjunum. Er mikill munur á því? Nei.
Munurinn er sá að Netanyahu fær stuðning í Bandaríkjunum og víðar í hinum vestræna heimi en Pútín fær ekki stuðning í vestrinu.
Þó er margt hliðstætt sem þarna hefur verið að gerast. Jafnvel má segja að Ísraelsmenn séu að sprengja á smærra svæði en Pútín.
Sérfræðingur í málefnum Austurlanda sagði að Ísraelsmenn reyndu nú að kremja vonir Palestínumanna um heimkynni á þessu svæði.
Já ef þetta er borið saman þá er staðan ójafnari á Gazasvæðinu. Þótt hryllilegt sé ástandið í Úkraínustríðinu er þar miklu stærra svæði sem fólk býr á, og þó stendur hinn vestræni heimur frekar með Ísraelsmönnum en Rússum.
Þó er að verða þar breyting á. Eins og kom fram í fréttum þá er mikil óánægja einnig innan Bandaríkjanna með það sem gerist á Gaza, og heimsókn Netanyahus.
Svo mikil er andstaðan í Ísrael sjálfu gegn þessari stjórn og þessum hryllilegu atburðum að búast má við að í framtíðinni komi stjórn til valda í Ísrael sem heimilar tveggjaríkjalausnina og að Palestínumenn eignist þarna einnig landsvæði og sjálfstæði.
Það mátti heyra á ýmsum í Bandaríkjunum sem rætt var við í fréttunum að þessir atburðir á Gaza væru að valda óánægju sem muni ekki minnka svo glatt í framtíðinni.
Þegar stuðningur við lönd eða stjórnmál verður bara útskýrður með pólitík og trúarafstöðu eða menningaráhrifum þá er hægt að draga þá ályktun að engin raunveruleg mannúð búi að baki.
Þar af leiðandi er allt þetta mannúðartal innantómt kjaftæði, þessar miklu peningasendingar í mannúðarskyni eða allskyns hjálparstörf.
Harris verður ekki viðstödd ávarp Netanjahús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 27
- Sl. sólarhring: 61
- Sl. viku: 602
- Frá upphafi: 132933
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 437
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.