Orðsifjar

Ungverskan tilheyrir úralísku málunum, en sú nafngift mun vera uppruninn úr þýzku, "Urheimat"), upprunalegt heimaland, kannski nálægt Úralfjöllum í Rússlandi.

Finnskan mun vera hluti af þessum málum einnig.

Engu að síður hef ég fundið skyldleika við íslenzkuna.

Orðsifjabók Blöndals segir um íslenzka orðið koss að uppruni sé óljós. Tiltekur þó latínu, basium, en telur þá skýringu hæpna hjá sjálfum sér og játar sig sigraðan á að finna skyld orð í öðrum málum.

Á ungversku er til orðið köszönöm, sem þýðir takk eða kær kveðja. Þykir mér einsýnt að orðið koss á íslenzku er ekki komið úr ungversku, heldur náskylt, frá fornmálinu sem var talað fyrir 5000 árum og jafnvel meira.

Ásgeir Blöndal fann ekki þennan skyldleika.

Annars eru mörg önnur áhugaverð orð í ungverskunni sem vekja upp minningar um Ásatrúna og fleira, hið forna líf og sígilda.

Köze þýðir á milli, eða tengsl, og er mikið notað forskeyti í ungversku. Yrði það of langt mál að fara útí stafavíxl og þróun tungumála, enda aðrir fróðari mér, engu að síður, ljóst er mér að þetta er stórmerkilegt.

Gyðjan Bil kann að vera skýrð svona, því á mjög löngum tíma breytast samhljóðar og þegar þjóðirnar umbreyta orðunum mikið eftir flutninga á milli landsvæða.

Z í orðinu köze kann að geyma leyndan staf eins og l. B og k eru samhljóðar sem voru til í elztu tungumálunum, telja fræðingar. Umbreytingar á þeim eru ekki óþekktir yfir langan tíma.

Orðið jól er til í ungversku og það hljómar eins og á íslenzku. Fræðingar eru enn að deila um ætterni orðsins í norrænu og upprunalega merkingu.

Á ungversku merkir orðið rétt, prýðilega, án mistaka, fullkomlega.

Er hér merkilegur stofn dreginn af ungverska orðinu jó sem þýðir góður. Rétt er að geta þess í framhaldi að ungverska orðið jóllakott sem minnir óneitanlega á orðið jólaköttur þýðir fullnægður eða saddur á ungversku. Tilviljun? Kannski ekki.

Lengi hef ég leitað að sönnun þess að orðið Ísland þýði land guðanna, eins og ég hef lært hjá Nýalssinnum. Í ungverskunni fann ég sönnunina.

Is er atviksorð á ungversku, og þýðir einnig. Þó virðist dýpri merking liggja til grundvallar eins og sést þegar betur er skoðað. Þetta grunaði mig strax og ég sá orðið jól á ungversku.

Iskolai þýðir skóli á ungversku. Blöndal taldi í sinni orðsifjabók að þetta væri tökuorð úr fornensku, scol, jafnvel forngrísku, skholé, frí frá starfi, tómstundaiðja.

Nú gæti maður haldið að iskolai á ungversku hljóti að vera tökuorð úr ensku eða skyldum málum. Þó kannski ekki.

Merkilegasta orðið í þessari orðafjölskyldu er án efa orðið isten á ungversku, sem þýðir guð, heiðinn guð eða guð Biblíunnar. Istennó þýðir síðan gyðja.

Nú er það alveg ljóst að þessi orðstofn er ævaforn. Is forskeytið gæti verið eldra en Íslands byggð og virðist mér það. Virðist mér jafnvel sem Ungverjar hafi varðveitt upprunalegri merkingu en aðrar þjóðir.

Sé ég greinilega hvernig orðið isten er upp byggt.

Það þýðir að ég hygg hinn vitri Þór eða öllu heldur hinn vitri Taranis, sem þekktur er úr gaulverskri goðafræði og fornfranskri þar með. Hann var og er Vanur, Vanaguð.

Tonarus eða Tonaros er eldri orðmynd.

Ismerós er að skilja eða vita og þekkja á ungversku.

Af öllum þessum dæmum má slá því föstu að is-forskeytið er mjög svo jákvætt og hafði aðra merkingu til forna en orðið is í nútímaungversku, einnig.

Smáorð eru oft skemmtileg. Þau hafa oft umbreyzt mjög hastarlega og höfðu allt aðra merkingu til forna, voru jafnvel þrungin merkilegri merkingu.

Áherzluforskeyti hefur þetta orðið. Upphafleg merking er auðvitað óljós.

Af öllu þessu má þó skilja að Ísland þýðir land guðanna eða land guðs, á fornu máli, sem Íslendingar töluðu þegar þeir fyrst námu land. Enda átti nafngiftin Grænland að laða að, af hverju þá ekki Ísland?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 32
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 607
  • Frá upphafi: 132938

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 442
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband